Læknablaðið - 01.08.1974, Blaðsíða 33
LÆKNABLAÐIÐ
125
voru á 6 ára tímabili, hafa 235 verið
greind vegna starfsemi leitarstöðvar B, en
24 mein voru greind utan stöðvarinnar
eða innan við 10% af heildarfjöldanum.
Mynd 2 sýnir 1) fjölda kvenna með ífar-
andi legopskrabbamein 1965-1970, sem
tilkynnt hafa verið til krabbameins-
skráningarinnar, 2) hundraðshluta þeirra
kvenna, sem gerð hefur verið hjá frumu-
rannsókn á umræddu árabili, einu sinni,
tvisvar eða þrisvar, 3) fjölda sjúkdóms-
tilfella með ífarandi legopskrabbamein,
sem koma fram annars vegar í hópi
kvenna, sem ekki hafa gengist undir
frumurannsókn og hins vegar hjá þeim
hópi, sem komið hefur í frumuskoðun
einu sinni eða oftar.
UMRÆÐA
í umræðu um niðurstöður af fyrsta árs
starfi Leitarstöðvar B var gerð grein fyrir
tilgangi leitar að krabbameini í leghálsi á
byrjunarstigi, og verður sú umræða ekki
endurtekin hér.1 2 3 Enda þótt menn séu
yfirleitt sammála um gildi frumurann-
sókna í því augnamiði að finna ífarandi
krabbamein á byrjunarstigi,1 2 3 o ío eru
enn skiptar skoðanir um áhrif leitar að
- leghálskrabbameini til lækkunar á dánar-
tíðni af völdum sjúkdómsins.4 Árangur af
tólf ára fjöldarannsóknum í Aberdeen6
Tafla VIII framh.
Bleeding Inter- Bleeding
after menstrual after
coitus bleeding menopause
5 6 1 3 4
5 17 2
10 24 9
Mynd 1.
virðist greinilega hafa orðið sá, að dánar-
tíðni lækkaði verulega. Hins vegar hefur
Östfold-tilraun Norðmanna8 ekki enn
borið neinn árangur í þá átt.
Fjöldi kvenna, sem rannsakaðar hafa
verið í Leitarstöð B, er tæplega svo mikill
ennþá né hefur starfsemin staðið svo lengi,
að ótvíræðar ályktanir verði dregnar af
niðurstöðunum varðandi þetta atriði. Hins
vegar er athyglisverð sú niðurstaða, sem
gerð er grein fyrir í töflu II. Þar sést, að
20.8% þeirra kvenna, sem fundust með
leghálskrabbamein fyrir atbeina Leitar-
stöðvar B á árunum 1965-1966, höfðu lát-
izt 5-6 árum eftir að sjúkdómurinn var
greindur, en 71.4% þeirra kvenna, sem
voru greindar utan Leitarstöðvar B á sama
tíma. Hér er að vísu um lágar tölur að
ræða, en niðurstaðan styrkir þó það álit,
að árangurs megi vænta af starfseminni.