Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.09.1980, Qupperneq 20

Læknablaðið - 15.09.1980, Qupperneq 20
206 LÆKNABLADIÐ Table 1. Eleven patients with hypertrophic cardio- myopathy at autopsies in the years 1966-1977. Dead relatives Sex Year of death Age Weight of heart in g 1950-1978 number autopsied 1 M 1966 37 ys 700 4 0 2 M 1967 22 - 700 3 1*) 3 M 1970 22 - 465 3 1*) 4 F 1971 54 - 590 1 0 5 F 1972 64 — 385 5 1 6 M 1973 43 — 640 1 0 7 M 1976 39 — 600 4 0 8 M 1976 4 mts 110 0 0 9 M 1977 47 ys 565 2 0 10 M 1977 20 — 465 5 2 11 F 1977 40 — 365 5 1 *) Cousins and therefore have the same close relatives. □ o □ □ □ □ □ □ □ o o --1-1--1-1-1--1-r 0 10 20 30 40 □ Males o Females 50 60 70 Age Fig. 1. Age at death for 8 males and 3 females with hypertrophic cardiomyopathy. Fig. 2. An Icelandic family with hypertrophic cardio- myopathy. Níu sjúklinganna dóu skyndilega, aö því er talið var vegna hjartasjúkdómsins, einn hafði hjartavöðvadrep þar að auki og einn dó af slysförum. Samkvæmt sjúkrasögu og upplýsingum, sem fylgdu beiðni um krufningu, höfðu 6 sjúklinganna engin einkenni um hjartasjúk- dóminn fyrir andlátið, 2 höfðu haft hjartaó- hljóð og stóð fyrir dyrum rannsókn á þeim, og 3 sjúklinganna höfðu haft dæmigerð einkenni um sjúkdóminn og hafði hann þegar verið greindur. Könnun á ættartengslum milli þessara 11 sjúklinga leiddi í Ijós, að númer 2 og 3 voru systkinabörn, en annar skyldleiki fannst ekki (tafla I). Þrjátíu nákomnir ættingjar þessara 11 dóu á árunum 1950 til 1978. Af þeim höfðu 5, eða 17 af hundraði, verið krufðir og fannst cardiomy- opathia hypertrophica hjá einum þeirra. Var það móðir nr. 5 (tafla I), sem dó árið 1951. Okkur hafa síðan borist upplýsingar um, að sonur nr. 5 hafi dáið á síðastliðnu ári (1979) og sjúkdómurinn verið greindur við krufningu. Eins og lýst er í eftirmála þessarar greinar hefur könnun á ætt nr. 4 (tafla I) leitt í ljós 3 lifandi ættingja með sjúkdóminn. í sjúkrasögu, sem fylgdi nr. 11 (tafla I), kom fram, að bróðir væri á lífi með sjúkdóminn og að faðir hafi dáið um fertugt úr »hjartaslagi«, en ekki verið krufinn. Arfgeng cardiomyopathis hypertrophica fannst því hjá 5 sjúklingum, eða 46 af hundr- aði, úr hópi þeirra 11, sem við höfðum til athugunar úr krufningunum. UMRÆÐA Spurningunni um tíðni cardiomyopathia hy- pertrophica meðal allra, sem deyja, verður ekki svarað að fullu með því að benda á tíðni sjúkdómsins meðal þeirra, sem eru krufðir. Þó getur tíðni sjúkdómsins í krufningum gefið nokkra vísbendingu einkum í landi eins og íslandi, þar sem tíðni krufninga er há. Við teljum Iíklegt, að meiri hluti karla, sem dó með cardiomyopathia hypertrophica á tímabilinu hafi komið til krufningar. Sú skoðun byggist á tvennu. í fyrsta lagi voru gerðar krufningar á 50 til 60 af hundraði þeirra, sem dóu á landinu á aldrinum 15 til 64 ára (12). Svipaður hundraðshluti krufninga var einnig meðal þeirra, sem dóu innan 15 ára aldurs. Krufningum á 65 ára og eldri fækkaði aftur á

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.