Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.09.1976, Qupperneq 36

Læknablaðið - 01.09.1976, Qupperneq 36
142 LÆKNABLAÐIB ingurn, sem hafa peritonitis og fá öndun- arbilun, lifa aðeins 20% (16). Sjúklingar, sem hljóta mikil meiðsli á brjóstkassa, fá öndunarbilun ef brjóstkass- inn verður óstöðugur með mikilli paradoxi- cal öndun. Þeir eru yfirleitt hafðir í volume cycled öndunarvélum í 10 til 14 daga. Aðrar orsakir öndunarbilunar eru marg- ar, svo sem myasthenia gravis, offita, „ne- onatal respiratory distress syndrome“, „adult respiratory distress syndrome“, status asthmaticus, lungnabjúgur, lungna- fylgikvillar eftir skurðaðgerðir, drukkn- anir, svefn- og deyfilyfjaeitranir, status epilepticus, tetanus, polyneuritis, poliomye- litis, höfuðslys og heilaaðgerðir. Loks má nefna sjúklinga með langvarandi bron- chitis og emphysema. Þeir fá auðveldlega öndunarbilun við nýjar sýkingar í öndun- arfærum. Meðferð er mjög vandasöm, tekur oft langan tíma og batahorfur eru slæmar (1). í mörgum tilfellum er ekki vafi á, hvort nota þurfi öndunarvélar, en oft getur verið erfitt að ákveða slíkt eða hvort eigi að reyna áfram venjulega meðferð, svo sem öndunaræfingar, lyf, súrefni og fleira, og hefur reynsla mikið að segja í þessu sam- bandi. Til viðmiðunar má þó styðjast við eftir- farandi, og er trúlegt, að setja þurfi sjúkl- ing í öndunarvél ef efíirfarandi atriði eða fleiri en eitt þeirra eru til staðar: Öndun er hraðari en 35 á mínútu, vital capacitet er minna en 15 ml/kg, innöndunarkraftur (inspiratory force) minni en 25 cm H._,0, súrefnisþrýstingur í slagæðablóði (Pa02 eðlil. 80-100 mm/Hg) er lægri en 70 mm/ Hg með súrefnisgjöf, mismunur á súrefnis- þrýstingi í alveolum og slagæðablóði (P(A-aD0._,) eðlil. 25-65 mm/Hg) meiri en 450 mm/Hg eftir að sjúklingur hefur feng- ið hreint súrefni í 15 mínútur, koldíoxyd þrýstingur í slagæðablóði (PaC02 eðlil. 35- 45 mm/Hg) hærri en 70 mm/Hg, pH lægra en 7,25. Gæta skal þess vandlega, að þessar tölur eru aðeins til viðmiðunar og ekki skal taka hvert atriði of bókstaflega, heldur fylgjast með ástandi sjúklings og breytingum á gildum. Þannig skal á það bent, að sjúkl- ingar með langvarandi lungnasjúkdóma hafa oftast hækkaðan koldíoxyd þrýsting í slagæðablóði. NOKKUR HAGNÝT ATRIÐI VARÐANDI MEÐFERÐ SJÚKLINGA í ÖNDUNARVÉLUM Ef gert er ráð fyrir, að einungis þurfi að nota öndunarvél í nokkra daga, er sjúkl- ingur hafður með barkaslöngu um munn eða nef. Slangan er oft sett niður í stuttri svæfingu, en stundum er slíks ekki þörf, svo sem þegar sjúklingur er meðvitundar- lítill eða meðvitundarlaus. Barkaskurður er sjaldan gerður sem bráðaaðgerð og er notaður, ef sjúklingur þarf öndunarvélar með um lengri tíma. Til eru töflur sem sýna, hve mikil önd- unin þarf að vera, en þær eru miðaðar við gjúklinga með heilbrigð lungu. Bezt er, að öndunarmagnið (minute volume) sé til að byrja með stillt um það bil 25% hærra en gert er ráð fyrir, að sjúklingur þurfi (venjulega 7-10 lítrar/min.). Öndunar- hraði er í byrjun hafður 15 til 20 á mínúíu. Þegar sjúklingur hefur verið í vélinni nokkra stund, eru gerðar blóðgasmælingar til að athuga, hvort öndunin sé hæfileg og útiloka hypoxemiu. Blóðgasmælingar þarf yfirleitt að gera nokkuð þétt í byrjun með- ferðarinnar, en síðan aðeins eftir þörfum. Miklu máli skiptir, að sjúklingurinn haldist í takt við öndunarvélina. Er oft nægilegt að hreinsa slím úr öndunarfær- um eða auka loftmagnið aðeins til að svo megi verða. Þá má gefa róandi lyf, svo sem Diazepam eða narkotika, svo sem mor- fin eða fentanyl í litlum skömmtum í æð. Dugi ekkert af ofangreindum atriðum, er stundum nauðsynlegt að nota vöðvaslapp- andi lyf. Koldíoxíð-útskilnaður: Hæfileg öndun er talin það magn á mínútu (tidal volume x hraði), sem nægir til að halda eðlilegum koldíoxíð þrýstingi í slagæðablóði. Rann- sóknir hjá sjúklingum með öndunarbilun hafa leitt í ljós, að öndunarþörfin (ventil- ation requirement) er yfirleitt mjög aukin. Það stafar oftast af auknu dauðarúmi og auknu hlutfalli milli andartaksmagns og dauðarúms (VD/VT ratio, eðlil. 0,3) eða auknum efnaskiptum (14). Stundum er öndunarþörfin svo mikil, að 20 lítrar á mínútu eru nauðsynlegir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.