Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.1980, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 15.09.1980, Blaðsíða 29
LÆKNABLADID 213 + fjarlægðra + viðgerðra fullorðinstanna var 1.3 í sex ára börnum og 2.8 meðal sjö ára barna. Tíðni tannskemmda í 2-7 ára börnum á íslandi var ein sú hæsta, sem um getur í heiminum (10). Árið 1962 hófst rannsókn á tíðni og út- breiðslu tannskemmda í fullorðinstönnum 3452 íslendinga fimm ára og eldri (2). Meðal- tala skemmdra + fjarlægðra + viðgerðra tanna jókst stöðugt úr 2.1 í 5-9 ára hópnum upp í 18.5 í 30-34 ára hópnum og var orðin 25.1 í íslendingum eldri en 64 ára. Hlutfallstala íslendinga, sem voru tannlausir, var gífurlega há, eða 37.5 af hundraði í 18-79 ára gömlu fólki. Til samanburðar má geta pess, að sambærileg hlutfallstala meðal hvítra manna í Bandaríkjunum var 19.2 af hundraði. Á síðustu tveimur áratugum hefur myndast töluvert safn fræðirita um tíðni munnsjúk- dóma meðal fslendinga (2, 3, 7, 8, 9, 10, 11, 12). Þótt tvö pessara rita fjalli um tannskemmdir (2, 10), er framsetning gagna, sem par er að finna, ekki hagkvæm til úrvinnslu til lausna á spurningum, sem hljóta að vakna, við bein afskipti hins opinbera af tannlæknapjónustu. Við stofnun tannlækningatrygginga virðist eðlilegt að leita svara við eftirfarandi spurning- um: 1. Hver er tíðni tannskemmda á meðal íslend- inga? 2. Er tíðni tannskemmda sú sama í kaupstöð- um og í sveitahéruðum? 3. Hver er áætlaður kostnaður tannlæknapjón- ustu fyrir pá, sem rétt eiga til tannlækninga- trygginga? 4. Er ekki tímabært að kanna leiðir, sem minnkað gætu tíðni tannskemmda og ann- arra munnsjúkdóma á íslandi? Söfnun gagna, til pess að geta svarað, a.m.k. að mestu leyti, pessum spurningum, var fram- kvæmd á árunum 1969-70. Pá var hópur íslenskra barna og unglinga skoðaður og nákvæmar skýrslur gerðar um ástand barna- og fullorðinstanna peirra. í pessari grein verður skýrt frá fyrirkomulagi og helstu niðurstöðum pessarar rannsóknar og reynt eftir megni að varpa ljósi á ásigkomu- lag tannheilbrigði meðal íslenskra barna og unglinga. í grein, sem birt verður síðar, verður rætt um kostnaðarhlið tannlæknispjónustu fyrir pennan aldursflokk, og gerð grein fyrir aðgerðum, sem dregið gætu allverulega úr tíðni tannskemmda á íslandi. EFNIVIÐUR OG RANNSÓKNARAÐFERÐ Könnun á tíðni tannskemmda 1969-1970 Kannað var ástand barna- og fullorðinstanna í 6-14 ára íslenskum börnum. Rannsóknarsvæð- in voru Vestmannaeyjar, Akranes og sveita- héruð í Árnessýslu, p.e. tvö kauptún og eitt landbúnaðarsvæði. Með aðstoð gagna frá Hagstofu íslands voru gerðar skrár yfir öll 6- 14 ára börn, sem fæðst höfðu á hverju rannsóknarsvæði. Þessar skrár voru síðan notaðar til pess að velja um einn-fjórða barnanna á hverju svæði til pátttöku í rann- sókninni. Val til pátttöku var gert af handahófi (»random sampling«) og sá Department of Biostatistics Alabama Háskóla um pann lið rannsóknarinnar. Alls voru 870 börn valin til skoðunar, en 795 (91.3%) uppfylltu öll skilyrði til pátttöku. Megin orsök úrfellingar var meir en sex mánaða samfelld fjarvera barnsins frá rann- sóknarsvæðinu, par sem var fætt og uppalið. Þessi úrfelling gerði aðallega vart við sig í 13 og 14 ára aldurshópunum í sveitahéruðunum og orsakaðist af skólasókn barnanna, en flest 13-15 ára sveitabörn sækja skóla, sem stað- settir eru í kaupstöðum eða verslunarsvæðum sveitarinnar. Geta ber pess, að ekkert barn, sem valið var til skoðunar, neitaði pátttöku í rannsókninni. Alls voru 795 börn skoðuð, 395 drengir og 400 stúlkur. Flokkun pátttakenda eftir búsetu, aldri og kyni er sýnd í töflu I. í Vestmannaeyjum og á Akranesi voru börnin skoðuð á stofu tannlæknis hvers svæðis eða á hjúkrunarstofu barna- og unglingaskóla staðanna. í Árnessýslu voru börnin skoðuð í hverfisskólum eða á heimilum peirra, ef ekki náðist til barnanna í skólunum. Ef skoðunin fór fram utan tannlæknastofu, var notast við meðfluttan Ijósaútbúnað og höfuðpúða, til pess að staðla skoðunina. Greinarhöfundur framkvæmdi allar skoðan- irnar á börnunum. Munnspegill og sonda voru notuð í hverri skoðun og nægilegar birgðir voru fyrir hendi, til pess að sótthreinsa tækin eftir hverja skoðun. Til pess að fyrir- byggja slit var engin sonda notuð oftar en tíu sinnum. Tennurnar voru ekki hreinsaðar áður en skoðun fór fram, en matarleifar voru fjarlægðar, ef pær hindruðu nákvæma skoðun. Aðstæður útilokuðu notkun roentgenmynda. í eftirfarandi er gerð grein fyrir helstu atriðum viðkomandi framkvæmd skoðuninnar,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.