Læknablaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 50
152
LÆKNABLAÐIÐ
INNKIRTLASTARFSEMI
Það hefur lengi verið vitað og kennt,
að adrenalin í blóði hækkar við áreynslu,
og jafnvel oft við umhugsun um áreynslu,
en ekki verða verulegar breytingar á því
við þjálfun, hvort heldur er við áreynslu
eða hvíld. Ymsir hafa getið sér til um, að
þjálfun hafi væg góðkynja áhrif á starf-
semi ýmissa innkirtla, svo sem aukna starf-
semi skjaldkirtils, aukna framleiðslu vaxt-
arhormóns og aukið þol gegn glucosu i
blóði,23 en ekki eru þó neinar rannsóknir
þekktar, sem staðfesta þetta.
ÖNDUN
Þjálfun hefur lítil áhrif á starfsemi
heilbrigðra lungna. Öndunarpróf breytast
sáralítið eða ekki. Hins vegar styrkjast
öndunarvöðvar og aukast að þoli með vax-
andi hæfni til ærobisks metabolisma, rétt
eins og aðrir þjálfaðir, þverrákóttir vöðvar.
I töflu I er dregið saman það, sem sagt
hefur verið hér á undan um áhrif þjálfun-
ar á líkamsstarfsemi, sérstaklega þó með
tilliti til hjarta- og æðakerfis. Virðist það
allt vera gott og blessað og mæla með
líkamsæfingum og þjálfun fyrir alla. Sá
böggull fylgir þó skammrifi, að líkams-
æfingar geta verið áhættusamar, einkum
fyrir fólk komið á miðjan aldur, sem kann
að hafa hjartasjúkdóma, dulda eða ódulda,
og er óvant líkamsáreynslu. Áður en æf
ingar eru ráðlagðar þurfa flestir því að
gangast undir læknisskoðun, blóðrannsókn,
hjartarafrit og nú á síðari árum svonefnd
æfingapróf eða þrekpróf. Verður næst vik-
ið að þeim og hvernig þau liggja til grund-
vallar skynsamlegum ráðleggingum um lík-
amsæfingar.
ÞREKPRÓF
(Exercise stress testing)
Þrek manna til að þola líkamlega
áreynslu, sem stendur lengur en um það
bil 2 mínútur, er fyrst og fremst háð hraða
ærobisks metabolisma, þótt gott ástand
vöðva og liða sé einnig veigamikið. Æro-
biskur metabolismi takmarkast af súrefnis-
flutningi í lungum, hjarta- og æðakerfi og
nýtingu súrefnis í vöðvunum. Því hefur
verið lýst, hvernig þessar takmarkanir
minnka við þjálfun og þrek manna eykst,
Það hefur þótt hafa nokkra kosti að geta
TAFLA II
Ábendingar og kostir þrekprófa.
1. Mæling á þreki manna til vinnu, íþrótta,
æfinga, daglegs lífernis o. s. frv.
2. Mat á ástandi hjarta- og æðakerfis.
a) Til nákvæmari sjúkdómsgreiningar.
b) Til ákvörðunar stigs og horfna
kransæðasjúkdóma.
c) Til að ráðleggja hjartasj. réttar æf-
ingar og vinnu.
3. Mat á árangri meðferðar, t. d. lyfja,
skurðaðgerða, æfinga, mataræðis o. s.
frv.
4. Hvatning til að hefja eða halda áfram
árangursríkri meðferð.
5. Hluti af læknisskoðun fólks yfir fertugt.
mælt þrek, t. d. til að kanna hæfileika til
íþróttaafreka, en þó einkum nú á seinni
árum til að meta hæfni hjarta- og æða-
kerfis, þar sem hjarta- og æðasjúkdómar
eru aðaldánarorsök fólks í vestrænum
löndum. í töflu II eru taldir upp helztu
kostir og ábendingar þrekprófa.
Öll þrekpróf byggjast í grundvallaratrið-
um á því, að mæld er súrefnisnotkun
(VOo) og ýmsar fysiologiskar breytingar
við líkamsáreynslu eða vinnu í þekktu
magni. Með vaxandi áreynslu eykst álag á
hjarta- og æðakerfi, og með mælingum á
hjartsláttarhraða, blóðþrýstingi, hjarta-
útfalli og hjartarafriti kemur oftast í ljós,
hvort hjarta hefur nokkra byggingar-
(organiska) eða starfsgalla (funktional).
Súrefnisnotkun er venjulega mæld í ml
eða lítrum á mínútu. Við hvíld er súrefnis-
neyzla 70 kg karlmanns 250-280 ml/mín,24
en getur aukizt 15-20 sinnum við áreynslu
og jafnvel meira í vel þjálfuðum íþrótta-
mönnum. Við klínisk próf er talið, að ein
hitaeining (kalóría) samsvari neyzlu 200
ml súrefnis.24 Þar sem orkuneyzla er háð
líkamsþyngd, eru við þrekpróf notaðar
aðrar einingar, sem nefndar eru MET
(metabolic equivalents). Eitt MET er orku-
þörf líkamans án tillits til þyngdar við
hvíld, sitjandi og vakandi. Það samsvarar
því næstum lágmarksefnaskiptum (BMR)
og er talið vera 3.5-4.0 ml súrefnis fyrir
hvert kílógramm líkamsþyngdar á mínútu.
Eitt MET manns, sem vegur 70 kg, væri
því 280 ml á mínútu eða 1.4 hitaein. á