Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1980, Síða 19

Læknablaðið - 15.09.1980, Síða 19
LÆKNABLADID 205 Ingvar Bjarnason, Jónas Hallgrímsson C ARDIOM Y OPATHIA HYPERTROPHICA Könnun á tíðni sjúkdómsins í krufningum á Islandi á árunum 1966-1977. INNGANGUR Cardiomyopathia hypertrophica (hypertrop- hic cardiomyopathy) er hjartasjúkdómur af ópekktum uppruna. Sjúkdómnum var fyrst lýst á árunum 1957-1958 (3, 4, 15). Kliniskt er hann í ýmsum myndum eða allt frá pví að vera einkennalaus og til pess að valda hjartabilun og leiða til dauða. Arfgengi er vel pekkt. Hjá peim, sem hafa dáið með sjúkdóminn hafa eftirfarandi breytingar í hjarta verið mest áberandi: 1) mikil pykknun í vinstri ventricu- lus, sem oftast er hlutfallslega mest um ntiðbik septum, 2) óregluleg lega vöðvafruma í septum og 3) lítil eða eðlilega stór hólf beggja ventricla (14). Samkvæmt sjúkdómsmynd má skipta sjúklingunum í tvo hópa eftir pví, hvort pykknunin í vinstri ventriculus veldur hindrun á útrennsli blóðs í systolu eða ekki (obstructiv eða non-obstructiv hypertrofisk cardiomyopa- thia). Þessi athugun, sem hér er birt, var gerð til pess að finna tíðni sjúkdómsins í krufningum á íslandi og leita upplýsinga um erfðir hans. í eftirmála er greint frá stuttri erfðafræðilegri athugun á einni ætt. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Krufningarskýrslur Rannsóknastofu Háskól- ans við Barónsstíg frá árunum 1966 til 1977, eða í 12 ár, voru athugaðar í leit að sjúkling- um, sem höfðu haft cardiomyopathia hyper- trophica. Á pessum árum dóu 9587 karlar og 7595 konur eða samtals 17.182 íslendingar. Á stofnuninni voru krufðir 3598 karlar og 2182 konur eða samtals 5780 og eru pað 37.5 af hundraði karla og 28.7 af hundraði kvenna eða samtals 33.6 af hundraði allra látinna á landinu. Nýburar eru taldir með, en ekki andvana fæddir. Sjúkdómurinn var greindur eftir útlitslýs- ingu á hjarta eins og séð var með berum Frá Rannsóknastofu Háskólans, v/Barónsstíg. Reykjavík. Greinin barst ritstjórn 21/01/1980. Samþykkt í endanlegu formi 07/02/1980. augum og í sumum tilfellum var hægt að endurskoða með smásjá sýni úr hjartavöðva. Annar okkar (J. H.) hafði upprunalega séð öll hjörtun, og auðveldaði pað mikið petta endur- mat. Nöfn pess fólks, sem pannig fannst, voru send Erfðafræðinefnd Háskólans, og voru ættir pess raktar. Þannig fengust upplýsingar um fæðingardag og fæðingarstað barna, syst- kina, foreldra, foreldrasystkina og föður- og móðurforeldra peirra dánu, svo og dánárdaga, pegar pað átti við. Skýrslur um krufningar á ættingjum, sem dáið höfðu á árunum 1950 til 1978 voru síðan athugaðar. NIÐURSTÖÐUR í krufningarskýrslum fundust lýsingar á 10 sjúklingum, sem höfðu haft cardiomyopathia hypertrophica. Þar við bættist svo ellefti sjúklingurinn, sem skýrsla var til um, en hann hafði dáið og verið krufinn utan Reykjavíkur, en hjartað verið sent stofnuninni til athugunar. Af pessum krufningum voru 8 réttarkrufningar og 3 spítalakrufningar. Kyn, dánarár, dánaraldur, hjartapungi og upplýsingar um dána ættingja sjást í töflu I. Karlar voru 8 og konur 3. Tíðni sjúkdómsins meðal peirra, sem krufðir voru, var 0.22 af hundraði meðal karla og 0.14 af hundraði meðal kvenna. Þegar á heildina er litið, er cardiomyopathia hypertrophica frekar sjald- gæfur sjúkdómur, par sem að meðaltali fannst tæplega einn sjúklingur á ári. Á hinn bóginn er athyglisvert, að 9 af pessum 11 sjúklingum dóu yngri en 50 ára, og að af pessum 9 voru 8 karlar (mynd 1). Meðalpungi hjartanna var mikið aukinn, eða 606 g hjá körlum og 447 g hjá konum (miðað við hámarkspunga eðlilegs hjarta 360 g hjá körlum og 280 g hjá konum). Meðalaldur karla var 29 ár og kvenna 53 ár, eða samtals 35 ár. Elst var kona, 64 ára, og yngst 4 mánaða sveinbarn. Er sjaldgæft að finna sjúkdóminn á svo ungum aldri.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.