Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.1980, Side 36

Læknablaðið - 15.09.1980, Side 36
218 LÆKNABLAÐID er almennt talin vera með f>ví hæsta sem um getur í heiminum. 2. Magn viðgerðra tanna (»Viðgerðar-stig«) Fyrir nokkrum árum birtist grein í ensku tannlæknariti, þar sem lýst var aðferð til f>ess að kanna á hvaða stigi viðgerðir á tönnum væru á tilteknum svæðum (5). Þetta »viðgerð- ar-stig« (Restorative Index) finnst með pví að reikna út hundraðstölu viðgerðra tanna af öllum viðgerðum + skemmdum tönnum. »Viðgerðar-stigið« var reiknað út fyrir íslensku börnin og kom í ljós, að í 12-14 ára börnum var stigið um 50%, en í 6-11 ára gömlum börnum var meðaltala viðgerðar- stigsins 24%, p.e. í 6-11 ára börnum hafði aðeins einn-fjórði tanna, sem báru merki tannskemmda, fengið nauðsynlega viðgerð. í sex og sjö ára börnum voru viðgerðar- stigin 11 % og 18%. Þessar lágu hundraðs- tölur ítreka pörf pess að auka almennings- fræðslu um nauðsyn pess að láta fylgjast vel með heilbrigði tannanna í börnum á pessum aldri. Samanburður var gerður á viðgerðar-stig- inu fyrir fullorðinstennur í íslenskum börnum og börnum í Danmörku (6), á Lewis-eyju (4) og í Noregi (13). Viðgerðar-stigið reyndist aðeins hærra á íslandi en í Danmörku og á Lewis-eyju, en töluvert lægra en í Noregi (tafla VIII). Þess verður að geta, að tveir priðju íslensku barnanna (kaupstaðabörnin) höfðu notið fjárhagslegrar aðstoðar sveitarfélags síns vegna tannviðgerða, en hvorki dönsku börnin né börnin á Lewis-eyju fengu slíka aðstoð. Aftur á móti höfðu öll norsku börnin notið skipulagðrar tannlæknispjónustu hins opinbera. 3. Tíðni tannskemmda eftir búsetu barnanna Eins og áður er getið voru börnin, sem pátt tóku í rannsókninni, búsett í Vestmannaeyjum, á Akranesi og á sveitaheimilum í Árnessýslu. í línuritum, sem fylgja eftirfarandi greinargerð á tíðni tannskemmda á pessum stöðum, var rannsóknarsvæðunum gefið eftirfarandi tákn- heiti: Vestmannaeyjar = Svæði 1, Akranes = Svæði II og Árnessýsla = Svæði III. Ennfrem- ur voru börn hvers svæðis flokkuð í stærri aldursflokka, p.e. 6-8 ára, 9-11 ára og 12-14 ára, til pess að koma í veg fyrir of smáa hópa til tölfræðilegra athugana. Barnatennur A mynd 5 eru sýndar meðaltölur barnatanna, sem til staðar voru, og meðaltölur skemmdra + viðgerðra (df) og heilbrigðra barnatanna eftir búsetu og aldursflokki barnanna. Meðal- fjöldi barnatanna var lægri í Árnessýslu en í börnum í Vestmannaeyjum og á Akranesi, en pessi mismunur var tölfræðilega raunhæfur eingöngu í 6-8 ára aldursflokknum. Meðaltala skemmdra + viðgerðra (df) barnatanna í 6-8 ára hópnum var hæst í Vestmannaeyjum og lægst í Árnessýslu. Á meðal 9-11 ára barna var meðaltala (df) barnatanna sú sama í Vest- mannaeyjum og á Akranesi og hærri en meðal- talan fyrir Árnessýslu. Þessi lægri meðaltala (df) barnatanna í Árnessýslu heldur en í Vest- Age: 6 7 8 9 10 11 12 13 14 Fig. 4. Mean number of DMF permanent teeth in four locations by age.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.