Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1980, Síða 26

Læknablaðið - 15.11.1980, Síða 26
278 LÆKNABLADIÐ Fréttatilkynning frá Nordisk Federation for Medicinsk Undervisning (NFMU) Samtökin NFMU eru norræn samtök lækna- deilda, læknastúdenta, læknafélaga, heilbrigð- is- og menntamálayfirvalda á öllum Norður- löndum til þess að efla og móta grunnmenntun og sérmenntun lækna og í sumum tilvikum einnig annarra heilbrigðisstétta. Samtök þessi tóku til starfa í Finnlandi 1964 og starfa í nánum tengslum við Norðurlandaráð. Fyrsta fund sinn á íslandi héldu þau 1974, þar sem fjallað var um ýmis vandamál í menntun heilbrigðisstétta og skiþulag heil- brigðisþjónustu á Norðurlöndum á 8. tug aldarinnar. A þessum fundi var aðallega fjallað um sammenntun hjúkrunarfræðinga og lækna, gerð grein fyrir nýstofnaðri námsbraut í hjúkr- unarfræði við Háskóla íslands. Par var einnig skýrt frá nýrri íslenskri heilbrigðislöggjöf, sem samþykkt hafði verið á Alþingi árið áður. Hvoru tveggja þessi mál vöktu almenna at- hygli hjá hinum norrænu þátttakendum. Þrem áður síðar efndi NFMU til námskeiðs um samtalstækni fyrir lækna og hjúkrunar- fræðinga í Reykjavík. En ári síðar, 1978, var í fyrsta skipti haldinn aðalfundur samtakanna á Islandi og var það á Akureyri. A þeim fundi var formlega gengið frá nýjum samþykktum fyrir samtökin, þær fólu í sér verulegar breyt- ingar frá hinum eldri, enda verið í smíðum um 2ja ára skeið. Á stjórnarfundi í NFMU, sem haldinn var í Reykjahlíð við Mývatn 1. júlí 1978, var ákveð- ið að samþykktir NFMU skyldu þýddar á öll 5 mál Norðurlandanna, og höfðu raunar komið tilmæli unt þetta frá Norræna ráðinu, sem mun gefa lögin út á öllum tungumálunum í sérstöku riti, þar sem lýst verður helstu samnorrænum samtökum, sem opinberir aðilar eiga þátt í. Islensku þýðinguna á samþykktum NFMU gerðu Hanna Þórarinsdóttir og Páll Þórðarson í júlí 1979. Birting samþykktarinnar í Lækna- blaðinu er einn þáttur í kynningu þessara samtaka fyrir íslenska lækna. Aðalfundur sam- takanna er haldinn annað hvort ár, síðasti aðalfundur var haldinn í marslok s.l. og voru þá kjörnir fulltrúar í stjórn samtakanna af íslands hálfu Víkingur Arnórsson. Jón Stefáns- son, en þá létu af störfum þeir fulltrúar, sem kjörnir voru á fundinum á Akureyri 1978, en það voru Arinbjörn Kolbeinsson og Örn Bjarnason. Fer hér á eftir íslensk þýðing á samþykktum NFMU. Frekari upplýsingar um Nordisk Federation for Medicinsk Undervisning (Norðurlanda- samband um læknamenntun) er að finna í Læknablaðinu 1970 og 1978. Arinbjörn Kolbeinsson. SAMÞYKKTIR 1. grein Norðurlandasamband um læknisfræðimennt- un (NSLM) er vettvangur samskipta og sam- vinnu fyrir læknadeildir, eða samsvarandi stofn- anir, sem ábyrgar eru fyrir menntun lækna, og stjórnvöld þau og samtök, sem tengd eru grunnnámi, framhaldsnámi, endurmenntun og vísindastarfi lækna í Danmörku, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og á íslandi. 2. grein Markmið NSLM er að efla menntun og nám á öllum sviðum og öllum menntunarstigum lækn- isfræðinnar. 3. grein Til þess að ná þessu markmiði skal NSLM: 1. skipuleggja, hvetja til, aðstoða við og kynna fundi og námskeið um menntun og nám í læknisfræði, þar sem fjallað er um mikilvæg og raunhæf vandamál, einkum þau, sem leysa verður úr á samnorrænum grundvelli; 2. hvetja til lýsingar og skrásetningar á stöðu menntunar og kennslu í læknisfræði á Norðurlöndum; 3. hvetja til tilrauna- og vísindastarfsemi á sviði menntunar og kennslu í læknisfræði; 4. hvetja til og aðstoða við skipulagningu

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.