Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.09.1976, Page 26

Læknablaðið - 01.09.1976, Page 26
138 LÆKNABLAÐIÐ BERGSVEINN ÖLAFSSON KJÖRINN HEIÐURSFÉLAGI LÆKNAFÉLAGS REYKJAVÍKUR Á fundi sínum 12. ágúst 1976 samþykkti stjórnin einróma að gera Bergsvein Olafs- son að heiðursfélaga L.R. og var honum afhent heiðursskjal því til staðfestingar 5. nóvember sl. Bergsveinn er fæddur 25. ágúst 1901. Hann varð kandídat frá H.í. 19. júní 1931. Að loknu framhaldsnámi í Noregi og Þýskalandi var hann viðurkenndur sér- fræðingur í augnlækningum 27. maí 1936. Starfandi læknir í Reykjavík síðan 1. jan- úar 1936. Bergsveinn hefur verið mjög virkur í félagsmálum lækna og verið falin fjölda- mörg trúnaðarstörf, m. a.: I stjórn L.R. 1937-1944 og formaður 1953-1959. í stjórn Elli- og örorkutryggingasjóðs lækna frá stofnun hans 1945. f stjórn Styrktarsjóðs ekkna og munaðarlausra barna íslenzkra lækna 1944-1976. Bergsveinn hefur verið i stjórn Domus Medica frá 1960 og tók hann við for- mennsku þar á sl. vori. Læknablaðið óskar Bergsveini til ham- ingju með verðskuldaðan heiður.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.