Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.09.1976, Qupperneq 28

Læknablaðið - 01.09.1976, Qupperneq 28
140 LÆKNABLAÐIÐ og rannsókna og öndun verður ekki full- nægjandi hjá sjúklingum með slæma lungnasjúkdóma. Stállungu munu nú óvíða notuð. Öndunarvélar, sem blása upp lungun (positive pressure ventilators), eru lang- algengastar, og verður hér eftir eingöngu rætt um slikar vélar. Algengast er að skipta vélunum í tvo meginflokka. Annars vegar eru öndunarvélar, sem blása í lungun þar til fyrirfram ákveðnum þrýstingi er náð (pressure limited ventilators), en þá stöðv- ast innöndun og útöndun hefst. Á þennan hátt fer loftmagnið í hverju andartaki (tidal volume) eftir loftmótstöðu (resi- stance) og þanþoli (compliance) lungna og brjóstkassa annars vegar og innöndunar- hraða hins vegar. Ef þanþol minnkar og/ eða mótstaða eykst, verður hinum fyrir- fram ákveðna þrýstingi náð mjög fljótt, og kemst þá ekki nægilegt loft í lungun og öndun verður ófullnægjandi. Þar sem þan- þol og mótstaða geta breytzt á stuttum tíma, þarf að fylgjast vel með magni út- andaðs lofts, eins og síðar verður drepið á, og breyta stillingu vélarinnar eins og þörf krefur. Hins vegar eru öndunarvélar, sem blása ákveðnu loftmagni í lungu sjúklingsins á hverri mínútu með jöfnum hraða og dreif- ist það jafnt á hvert andartak (volume cy- cled ventilators). Ef lungu eru mjög stíf getur myndazt hár þrýstingur, en öryggis- ventill hleypir út lofti við ákveðinn þrýst- ing þannig, að lítil hætta er á því að sprengja lungu sjúklingsins. Ef vélin er nógu kraftmikil, fer hið fyrirfram ákveðna loftmagn niður í lungu sjúklingsins þrátt fyrir breytingar á þanþoli og mótstöðu. Öndunarvélar í fyrri flokknum eru yfir- leitt ódýrari og fyrirferðarminni og eru fullnægjandi í flestum tilfellum. Hins veg- ar eru vélar í síðarnefnda flokknum örugg- ari, ef þanþol og mótstaða eru mikil, svo sem við miklar lungnabólgur eða eftir mikla áverka á brjóstholi, og geta verið nauðsynlegar til þess að öndunarstarfsemi verði fullnægjandi. Sumar vélar má stilla þannig, að þær stjórna ekki öndun, heldur sjúklingurinn (assistors). Við svæfingar eru oft notaðar sérstakar öndunarvélar, en margar má nota bæði á sjúkradeildum og við svæfingar. Öndunarvélar eru annars vegar knúðar með rafmagni og hins vegar með súrefni eða þrýstilofti. Flestar öndunarvélar eru fullkomnar, en misjafnlega útbúnar. Á þeim beztu eru stjórntæki fyrir öndunarhraða, innöndun- artíma, mótstöðu við útöndun, neikvæðan þrýsting og mælir fyrir magn útandaðs lofts (spirometer), stillir fyrir súrefnis- magn, þrýstimælar og fleira. Þær eru yfir- leitt útbúnar með rakagjöfum (nebuli- zers) og við margar má tengja hátíðniúð- ara (ultrasonic nebulizers). Margar gefa Ijós eða hljóðmerki við bilanir eða óhöpp. NOKKUR LÍFEÐLISPRÆÐILEG ATRIÐI Við yfirþrýstingsöndun eykst þrýstingur í brjóstholi og blóðstreymi til hjartans minnkar. Þetta kemur þó ekki að sök hjá sjúklingum með eðlileg æðaviðbrögð og blóðmagn (volume) vegna samdráttar i perifera æðakerfinu. Þannig eykst bláæða- þrýstingur og nægilegt blóð berst til hjart- ans til þess að halda uppi eðlilegu hjarta- útfalli (cardiac output). Til þess að þetta megi verða, þarf þó að gæta þess, að inn- öndunartími sé styttri en útöndunartími (5). Sumir sjúklingar hafa minnkaðan blá- æðatonus vegna áhrifa lyfja eða sjúkdóma, og aðrir hafa minnkað blóðmagn vegna blæðinga eða vökvaskorts. Hjá þessum sjúklingum minnkar útfall hjartans við yfirþrýstingsöndun og blóðþrýstingur lækkar. Því er nauðsynlegt að gefa þeim blóð eða vökva eða nota vasopressora með varúð. Hjá heilbrigðum er dauðarúmið (physio- logical deadspace, sá hluti af andartaks- magni, sem ekki tekur þátt í koldíoxíðút- skilnaði) um 30%. Þessu hlutfalli má halda óbreyttu ef innöndunartími er lengri en 1,5 sek. Hlutfallið eykst, ef innöndunartími er styttri, og verður þannig 50%, ef hann er styttri en 0,5 sek (21). Dauðarúmið eykst einnig vegna ójafnrar dreifingar önd- unar og blóðrásar, eins og gerist þegar lágur þrýstingur verður í lungnaslagæð- um, og hefur í för með sér, að blóðrás til efri hluta lungnanna minnkar, en öndun verður óbreytt. Dreifing loftsins í lungum hjá fólki með tiltölulega heilbrigð lungu er talin jöfnust, ef hlutfall milli innönd-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.