Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.1980, Qupperneq 43

Læknablaðið - 15.02.1980, Qupperneq 43
LÆKNABLADIÐ 23 greinabundin og loks tími sá, er þeir óskuðu þjálfunar á, lítt fyrirséður, yrði naumast hægt að koma á föstu námskeiðsformi að þessu leyti. Mö'gu- leika til þessarar viðbótarþjálfunar þyrfti að halda opnum, en sveigjanleiki í framkvæmd óhjákvæmi- legur og ekki raunhæft að semja um þetta námspró gram. -------O-------- Nefnd sú, er hér leggur fram tillögur sínar, fyrir hönd Skurðlækningafélags íslands, taldi sér ekki fært að semja tillögur urn framkvæmd kennslunnar, án þess að gera sér nokkra grein fyrir forsendum hennar. Þessi könnun og mat á forsendum er ein helzta ástæða þess, að óhóflega hefur dregizt, að nefndin skilaði tillögum sínum til Læknafélags ís- lands. Eftirfarandi meginforsendur leyfði nefndin sér að kanna og meta: I. Almennar forsendur Læknafélags íslands fyrir því, að æskilegt sé að framhaldsnám fari fram á íslandi. II. Könnun á þörf fyrir sérfræðinga í handlæknis- fræðunt. III. Möguleikar á framkvæmd þjálfunar hériendis. Með því, að íslendingar hafa, fram að þessu, mestan part sótt sína sérmenntun í handlæknisfræðum til nágranna sinna, austanhafs og vestan og augljóst má vera, að þangað verða fyrirmyndirnar einkum sóttar um ókomna tíð, reyndi nefndin að afla sér upplýsinga um framkvæntd sérfræðimenntunar og mat á þörfum fyrir sérfræðinga í þessum löndum. Leitað var því eftir upplýsingum hjá lækna- samtökum og/eða heilbrigðisyfirvöldum I Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Finnlandi, Bretlandi og Banda- ríkjum Norður-Ameríku. Upplýsingar frá þessum löndum voru misgreinargóðar. Grundvöllur þeirra eru laga- og reglugerðarákvæði hlutaðeigandi lands um kröfur til og um framkvæmd menntunarinnar. Þar eð oft vill verða misræmi milli skráðra ákvæða og framkvæmd þeirra, var reynt að afla upplýsinga um framkvæmdina hjá nokkrum einstaklingum, er voru eða verið höfðu nýlega við framhaldsnám I nokkrum þessarra landa (Danmörk, Svíþjóð, Bret- land, Bandaríkin) og stuðzt við upplýsingar þessarra einstaklinga. Tillögur Læknafélags íslands frá 1975 virðast taka mjög mið af þeim reglugerðum um framhalds- menntun lækna, er þá voru nýlega settar á Norð- urlöndunum, en ekki nema að litlu leyti komnar til framkvæmda.Norðurlandaráð hafði 1962 mælt með samræmingu á framhaldsmenntun lækna I þessum löndum og íslenzk stjórnvöld gefið út viljayfirlýsin- gu tveimur árum síðar, um að fylgja samræmdum norrænum reglum. Mjög er eðlilegt að taka mið af slíkum reglum, þar sem Island hefur sótt fyrirmyndir að heilbrigðiskerfi sínu til hinna Norðurlandanna og mikið til einnig fyrirmyndirnar að menntakerfinu. Norðurlönd og þar með fsland, eru ennfremur sameiginlegur vinnumarkaður og mun svo verða framvegis. Enda þótt miklu af samræmdum reglum á þessum vettvangi hafi verið hrundið í framkvæmd á Norðurlöndunum nú síðari árin, er enn nokkur munur þar á sérfræðiþjálfuninni og reglurnar raunar sífellt I endurskoðun í hinum einstöku löndum og ýmissa fyrirmynda leitað utan Norðurlanda. Einkum hefur hina síðari áratugi verið leitað fyrirmynda til engilsaxneskra landa um sérmenntun og sýnist eðlilegt, að Islendingar geri það einnig, enda er þar sitthvað að finna, er bæta mætti úr ágöllum í framhaldsmenntun skurðlækna á Norðurlöndumt. Bera tillögur nefndarinnar þessu sjónarmiði hennar vitni. í tillögum Læknafélags íslands er bent á tvö menntunarkerfi, er einkum komi til greina, þ.e.a.s. opið kerfi, sem leyfir öllum hæfum að menntast og lokað kerfi, þar sem þjálfunarplássum er hagað'í samræmi við þarfir hlutaðeigandi samfélags. Telur nefndin rétt að hafa þetta ríkt í huga, þegar mælt er með því, að hrundið verði í framkvæmd skipulagðri sérfræðiþjálfun hérlendis. í Danmörku, Noregi og Svíþjóð eru nú mikið til lokuð kerfi. Sama er að segja um Bretland, en opið kerfi hafa ennþá Bandaríki Norður-Ameríku. Þó örlar þar á lokun kerfisins, sem birtist m.a. I því, að hömlur hafa verið settar á að útlendingar, þ.á.m. íslendingar, stunduðu þar sérnám. Líklegt má telja, að Bandaríkjamenn loki enn frekar sínu kerfi, ekki sízt á sviði handlækn- inga, þar sem nú þegar er offramleiðsla á almennum skurðlæknum í því landi og ólíklegt er, að Banda- ríkjamenn fjárfesti til langframa I starfsmenntun manna, sem þeir hafa ekki þörf fyrir. Ad. I í greinargerð með tillögum L.í. er því slegið föstu, að æskilegt sé, að íslenzkir læknar hljóti framhalds- menntun sína hérlendis, að því marki, sem aðstæður framast leyfa. Tilgreindar eru sex meginástæður til þessa. Eru þær settar fram í formi staðhæfinga. Nefndin leyfir sér að gaumgæfa staðhæfingar L.l. á eftirfarandi hátt: Staðhæf. 1 Aukin sérhæfing og stytt háskólanám með minnk- aðri starfsþjálfun krefst aukinnar þjálfunar á sér- sviðinu. Ath. Þetta er rétt en gefur út af fyrir sig ekki tilefni til þess, að sérþjálfunin fari fremur fram hérlendis en erlendis. Staðhæf. 2 Þjóðhagslegur ábati af því, að læknar starfi í framhaldsnámi innanlands.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.