Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.1980, Page 41

Læknablaðið - 15.09.1980, Page 41
LÆKNABLADID 223 10. Möller, P. Oral health survey of pre-school children in lceland. Acta Odontol. Scand. 21: 47- 97, 1963. 11. Möller, P. Cleft lip and cleft palate in Iceland. Arch. Oral Biol. 10:407-420, 1965. 12. Möller, P. Epidemiologic and genetic study of cleft lip and palate in lceland. Ala. J. Med. Sci. 9: 121-136, 1972. 13. Norwegian Public Health Service. Kariesepide- miologisk undersökelse av folke-tannröktas frie klientell. Nor. Tannlaegeforen. Tid. 83: 2-6, 1973. 14. Samuelson, G., Grahnen, H. & Lindstrom, G. An epidemiological study of child health and nutri- tion in a northern Swedish county. Odont. Revy. 22: 1-32, 1971. 15. Schleisner, A. P. Forsög til en nosographie av lsland. Kaupmannahöfn, 1849. 16. Sigurjónsson, J. Mataræði og heilsufar á íslandi. Reykjavik, 1943. 17. Steffensen, J. Pjórsdælir hinir fornu. Reykjavik, 1941. 18. Thylstrup, A. Caries forekomsten blandt foröske börn i alderen 5 til 13 ár. Doktorsrit, Árhúsum, Danmörku, 1974. m ■ ■] LÆKNABLAÐIÐ 'sraV- • Ks THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL >ai Læknaíclag íslands* og LlR Lxknafclag Reykjavikur 66. ARG. - SEPTEMBER 1980 HJARTASKURÐLÆKNINGAR Þróunarsaga hjartaskurðlækninga er ekki löng, þó að segja megi að brjóstholsskurðlækn- ingar sé elzta sérgrein læknisfræðinnar, ef trúa má biblíunni, en þar stendur: »Pá lét Drottin Guð fastan svefn falla á manninn, og er hann var sofnaður tók hann eitt af rifjum hans og fyllti aftur með holdi«. Hér var um að ræða aðgerð í tvíþættum tilgangi, í fyrsta lagi forvarnarstarf, (að mann- kynið dæi ekki út) og í öðru lagi lækning við einmanakennd, því einmana hlýtur Adam að hafa verið í fyrstu. Aðgerðir á hjarta er aftur á móti yngsta svið brjóstholsskurðlækninga, en þær eru tald- ar hefjast, þegar Robert Gross undirbatt ductus Botalli 1939. Að vísu voru gerðar einstaka aðgerðir á hjarta áður, þó einkum við hjartaáverka, en árangur varð vitaskuld léleg- ur, enda lét hinn frægi skurðlæknir Billroth p>au orð falla á sínum tíma, að skurðlæknir sem gerði tilraun til að sauma sár í hjarta ætti skilið að glata virðingu starfsbræða sinna. í dag eru viðhorfin önnur, enda hafa framfar- ir hjartaskurðlækninga síðan 1939 verið mjög stórstígar, einkum eftir að hjarta- og lungna- vél var fundin upp. Heiðurinn af pví hefur fallið í skaut Bandaríkjamönnunum Gibbon og Maly. (Hún varð síðar eiginkona Gibbons). Aðdragandinn var pannig, að Gibbon fór árið 1932 að kanna möguleika á pví að bjarga sjúklingum með blóðtappa í lungum. I sam- bandi við pær rannsóknir kom hugmyndin um hjarta- og lungnavél og var fyrsta vélin smíðuð árið 1934. Það var pó ekki fyrr en 1953 að vélin var notuð við hjartaaðgerð á manni, en pá var gerð með góðum árangri lokun á opi milli forhólfa hjartans (atrial septal defect). Hjartaskurðlækningar eru ein allra fjölpætt- asta sérgrein læknisfræðinnar, en margir að- ilar eru í samstarfi, bæði fyrir, í og eftir aðgerð, en pað eru læknar og annað starfslið skurð-, lyflækninga-, svæfinga-, gjörgæzlu-, eðlisfræði, tækni- og röntgendeilda, svo eitthvað sé nefnt, en hjartaskurðlækningar krefjast mikillar og góðrar samvinnu pessarra aðila og annarra, sem of langt mál yrði að rekja hér. Sjúkdómsgreining og val sjúklinga til að- gerða er ekki í höndum skurðlækna einna, heldur einnig sérmenntaðra lyflækna sem sjá um forrannsóknir. Þessir læknar (skurð- og lyflæknar) purfa að vega og meta, hvort árangurs sé að vænta af skurðaðgerð. Til að axla pessa ábyrgð, parf sérþekking og reynsla læknanna að vera sem bezt, pví í ákvarðana- töku verða þeir m.a. að hafa í huga eftirfar- andi: A — þeir verða að pekkja vel til einkenna og eðli hjartasjúkdóma, pannig að peir geti á raunsæan hátt gert sér grein fyrir ávinningi væntanlegrar skurðaðgerðar. B — pekkja vel áhættupætti aðgerðar.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.