Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1976, Síða 53

Læknablaðið - 01.09.1976, Síða 53
LÆKNABLAÐIÐ 155 Mynd II. — Talið frá vinstri: Tveggja þrepa próf Masters, þrekhjól og færiband. er handhægur, fremur ódýr mælir, en get- ur gefið villandi upplýsingar um þrek þeirra, sem eru óvanir að hjóla. Á færibandi er gengið gegn snúningi bandsins og vinnan ákveðin með mismun- andi hraða og halla. Þessi mælir er tal- inn gefa nákvæmastar upplýsingar, og eru helztu kostir hans taldir þeir, að vinnu- afköst eru stöðug, en má þó auðveldlega breyta, og þau eru ekki háð áhuga og vilja sjúklings, þar eð hann verður að ganga, ellegar dettur hann af bandinu. Auk þess eru allir vanir að ganga, ef þeir eru vanir nokkurri áreynslu eða eru ekki fatlaðir. Það telst þó til ókosta, að slík tæki eru fremur dýr, fyrirferðarmikil og hávaðasöm. Það er nokkuð breytilegt, hvernig vinn- unni er stillt. Flestir hallast að því, að færibandspróf með stigvaxandi vinnu séu bezt (tafla IV).28 Þá er sjúklingur fyrst látinn ganga í 3 min við halla og hraða, sem samsvarar 2 MET orkunotkun. Á þriggja mínútna fresti er vinnan aukin um eitt MET, þar til æskilegu hjartsláttar- marki (target) er náð (tafla III), þ. e fysiologiskt takmark, ef annað stöðvar ekki prófið áður (tafla V), þ. e. pathologiskt takmark. Rétt er að láta ekki prófið drag ast mjög á langinn, eða a. m. k. leyfa sjúklingi að hvílast á milli, svo vöðva- þreyta takmarki ekki árangur, heldur þol hjarta- og æðakerfis. Mjög mikilvægt er að stofna sjúklingi ekki í neina hættu með þessu prófi, og þótt óvænt hættuástand við þessi próf sé mjög sjaldgæft, er rétt að gera allar var- úðarráðstafanir áður, svo sem taka góða sjúkrasögu, skoða sjúkling nákvæmlega, at- huga vel hjartarafrit, lungnamynd, öndun- arpróf og blóðrannsóknir. Ávallt skulu vera tiltæk áhöld og lyf til endurlífgunar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.