Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.1980, Page 5

Læknablaðið - 15.09.1980, Page 5
LÆKNABLADID 195 Helga Hannesdóttir, *) Jón, G. Stefánsson 2) GEÐLÆKNISFRÆÐILEG RANNSÓKN Á FJÖLSKYLDUM TOGARASJÓMANNA INNGANGUR Kunnugt er, aö meðal peirra sem stunda fiskveiðar, er mjög há slysatíðni og einnig há tíðni innlagna á geðsjúkrahús (6, 10, 12, 14). Þá er einnig margt, sem bendir til að sjúkdóma- tíðni sé aukin hjá eiginkonum og börnum pessara sjómanna. Fugelli (4) rannsakaði geð- heilsu meðal íbúa fiskibæja í Norður-Noregi. Hann komst að þeirri niðurstöðu, að algengi geðsjúkdóma væri þar mjög há og taldi, að um væri að kenna þeirri hættu og óvissu er væri samfara starfi sjómannsins svo og því, að vegna starfsins væri ekki um að ræða venju- legt fjölskyldulíf. Tiller (13) rannsakaði, hvaða áhrif fjarvera föður hefur á persónuþroska barna í norskum sjómannafjölskyldum. Hann komst að þeirri niðurstöðu, að bæði drengir og stúlkur í þessum fjölskyldum væru ó- þroskaðri, ofverndaðri og háðari mæðrum sínum en börn i samanburðarhóp. Aðrar rann- sóknir á áhrifum fjarveru annars foreldris benda í sömu átt (8, 11, 9). í rannsókn þeirri er hér greinir frá, eru borin saman heilsufarsleg vandamál eigin- kvenna og barna hóps íslenskra togarasjó- mannaoghópsverksmiðjustarfsmanna.Sérstök áhersla er lögð á samanburð geðheilsufars- legra vandamála. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐ Rannsókn þessi er hluti viðameiri athugunar á hópi togarasjómanna frá læknisfræðilegu, sál- fræðilegu og félagsfræðilegu sjónarmiði (5). Rannsóknin var undirbúin í samvinnu við sjómannafélög og samtök togaraeigenda. Fór gagnasöfnun fram á árunum 1976 og 1977 og úrvinnsla gagna á árunum 1978 og 1979. Alls voru skoðaðar áhafnir 5 togara og fór athugun- in fram um borð í togurunum í byrjun veiði- ferðar. Þeir áhafnarinnar er voru í sambúð voru beðnir að segja konum sínum frá rann- l)Geðdeild Barnaspítala Hringsins, 2)Geðdeild Landspítal- a.ns. Greinin barst ritstjórn 09/01/1980. Sampykkt i endan- legu formi 07/02/1980. sókninni og um leyfi til að hafa mætti samband við þær af rannsakendunum. Samanburðarhópur var valinn úr starfs- mönnum fjögurra verksmiðja sambærilegur með tilliti til kyns, aldurs, menntunar og ábyrgðar í starfi við þær fjórar togaraáhafnir er skoðaðar voru fyrr. Var samanburðarhópur- inn einnig skoðaður á vinnustað og farið að á sama veg og við togarasjómennina. Haft var samband við konur þeirra er voru í sambúð og ákveðinn tími til að eiga við þær viðtal heima hjá þeim og reynt að koma því svo fyrir, að eins margir meðlimir fjölskyldunn- ar og mögulegt var yrðu þá heima. Læknir (H. H. eða J. G. S.) átti síðan tal við konuna og aðra fjölskyldumeðlimi eftir ástæðum. Notað var hálf kerfisbundið viðtalsform til að fá sambærilegar upplýsingar frá konunum. Við börnin var rætt á opinn og ókerfisbundinn hátt og þeim gefið tækifæri til að tjá sig með teikningum og í leik. í lok viðtalsins var konan látin fá eyðublað með spurningum um almennt heilsufar (Cornell Medical Index Health Que- stionnaire) (3) og beðin að fylla það út. Það var síðan sótt af rannsakanda eða sent til hans í pósti. Að viðtalinu loknu var heilsufar hvers ein- staklings metið og gengið frá sjúkdómsgrein- ingu fyrir þá sem það átti við. Þeir tveir læknar er að rannsókninni unnu, skoðuðu saman 15 fjölskyldur og báru síðan saman mat hvors um sig til þess að reyna að tryggja sem best samræmi í mati. NIÐURSTÖÐUR Áhafnir togaranna voru alls 116 menn og af þeim var 61 í sambúð. í samanburðarhópnum var 81 maður og af þeim 59 í sambúð. Af þessum 120 fjölskyldum var 21, sem ekki vildi taka þátt í rannsókninni eða ekki tókst að ná sambandi við konuna. Fjórtán þeirra er ekki voru skoðaðar voru sjómannafjölskyldur. Meðalaldur sjómannakvennanna var 3.6 árum hærri en kvenna í samanburðarhópnum, en

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.