Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1980, Qupperneq 19

Læknablaðið - 15.11.1980, Qupperneq 19
LÆKNABLAÐID 271 t MINNING JÓHANN HAFSTEIN fyrrv. ráðherra heilbrigðismála, f. 19.9. 1915, d. 15.5.1980. Það er sem ráðherra heilbrigðismála að Jó- hanns Hafsteins verður lítillega minnst hér í Læknablaðinu, en hann gegndi á stjórnmála- ferli sínum einnig ýmsum öðrum ráðherraem- bættum, svo sem kunnugt er, m.a. embætti forsætisráðherra. Jóhann Hafstein var sérstaklega vel til forystu fallinn og stóð alla sína starfsævi í fremstu fylkingarlínu þar sem hann fór. Hann valdist þegar á ungum aldri í ábyrgðarstöður, og eftir hann liggja gæfurík spor á mörgum sviðum pjóðlífsins, en stjórnmál voru hans aðalvettvangur. Jóhann var kosinn í bæjarstjórn Reykja- vikur árid 1946 og sama ár í nýstofnaða byggingarnefnd Heilsuverndarstöðvar Reykja- vikur og var ritari hennar. Hann átti sæti í heilbrigðisnefnd bæjarins árin 1946-1954. í meðferð mála þar komu fram rómaðir eiginleik- ar hans, framsýni, réttlætiskennd, drenglyndi, stefnufesta og einurð. Voru peir eiginleikar hans nýendurskipulögðu heilbrigðiseftirliti bæjarins mikill styrkur, ekki sízt vegna ríkra áhrifa Jóhanns í bæjarstjórn. Sagði hann síðar svo frá, að í heilbrigðisnefndinni hafi hann fyrst kynnst og fengið áhuga á heilbrigðis- málum. Á landsmálasviðinu kom pessi áhugi Jó- hanns Hafstein einnig fram. í Kúbu-deilunni síðla árs 1961 var hætta talin á, að land okkar gæti beint eða óbeint orðið fyrir barðinu á hugsanlegum styrjaldaraðgerðum tveggja stórvelda, par sem jafnvel kjarnorkuvopn kynnu að verða notuð. Fyrir atbeina Jóhanns, sem pá fór með heilbrigðismál í ríkisstjórn, voru sett ný lög til verndar og líknar lands- mönnum, ef til kæmi, almannavarnarlög. Komu pau i stað loftvarnalaganna gömlu og leiddu pau til vóðtæks viðbúnaðar á pessu sviði, a.m.k. í Reykjavík. Sem dóms- og kirkjumálaráðherra fór Jó- hann Hafstein jafnframt með heilbrigðismál pjóðarinnar frá sept. til des. 1961 og árin 1963 til 1969. Þá hafði lengi ríkt í læknastétt óánægja með hægagang á framkvæmdum á sviði heilbrigðismála hér á landi og einnig með skipulag peirra. Jóhann sýndi lofsverðan skiln- ing á nauðsyn nyrra viðhorfa og stórra átaka í heilbrigðismálunum í samræmi við nýjar framfarir og breyttar stefnur á pví sviði. Til pess að hrinda pessum framfaramálum af stað og koma peim í höfn beitti hann sér fyrir og fékk stofnað sérstakt ráðuneyti fyrir heilbrigð- is- og tryggingamál, hið eina á Norðurlönd- um, sem einvörðungu fer með pessa mála- flokka. —Áður fór dóms- og kirkjumálaráðu- neytið einnig með heilbrigðismálin, en varð- andi pau gafst par, vegna mannfæðar, naumast tími til annars en að sinna aðkallandi vanda- málum á hverjum tíma. Með stofnun heilbrigðis og tryggingamála- ráðuneytisins, sem tók til starfa 1. jan 1970, var stigið stórt heillaríkt framfaraspor í heilbrigðis- málum pjóðarinnar. Með auknum sérhæfðum mannafla, bættum vinnuskilyrðum, breyttu viðhorfi og markvissum vinnubrögðum urðu algjör páttaskil í pessum málum. Ástæðulaust er að lýsa nánar mikilvægi pessara breytinga fyrir lesendum Læknablaðsins. Islenzkir læknar og aðrar heilbrigðisstéttir munu minnast Jóhanns Hafsteins pakklá'tum huga fyrir afskipti hans af heilbrigðismálum pjóðarinnar, pegar hann fór með stjórn peirra. Jón Sigurdsson.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.