Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 65

Læknablaðið - 01.09.1976, Blaðsíða 65
LÆKNABLAÐIÐ 163 TAFLA IX Helztu óæskileg viðbrögð kransæðasjúklings við líkamlegri áreynslu. 1. Hjartsláttur 110-120/mín. 2. Alvarleg hjartsláttaróregla. 3. Leiðslutruflanir. 4. Breyting á ST-T bili. 5. Vaxandi verkur í brjósti eða mæði. 6. S3 eða S4 „gallop“ við hlustun. 7. Miðbláæðaþrýstingur hækkar verulega. 8. Sýstólískur blóðþrýstingur breytist 20- 30 mm Hg. (hækkun eða lækkun) frá því í hvíld. unarkonu að kvöldi. Hjartsláttur og blóð- þrýstingur er mældur fyrir og eftir æfing- ar og skráð ásamt öðrum athugasemdum. Til að dreifa athygli sjúklings og vinna bug á þunglyndi, er honum gefin létt iðja eða leikir til að stunda í herbergi sínu, og er lögð áherzla á, hvað hann getur gert, frekar en hvað hann ekki má gera. 2. stig: í lok fyrstu viku er sjúklingur fluttur af hjartagæzludeild á almenna lyf- læknisdeild, þar sem hann nýtur nokkru minni hjúkrunar, og hjartasíritun er minnkuð til muna. Stigvaxandi æfingum er haldið áfram, eins og áður var lýst (tafla VIII). Jafnframt er farið að leggja á ráðin um langtímameðferð og endur- hæfingu. Sjúklingi og fjölskyldu hans er gerð grein fyrir eðli sjúkdómsins, hvernig megi bezt vinna gegn honum með læknis- meðferð á háþrýstingi, ofmagni fitu í blóði og sykursýki, með réttu fæðuvali og megrun, með því að hætta sígarettureyk- ingum, taka upp réttar líkamsæfingar og forðast spennu í daglegu lífi. Félagslegar aðstæður eru nú kannaðar, einkum með tilliti til heimilisaðstæðna og atvinnu sjúkl. og lagt á ráðin um hverra breyt- inga er þörf. Andlegt ástand og styrkur, áhugi á fullri endurhæfingu er metinn og viðeigandi meðferð og uppörvun veitt. í lok 3ju viku ættu flestir sjúklingar, sem ekki fengu alvarlega fylgikvilla krans- æðastíflu, að vera færir um að stunda alla þá iðju, sem krefst minni orku en sam- svarar 3-4 MET á mínútu (4-5 h.ein/mín), og eiga því að vera færir um að sinna persónulegum þörfum sínum, ganga rólega um gólf í 5-10 mínútur og hægt upp 10-15 þrep í stiga, án óæskilegra viðbragða (tafla IX). 3. stig: í lok 3ju eða byrjun 4. viku er sjúklingur útskrifaður og fer venjulega heim, en stöku sinnum á hjúkrunar- eða endurhæfingardeild, einkum ef um erfið tilfelli er að ræða. Markmið endurhæfing- ar á þessu stigi er, að sjúklingur verði hæfur til að hefja á ný alla fyrri iðju, þar með vinnu. Hér reynir minna á lækna og hjúkrunarlið, en meira á félagsráðgjafa, sjúkra- og iðjuþjálfa, matarfræðinga, fjöl- skyldu, vini og síðast en ekki síst á sjúkl- ing sjálfan. Leyfileg orkunotkun hækkar nú í 4-5 MET. Honum eru ráðlagðar stað- æfingar og gönguæfingar, sem smálengjast, ef hjartsláttur fer ekki yfir 110-120 slög á mín, hann finnur ekki til mæði eða brjóst- verkjar og óæskileg viðbrögð (tafla IX) koma ekki fram. Sjúklingur framkvæmir sjálfur æfingarnar heima daglega og 2- 3svar í viku á æfingadeild með sjúkra- þjálfa. Haldið er áfram fræðslu um áhættu- þætti kransæðastíflu, og fjölskyldunni er hjálpað að aðlagast breyttum heimihshátt- um og mataræði. Ef fyrra starf er metið of erfitt fyrir sjúkling, er hafizt handa um að fá vinnuháttum breytt eða finna annað starf við hæfi hans. Þótt kvíði og þunglyndi víki helzt, þegar sjúklingur finnur, að honurn vex líkamlegt ásmegin, þarf hann þó á ríkulegri hughreystingu að halda og jafnvel aðstoð geðlæknis og róandi lyfjum. Nákvæma læknisskoðun, sérstaklega á hjarta- og æðakerfi, með þrekprófi upp að orkunotkun 5 MET, ætti að framkvæma 6-7 vikum eftir kransæða- stíflu og veitir fátt sjúkl. meiri kjark en góð niðurstaða. 4. stig: 8-10 vikum eftir kransæðastíflu ætti sjúklingur að hafa náð aftur þreki til að stunda þá vinnu og daglegu iðju, sem hann áður var vanur, a. m. k. hluta úr degi. Hvort svo er, er metið af klínísku ástandi hans og viðbrögðum við áreynslu. Hér reynist því enn nauðsynlegt að fram- kvæma þrekpróf upp að orkunotkun, sem samsvarar starfi hans eða ráðlagðri vinnu og iðju. í USA er talið, að 20-30% krans- æðasjúklinga snúi ekki aftur til vinnu,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.