Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.1980, Qupperneq 50

Læknablaðið - 15.02.1980, Qupperneq 50
28 LÆKNABLADID Bretland Lengi vel var eftirlit og framkvæmd sérnáms í Bretlandi í höndum eins konar klúbba aða svæðafél- aga en á síðustu árum hefur verið komið föstu og sanrræmdu formi á framhaldsmenntum lækna í Bretlandi og Norður-írlandi. í handlæknisfræðum er þjálfunarkerfið í megin- atriðum lokað, með verulegri miðstýringu, einkum I seinni hluta sérfræðinámsins, f>ar sem heilbrigðis- yfirvöld ákvarða tölu þeirra, sem ftjálfun fá og hafa hana í meginatriðum í samræmi við áætlaða pörf. Það er heilbrigðismálaráðuneytið, sem rnetur ftörfina á sérfræðingum, en sameiginleg nefnd skurð- læknafélaganna; The Joint Committee for Higher Surgical Training, sem sér um framkvæmd og eftirlit ftjálfunarinnar, svo og veitir sérfræðiréttindi —- accreditation. Þessi nefnd hefur samræmt ftjálfunar- áætlanir og fært ftjálfun I mun fastari skorður en hún áður var og er ftjálfunaráætlun skv. síðustu skýrslu nefndarinnar frá 1/9 1976, að ýmsu leyti ítarlcgri en aðrar fáanlegar sérfræðiáætlanir, par með taldar bandarískar áætlanir. Brezku kröfurnar virðast vera nokkru strangari en gerðar eru meðal annarra pjóða, fyrir ftá, sem full sérréttindi hljóta. Þar er ítarlegar lýst en annars staðar, hvað menn eigi að leggja áherzlu á I f>jálfuninni og hvernig. Skv. brezku reglurium er fijálfuninni skipt í tvö stig, þ.e.a.s. fyrri hluta þjálfunar, sem lýkur með »fellowship«-prófi og hins vegar í æðri skurðlækn- ingaþjálfun — »higher surgical training« — sem ekki lýkur með prófi, heldur umsögn. Fellowship-prófi er skipt í tvennt, þ.e. »primary« og »final examination«. Leyfilegt er að ganga upp til »primary examina- tion« eftir að lokið hefur verið 1 árs starfi á tilteknum deildum eftir læknapróf, þ.e. þegar hlut- aðeigandi hefur lokið hliðstæðu námi og kandidat- sár er hérlendis. Viðfangsefni prófsins, sem er að mestu í fjölvals- formi, en að nokkru leyti munnlegt, er líffærafræði, þar undir vefjafræði, fósturfræði, svæðalýsing og samanburðarlíffærafræði, lífeðlisfræði og grundvall- aratriði meinafræði, eins og þessar greinar tengjast cliniskri læknisfræði. Ætlazt er til að læknakandídat- inn kunni skil á grundvallaratriðum vísindalegra aðferða og kunni að meta árangurinn með frumatrið- um staðtölufræði og viti skil á nútima rannsóknar- aðferðum. Prófverkefni siðari ára eru fáanleg á prenti til frekari glöggvunar. Er læknirinn hefur unnið 4 ár á tilteknum spítaladeildum, í aðstoðarlæknisstöðu, leyfist honum að ganga upp til »final examination. Á þessum aðstoðarlæknisárum fær hann talsverða þjálfun I aðgerðatækni, en ætlazt er til þess, að hann haldi áfram að afla sér þekkingar á grundvallarfögum I tengslum við cliniska meðferð. Verkefni »final examination« eru handlæknis- fræði, þar undir talin líffærafræði og meinafræði, að því leyti, sem þessar greinar tengjast handlæknis- fræðinni. Prófið er skriflegt, munnlegt og cliniskt. »Fellowship«-próf veitir ekki sérfræðiréttindi, en er hins vegar skilyrði þess, að menn fái að halda áfram i síðari hluta námsins — »higher surgical training«. Ekki komast þó þar að allir sem vilja og hafa lokið »fellowship«-prófi, því aðgangur að seinni hluta námsins er mjög takmarkaður og að öllu leyti miðstýrður. Þeir sem hætta að loknum fyrri áfanga munu yfirleitt hverfa að almennum lækning- um eða flytjast úr landi, enda er verulegur hluti þeirra frá samveldislöndum breta. Fram að þessu hafa auk þess sumir hverjir unnið á spítölum meira eða minna sjálfstætt, án þess þó að hafa yfirlækn- isstöðu. Eitt ár skal líða frá »fellowship«-prófi þar til læknirinn nrá hefja whigher surgical training«. Þar er þjálfunartími, nokkuð mislangur eftir því hver undir- grein handlæknisfræðinnar á I hlut, en t.d. yfirleitt 4 ár í alm. handlækningum og bæklunarlækningum, 3 ár í lýtalækningum og 5 ár í taugaskurðlækningum o.s.frv. Þjálfunin miðar að því að gera menn hæfa til að gegna yfirlæknisstöðu og kennslustöðu (consul- tant). Þjálfunin fer fram á háskóladeildum eða háskóladeildufn og svæðisspítölum þeim tengdum og er það æskilegast. Reiknað er með því að allt að einu ári af þessu tímabili sé varið I rannsóknarstarf- semi, annaðhvort grundvallarrannsóknir eða clini- skar rannsóknir. Lögð er áherzla á vaxandi sjálfstæ- ði og ábyrgð þess, sem í þjálfun er og alhliða þjálfun í greininni. Þjálfunarstöðurnar eru tengdar yfirlæ- knum (consultants). Til þess að fá alhliða þjálfun þurfa menn því að vera I læri hjá nokkrum »consultants«. Að loknum þjálfunartíma gefa leiðbeinendurnir (consultants) umsögn um hlutaðeigandi lækni, sem þá fær sérfræði- réttindi, ef hann hefur staðið sig vel. þau réttindi hafa fram að þessu ekki tryggt mönnum »consul- tant’s«-stöðu þar eð fram að þessu hafa stöðurnar verið færri en umsækjendurnir. Þjálfun I handlæknisfræðum í Bretlandi tekur því u.þ.b. 9 ár frá læknaprófi, ef hlutaðeigandi er svo heppinn að geta haldið áfram á þeirri braut hindrun- arlaust. Þetta segir þó ekki alla söguna, þar eð Bretar telja æskilegt, að meðalvinnutími á viku í þjálfun sé 80 klst. Er þetta augljóslega lengri vinnutími en tíðkanlegur er í skandinavisku löndu- num. en svipaður því vinnuálagi, sem venjulegt er í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Sérstök nefnd í hverri sérgrein kannar og metur menntunarhæfni einstakra spítala, einstakra spítaladeilda og sér í lagi einstakar aðstoðarlæknisstöður. Ekki verður séð að nefndirnar, a.m.k. í alm. handlækningum og bækl.lækningum, hafi sett sér algerlega fastar reglur, sem kennsluhæfnin sé metin eftir. I fyrra hluta náms I alm. handlækningum, þ.e.a.s. fyrir »fellowship«-próf, eru þessi helztu atriði, sem tekin eru tillit til: Staðan á að vera til þess fallin, að veita kandídatinum góða þekkingu og reynslu I skurðlækn-

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.