Læknablaðið - 01.08.1974, Page 40
130
LÆKNABLAÐIÐ
búans í Afríku. Hjá dreifbýlismanninum
eru hægðirnar þyngri (um 4-500 g. á sólar-
hring), þær eru linar og vatnsmiklar, og
einnig tekur það fæðuna styttri tíma frá
því að hennar er neytt að skila sér í hægð-
um (milli 25-35 klst. að meðaltali). Hjá
borgarbúanum fundust hins vegar formað-
ar hægðir (afsteypa ristils), að meðaltali
120 g. að þyngd, sem skiluðu sér 72-89 klst.
eftir neyzlu fæðunnar.2
ÞRÝSTINGSSJÚKDÓMAR
Frekari rannsóknir hafa sýnt, að þetta
,,hægðaleysi“ borgarbúans er samfara
hækkuðum þrýstingi í ristlinum sjálfum0
og einnig í kviðarholi. Ristillinn liggur fast
við stóru bláæðarnar frá ganglimum og
grindarbotni, og er það talin vera ein aðal-
orsök þess, að æðahnútar myndast í þessu
æðakerfi líkamans. Almennt er nú litið á
æðahnúta, gylliniæð, ristilkrampa og poka-
myndanir í ristli sem þrýstingssjúkdóma.
NIÐURBROT
G ALLLIT AREFN A
Galllitarefnin eru framleidd í lifur úr
cholesteroli. Þau berast um gallvegi niður
í skeifugörn, þar sem þau blandast fæð-
unni. Gerlagróðurinn í ristlinum brýtur
gallsöltin niður (dehydroxylation) og séu
hægðirnar litlar er gerlagróður þessi auk-
inn og niðurbrot galllitarefnanna einnig.
odeoxycholate. Þegar þessi sölt komast í
snertingu við þarmagerlana, klofna þau
niður í deoxycholate og lithocholate. Bæði
þessi efni valda krabbameini hjá tilrauna-
dýrum. Það er einnig vitað, að magn þess-
ara efna er aukið í hægðum íbúa þeirra
þjóða, sem búa við háa tíðni ristilkrabba-
meins. Þegar fæðan er klíðissnauð, hægð-
irnar litlar og seinfara og þrýstingur
þarmsins aukinn, verður líka mjög náin
snerting ristilslímhúðarinnar við þessi
efni.
Þessi niðurbrotsefni berast einnig í litl-
um mæli með blóðrás aftur til lifrarinnar.
Lithocholate minnkar myndun cholate í
lifur og hefur þannig áhrif á gallfram-
leiðslu lifrar á þann veg að auka hættuna
á gallsteinamyndun. Á sama hátt hindrar
deoxycholate myndun á chenodeoxy-
cholate. Sýnt hefur verið fram á, að matar-
klíð í eðlilegum neyzluskömmtum (33 g.
á dag) minnkar magn deoxycholates og
eykur magn chenodeoxycholates í galli hjá
borgarbúum.11
HRAT OG MATARKLÍÐ5
Hrat (crude fibre) er opinberlega skil-
greint eftir aðferð, sem fundin var upp
í þýzka bænum Weende árið 1860 á þennan
hátt: Hrat (crude fibre) er það, sem eftir
verður, þegar búið er að meðhöndla
fæðuna með sjóðandi brennisteinssýru,
natriumhydroxíði, vatni, alkohóli og eter.
Það er ekki fyrr en á síðustu árum, að
menn hafa komist að raun um að matar-
klíð (dietary fibre) er samansett af
polymer kolvetnungum (cellulósa, hemi-
cellulósa og pectíni) og lignini (phenyl-
propane).13 Þannig inniheldur venjulegt
heilhveiti um 10% matarklíð, en aðeins
um 0.8% hrat.7 Hvítt hveiti inniheldur
nánast ekkert matarklíð.
Klíð (bran) er það efni, sem gengur af,
þegar hveiti er malað. Það hefur brúttó-
hitaeiningargildi 40 hitaeiningar fyrir
hvert gramm, en gæta verður þess þó, að
neyzla þess eykur nokkuð hitaeiningamagn
(orkumagn) hægðanna.12
ÁHRIF MATARKLÍÐS Á
HÆGÐIR OG GALL
Eins og að framan er getið, eykur matar-
klíðið rúmmál hægðanna, orkuinnihald og
vatnsmagn, og hægðirnar dveljast skemur
í þarminum (ristli). Myndun krabbameins-
valdandi efna í hægðum minnkar og snert-
ing þeirra við slímhúð ristils verður mun
minni. I gallvegum verður síður hætt við
útfellingu cholesterol-gallsteina. Gallmagn
líkamans (bile salt pool) er líka aukið.0
Um önnur áhrif á efnaskipti cholesterols
er enn lítið vitað.
MATARKLÍÐ OG SYKUR
Faraldsfræðilegar rannsóknir sýna að
matarklíðisskortur í fæðu helzt í hendur
við sykurneyzlu.8 Sykur (sucrosa) er
unninn úr sínum náttúrulegu samböndum
í sykurrófum og sykurreyr. Til þess að
samsvara daglegri sykurneyzlu íslendings
(150 g.) þyrfti hann að borða yfir 1 kg.
af sykurrófum á dag. Það má ætla að