Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1980, Page 20

Læknablaðið - 15.11.1980, Page 20
272 LÆKNABLADID Pálmi Möller, prófessor TANNSKEMMDIR OG TANNVERND Á ÍSLANDI (Síðari grein) INNGANGUR í grein, sem birtist nýlega í Læknablaðinu, var sagt frá niðurstöðum rannsóknar á tíðni tann- skemmda meðal 6-14 ára barna og unglinga á íslandi. Samkvæmt niðurstöðum þessarar rannsóknar og svo ályktunum, sem draga má af ástandi tannanna í gömlum íslenskum höfuðkúpum, hafa tannskemmdir í íslending- um aukist mjög mikið síðastliðin 1000 ár. Tannskemmdir voru svo til ópekkt fyrirbrigði fram á miðja 19. öld, en tíðni tannskemmda meðal íslendinga er nú orðin ein sú hæsta í heiminum. Þetta hörmulega ástand verður ekki bætt, nema að takmörkuðu leyti, með aukinni tannlæknispjónustu og fjárhagslegri aðstoð hins opinbera við tannviðgerðir. Tími er til pess kominn að meta og setja á laggirnar hentugar aðferðir, sem gætu dregið úr orsökum tannskemmda. Fyrirbyggjandi að- gerðir, sem öll pjóðin ætti kost á, er eina skynsamlega leiðin till pess að draga úr tíðni og útbreiðslu tannskemmda á íslandi. í pessari grein verður reynt að gera nokkra grein fyrir kostnaðarhliðinni af tannlækr- isþjónustu fyrir 6-14 ára börn og unglinga á íslandi, og verður í peirri viðleitni stuðst við gögn, sem safnað var í fyrrnefndri rannsókn. Þá verður rætt um nokkrar fyrirbyggjandi að- gerðir, sem reynst hafa vel víða um heim, og hent gætu íslenskum aðstæðum. ÁÆTLAÐUR KOSTNAÐUR VIÐGERÐA A meðal annars, er markmið tannlækninga- trygginga á íslandi að gera öllum 6-14 ára börnum fjáhagslega kleyft að fá gert við allar tennur, sem orðið hafa fyrir árás tann- skemmda. Þótt ólíklegt sé, að þetta markmið náist, væri fróðlegt að afla upplýsinga um kostnað slíks átaks og hversu mikinn mannafla til pyrfti. Var pví reynt að nota gögn, sem Tannlæknaskólinn, University of Alabama in Birmingham, Alabama. Greinin barst ritstjórn 18/10/1979. Samþykkt í endanlegu formi 18/02/1980. safnast höfðu í pessari rannsókn, til pess að áætla kostnað tannviðgerða í pátttakendum rannsóknarinnar. Eftirfarandi er yfirlit yfir reikningsaðferðina, sem notuð var, og helstu niðurstöður pessarar athugunar. Fyrst voru reiknaðar út meðaltölur allra tannfyllinga, sem börnin þörfnuðst eftir gerð fyllinganna og aldri og búsetu barnanna. Síðan voru pessar meðaltölur margfaldaðar með kostnaði hverrar fyllingartegundar, sam- kvæmt gjaldskrá Tannlæknafélags íslands (sept. 1974). Úr þessum niðurstöðum var svo unninn meðalkostnaður fyrir tannfyllingar á barn eftir aldri og búsetu. Þá var heildarfjöldi 6-14 ára kaupstaða- og sveitabarna fyrir árið 1974 fenginn úr Mannfjöldaskýrslum og sú tala margfölduð með meðalkostnaði tilheyr- andi svæðis. Þó að rannsóknargögnin séu frá árunum 1969-70, er viðgerðakostnaður miðað- ur við árið 1974, p.e. fyrsta ár almennra tannlækningatrygginga á íslandi. Þessi fjög- urra ára mismunur ætti ekki að hafa mikil áhrif á niðurstöðurnar, pví ólíklegt er, að viðgerðarparfir barnanna hafi breyst svo um muni á pessu tímabili. Samkvæmt pessari reikningsaðferð, má áætla eftirfarandi: Ef öll 6-14 ára börn hefðu fengið tannviðgerðir á öllum tönnum, sem með þurftu, á árinu 1974, hefði kostnaðurinn verið 371,275,525 ísl. krónur. þ. e. 3,138,423 bandaríkjadalir, samkv. gengi í sept., 1974. Hér er um að ræða gífurlegan kostnað, sérstaklega pegar pess er gætt, að pessi fjárútlát eru takmörkuð við tannfyllingar eingöngu og ekki gert ráð fyrir tannskoðun, tannhreinsun, rönt- genmyndun, deyfingu og öðrum tannlæknisað- gerðum, sem flest pessi börn hafa pörf fyrir. Erfitt er.að gera nákvæmar áætlanir um mannaflann, sem með þyrfti, til pess að sinna viðgerðarþörf barnanna. Þó má fá, innan vissra takmarka, tiltölulega góða hugmynd um petta atriði. í niðurstöðum rannsóknar, sem gerð var í ísrael (4) er þess getið, að tannlækn- ir purfi að meðaltali um 25 mínútur, til pess að gera við hverja skemmda tönn. Eftir pví má

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.