Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.09.1976, Page 51

Læknablaðið - 01.09.1976, Page 51
LÆKNABLAÐIÐ 153 HJART- slAttar- HRADI 0 --------1------r---------1-------1-------;--1— 300 600 900 1200 1500 VINNUHRADI í KG-METRUM 'A MINUTU 1800 005 í 1.5 20 ^5~ 30 30 4^0 SLJREFNISNEYZLA (V02) I LITRUM 'A MINÚTU Mynd I. — Þrír jafnaldra, jafnþungir menn, A, B og C, ganga undir þrekmælingu. Mesti mögulegur hjartsláttarhraði (HR max) þeirra er hinn sami eða 190 á mínútu. A er í Ié- legri líkamsþjálfun, B er í góðri þjálfun og C er mitt á milli. Það er augljóst, að ef vinnu- hraðinn er ákveðinn og mældur er hjartsláttur, má ákveða súrefnisnotkunina. a) Sama vinna krefst jafnmikils súrefnis. b) Sami HR max — hægari hj.sl. í hvíld í þjálfuðum. c) B hefur hægari hjartslátt við sömu vinnu. d) Mestu vinnuafköst B eru mun meiri en A og C. e) Hj.sl. vex í beinni línu við vaxandi vinnu og Ofl neyzlu, en mishratt eftir ein- staklingum. f) Ef rétt er getið til um mesta hjartsláttarhraða, nægir að láta menn framkvæma með- alþunga (submaximal) vinnu, til að reikna út mestu vinnugetu og VO., þeirra — C. mínútu, en 80 kg manns 320 ml/mín. Þetta er hagkvæmt, því við samanburðar- athuganir skiptir meira máli hve mörg MET líkaminn er fær um að umsetja en hver súrefnis- eða hitaeininganotkun hans er. Til skýringar má nefna tvo menn, ann- an 70 kg en hinn 90 kg. Mesta súrefnis- notkun beggja við áreynslu er 2800 ml á mín. eða 14 hitaein., og er þá 70 kg mað- urinn fær um að umsetja 10 MET, en 90 kg maðurinn eingöngu tæplega 8 MET. Má því reikna með, að 70 kg maðurinn yrði í þessu tilviki töluvert þolbetri við framkvæmd sömu vinnu eða æfinga og gæti því lagt stund á erfiðari vinnu eða æfingar. Við þrekpróf er mikilvægast að ákveða mestu (maximum) framkvæmanlegu vinnu og mestu súrefnisnotkun (VOo max). Vinnan er mæld í kílógramm- metrum á mínútu (kg-m/mín) og er venjulega ákveðin af vinnutæki (ergo-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.