Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1980, Qupperneq 7

Læknablaðið - 15.11.1980, Qupperneq 7
LÆKN ABLAÐID 263 kliniskri vinnu. Honum er skipt í 18 kafla merkta bókstöfum, A-R. í hverjum kafla eru spurningar um skyld heilsufarsleg efni. Alls eru spurningarnar 195 og er þeim svarað með því að merkja við já eða nei. Tekur um 20 mínútur að svara öllum spurningunum. Spurn- ingalistinn hefur einnig verið notaður við faraldsfræðilegar athuganir. Sýnt hefur verið fram á, að heildarfjöldi jákvæðra svara (kaflar A til R) svo og fjöldi jákvæðra svara við þeim spurning um er fjalla um geðræn einkenni (kaflar M til R) eru hærri en ella hjá þeim, sem eiga við geðræn vandamál að stríða (1) og benda 30 eða fleiri já-svör í köflum A til R eða 10 eða fleiri já- svör í köflum M til R til geðsjúkdóms. í töflu 5 er sýnd skipting beggja hópanna eftir því, hvort já-svör í köflum A til R hafa verið 30 eða fleiri, eða já-svör í köflum M til R hafa verið 10 eða fleiri. í töflunni kemur fram, að heldur fleiri sjómenn eru með 30 eða fleiri já-svör í köflum A til R og/eða 10 eða fleiri já- svör í köflum M til R. Munurinn er þó lítill og ekki marktækur. Gert var heildarmat á geðheilsu hvers manns á sama hátt og heildarmat á líkamlegri heilsu eins og áður er greint frá. Niðurstaða þessa mats er sýnd í töflu 6. Par kemur fram, að 4 sjómenn eru taldir alvarlega veikir. Pessir menn voru allir drykkjusjúkir. Hjá þeim er greindir voru með drykkjusýki voru a.m.k. 3 eftirfarandi 5 atriða fyrir hendi: 1. Aukið áfengisþol. 2. Minnisleysi eftir drykkju. 3. Drukkið í 2 daga eða lengur samfleytt. 4. Drykkjuskapur vandamál að eigin mati. 5. Drykkjuskapur vandamál að mati aðstand- enda. Eins og fram kemur í töflu 7, var drykkjusýki greind hjá 24 mönnum, 21 sjómanni og 3 landmönnum. Átta þessara manna uppfylltu öll 5 atriðin, 14 uppfylltu 4 og 2 uppfylltu 3 þeirra. Hinir drykkjusjúku menn voru mun oftar einhleypir en annars, eða 14 af 24 (x2 = 7.41, d.f.= l, p<0.01). Pessir 14 einhleypu menn með drykkjusýki voru allir sjómenn. Enginn heildarmunur er á geðheilsu hóp- anna en drykkjusýki er algengari meðal sjó- manna og hugsýki meðal landvinnumanna. UMRÆÐA Enginn verulegur munur kemur fram á hópun- um m.t.t. líkamlegrar heilsu, nema hvað fleiri landmenn eru með háþrýsting. Vera má, að meðal annars valdi kringumstæður skoðunar nokkru um þetta. Landmennirnir voru skoðað- ir á miðjum vinnutíma og á þeim hvíldu störf er þeir þurftu að flýta sér til að sinna. Sjómennirnir hins vegar voru að koma úr fríi og framundan var sigling á miðin, fyrsti áfangi í langri veiðiferð. Pá voru nokkrir sjómann- anna við skoðun undir áhrifum áfengis en líklega enginn landmannanna. Svör hópanna við heilsufarsspurningum benda ekki til verulegs munar milli þeirra hvað viðkemur geðheilsu og niðurstaða heildarmats á geðheilsu er svipað hjá hópunum báðum. Hugsýki er hins vegar algengari meðal land- manna en drykkjusýki meðal sjómanna. Ein- Tafla 5. Fjöldi jákvædra svara í heilsufarsspurninga- iista. Jákvæð svör kaflar A-R; M-R Sjómenn Landmenn Alls <30 og< 10 . 76 (66 %) 60 (74 %) 136 (69 %) > 30 og /eða >10 37 (32 %) 21 (26 o/o) 58 (29 %) Svöruðu ekki 3 (3 o/o) 0 (0 %) 3 (2 %) Alls 116(100%) 81 (100%) 197(100%) X2 = 3.179; d.f. = 2; p>0.1 Tafla 6. Heildarmat á gedheilsu. Sjómenn Landmenn Alls Heilbrigðir .. 76 (66 °/o) 56 (69 %) 132 (67 o/o) Kvillar 27 (23 %) 11 (14 %) 38(19%) Veikindi 6 (5 %) 13(16%) 19(10%) Alvarleg veikindi ... 4 (3 %) 0 (0 %) 4 (2 %) Óvíst 3 (3 %) 1 (1 %) 4 (2 %) Alls 116(100%) 81 (100%) 197(100%) Tafla 7.Gedsjúkdómar. Greining aðalmeins. Sjómenn Landmenn Alls Hugsýki 12(10%) 20 (25 o/o) 32 (16 %) Afbrigði skapgerðar 2 (2 %) 0 (0 %) 2 (1 %) Drykkjusýki . 21 (18 %) 3 (4 o/o) 24 (12 %) Sállífssjúk- dómar .... 2 (2 %) 0 (0 %) 2(1 o/o) Greindar- skortur.... 0 (0 %) 1 (1 %) 1 (1 %) Óvíst 3 (2 %) 1 (0 %) 4 (2 %)- Enginn geð- sjúkdómur 76 (66 %) 56 (70 %) 132 (67 %) Alls 116(100%) 81 (100%) 197 (100%)

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.