Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.08.1974, Side 20

Læknablaðið - 01.08.1974, Side 20
118 LÆKNABLAÐIÐ ing hefur aukizt. Allir þessir þættir hafa leitt til vaxandi öryggis og aukið mögu- leikana á að greina insulinæxli með æða- rannsókn. Litar og hljóðbylgjuskönnun (scinti- grafia og ultrasoundscan) hafa verið reynd við sjúkdóma í brisi, en ekki gefið eins góðan árangur og æðarannsóknir.2 11 MEINAFRÆÐI Langflestir sjúklinganna hafa aðeins eitt góðkynja æxli. í allt að 10% tilfella finnast þó fleiri góðkynja æxli í brisi, og í örfáum tilvikum er fjöldinn allur af smáum æxlum (mikroadenomatosis).32 41 í 2% tilfella finnast insulinæxli annars staðar en í brisi, t. d. í maga eða skeifu- görn.32 Um 10% insulinæxla eru illkynja með meinvörpum.23 32 Fyrir kemur, að góðkynja æxli í heila- dingli og kölkungi fylgi insulinæxlum (5%)141 Góðkynja æxli eru í 70% til- vika minna en 1.5 cm í þvermál.23 Þetta eru þó ekki lítil æxli miðað við stærð þess líffæris, sem þau myndast í, en allar Langerhans-eyjarnar vega nálega 1.5 gröm.3!) Flest eru æxlin þéttari átöku en brisvefurinn í kring, en þó eru undan- tekningar frá þeirri reglu. Þéttleikinn fer eftir því, hve mikill stoðvefur er í æxlinu. Hýjalínvefur og jafnvel kalkútfellingar myndast í æxlum þessum, sem gera þau hörð. Flest æxlin eru mjög æðarík, sem stuðlar að því að þau sjáist við æða- myndatöku. Við smásjárskoðun sést, að æxlin eru vel afmörkuð, en hafa þó ófullkominn hjúp. Þau eru af venjulegri innkirtilgerð og yfirleitt mjög skipulega byggð. Æxlis- frumurnar líkjast eðlilegum betafrumum, og skipa þær sér í raðir, hreiður eða jafn- vel hringi. Frumudeilingar eru fátíðar. Stoðvefur er oftast fíngerður, en æðarík- ur og afstaða æxlisfrumanna til æðanets- ins náin. Myndist verulegur hýjalínbandvefur í stoðvefnum, getur það torveldað grein- ingu. Ekki tekst alltaf að sýna fram á bcta-korn í frumunum, einkum eftir formalínfixeringu. Það getur því verið ráðlegt að taka ferskan bita úr æxlinu til frystingar og insulingreiningar. í einstaka tilfelli er æxlisgerðin mun óreglulegri en hér hefur verið lýst, og frumudeildingar þá gjarnan tíðari. Ekki verður þó fullyrt, að slík æxli séu ill- kynja, nema til komi innvöxtur í æðar eða meinvörp. MEÐFERÐ Meðferð sjúklinga með insulinæxli er sú, að nema æxlið burt með skurðaðgerð, og má þá búast við fullum bata. Örðug- leikarnir eru fyrst og fremst þeir, að erfitt getur reynzt að finna æxlið, og í öðru lagi eru skurðaðgerðir í brisi hættulegri en á flestum öðrum líffærum. Eftir að Howard og félagar höfðu safnað saman tiltækum skýrslum úr læknaritum kom í ljós, að nálega 1 af hverjum 10, sem skornir höfðu verið upp vegna insulinæxlis, höfðu dáið (9%).20 Hjá Laroche og félögum við Mayostofnunina var dánartala 4.5%, en þeir gerðu upp langstærsta sjúklingahóp á einni stofnun, sem birtur hefur verið (154 sjúklingar).23 Til þess að finna æxlið er mikilvægast að losa alveg um kirtilinn að aftan, bæði höfuð, bol og tagl, og er þá hægt að þukla allan kirtilinn milli fingra. Ef æxlið er þéttara í sér en brisvefurinn í kring, er unnt að finna æxli á þennan hátt, þó að það sjáist ekki. Erfiðast er að finna lítið æxli í kirtlinum, þar sem hann er þykk- astur, þ. e. í höfði og uglu (processus uncinatus). Þegar æxlið er fundið, er það skrælt út eða tekið með hluta af kirtlin- um eftir atvikum. Ef ekkert æxli finnst, en sjúkdóms- greining var áður talin örugg, greinir menn á um, hvað gera skuli. Flestir vilja þá taka burtu tagl og bol af kirtlinum og fá meinafræðing til að skoða það í hasti.23 í þessu sambandi er blóðsykursmæling af- ar hjálpleg meðan á aðgerð stendur, því að blóðsykur á að hækka verulega eftir u. þ. b. 30 mínútur, ef æxlið leynist í hin- um brottnumda hluta kirtilsins.10 Ef ekk- ert æxli finnst í þessum brottnumda hluta kirtilsins, kemur til greina að taka meira eða allt að 90%, en ekki er mælt með að taka allan kirtilinn í fyrstu aðgerð.16 23 Bent hefur verið á,13 að finnist æxli ekki með að þukla kirtilinn eins og að

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.