Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.09.1976, Side 61

Læknablaðið - 01.09.1976, Side 61
LÆKNABLAÐIÐ 159 ingum, svo sem göngu, skokki, hlaupi, sundi, hjólreiðum, fjallgöngu, dansi, skíða- göngu, skautahlaupi, róðri o. s. frv., sem hraða hjartslætti upp að æskilegu marki, venjulega 120-150 slögum á mínútu eða 70-85% af mesta (maximum) hjartsláttar- hraða, en það er skilyrði til að þrek og þol aukist. Rétt er að halda æfingunum áfram í 30-40 mínútur, en að lokum skal svo aftur gera léttar æfingar, svo kólnun verði ekki of skyndileg og bláæðablóð staðni ekki í útlimum. Sjúklingi skal alltaf ráðlagt að rembast ekki við æfingar, því slíkt (Valsalva maneuver) getur valdið hjartsláttaróreglu. Það er talið, að æfingar, sem hækka hjartsláttarhraða í 120-150 slög á mínútu, sé nóg að stunda 3svar sinnum í viku í 30-40 mín eða í 15 mín daglega, til að viðhalda eða auka þrek og vellíðan, þótt vísindalegar athuganir á þessu skorti. Ekki er sérlega mikilvægt, hverjar af ofangreindum þolæfingum sjúklingur vel- ur. Fyrir mestu er, að þær miði að settu marki, séu ánægjulegar og henti honum vel, svo hann fái áhuga á að halda þeim áfram reglulega. Flestum líkar betur við hópæfingar, sem hafa marga kosti, þótt þær leiði stundum til óþarfa og óæski- legrar samkeppni. Á æfingastöðvum fyrir hjartasjúklinga, og jafnvel, þar sem mið- aldra og eldra fólk æfir sig, eiga öll áhöld og lyf til endurlífgunar að vera til- tæk og starfsfólk þjálfað í meðferð þeirra. Árangur æfingarmeðferðar er nauðsyn- legt að meta öðru hverju með þrekprófi og mælingum á hjartslætti og blóðþrýst- ingi í hvíld og við æfingu. Sjúklingi og lækni ætti báðum að vera vel ljóst, að markmið æfinganna er ekki að gera sjúkl- ing að þjálfuðum keppnismanni, heldur að heilbrigðari og hamingjusamari einstakl- ingi. ENDURHÆFING EFTIR KRANSÆÐA- STÍFLU Með vaxandi tíðni kransæðastíflu í vest- rænum iöndum hafa augu manna opnazt fyrir hinum geypilega kostnaði, sem hún veldur, hvort sem menn heldur lifa af eða deyja. Að slenptu öllu bví tjóni og óhamingju, sem fylgir dauða ástvinar, fyr- irvinnu og þjóðfélagsþegns, nægir að benda á: Með ört hækkandi sjúkrahúskostnaði er hver legudagur mjög kostnaðarsamur og' því æskilegt, að geta útskrifað sjúkling sem fyrst. Fjarvera frá vinnu kemur nið- ur á vinnuveitanda sem greidd laun fyrir enga vinnu, og þá einnig í minni fram- leiðslu eða vinnuafköstum. Ef sjúklingur á ekki afturkvæmt til vinnu einhverra hluta vegna, þarf ríkið venjulega að greiða honum öryrkjalaun og missir auk þess af þeim skatti, sem hann annars hefði greitt af reglulegum launum sínum. Þá er ónefndur enn hinn ómældi kostnaður, sem felst í óhamingju og þunglyndi sjúkl- ings, sem getur ekki tekið upp fyrri lífs- hætti, og auðvitað fara þær raunir ekki fram hjá fjölskyldu og vinum. Það eru einkum tveir þættir, sem hindra sjúkling að snúa aftur til fyrri lífshátta. Annars vegar eru það líkamlegar tak- markanir, en hins vegar þau andlegu vandamál, sem fylgja aðlögun við flesta alvarlega sjúkdóma. Það var lengi talið, að fyrst eftir kransæðastíflu þyldi hjartað nær enga áreynslu, og var því sjúklingi haldið rúmföstum í margar vikur. Nú er hins vegar ljóst, að jafnvel á fyrstu dög- um eftir kransæðastíflu þolir hjartað tölu- vert álag. Löng rúmlega hefur mjög óæski- leg áhrif á bæði líkamlega og andlega líðan sjúklings. Margir hafa sýnt fram á kosti hóflegrar smávaxandi líkamsáreynslu með fótavist þegar á fyrstu viku eftir kransæðastíflu, og hafa því mörg sjúkra- hús-!l 30 31 hafið markvissa endurhæfingu þessara sjúklinga með greinilegri styttingu á legutíma og skjótari endurbata. Endurhæfingarlækningar sem grein af orkulækningum fást einkum við sjúklinga bæklaða af völdum sjúkdóma eða slysa á hreyfikerfi líkamans. Meðferðin miðar að því að veita sjúklingi á ný sem mesta líkamlega, andlega og félagslega hæfni, svo hann verði hamingjusamari, byrðir fjölskyldu hans verði léttari og samfélagið hagnist. Um aldaraðir var það hlutskipti heimilislæknis eða ættingja að sjá um þetta, en nú á öld sérfræðinga og æ flókn ara þjóðfélags hefur það sýnt sig, að sam- vinna fólks með sérkunnáttu á ýmsum svið- um heilbrigðismála hefur reynzt mun árangursríkari til lausnar vandamála sjúkl- inga. Það er nokkuð háð vandamálum

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.