Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1980, Side 29

Læknablaðið - 15.11.1980, Side 29
LÆK.NABLAÐ1D 279 slíkrar menntunar, sem krefst norrænnar samvinnu; 5. koma á kynnum og halda sambandi viö önnur lönd; 6. bera fram tillögur og starfa að öðru pví, sem stuðlar að eflingu menntunar og kennslu í læknisfræði. 4. grein Ákvörðunarvald NSLM er hjá aðalfundi, sem haldinn er annað hvert ár, svo framarlega sem engar sérstakar ástæður hamla pví. Hlutverk aðalfundar er að: 1. taka ákvarðanir um það, að hve miklu leyti stjórninni er falin ábyrgð á starfsemi og rekstri NSLM; 2. kjósa stjórn NSLM og varamenn í stjórn; 3. kjósa tvo endurskoðendur og tvo vara- menn þeirra; 4. starfa þannig að öðru leyti, að markmið það náist, sem NSLM stefnir að; Auk ofanritaðra þátta er það hlutverk aðal- fundarins að leggja tillögur og samþykktir fyrir viðkomandi samtök og stjórnvöld í þeim málum, sem algjör eining ríkir um. 5. grein Eftirfarandi stofnanir, samtök og stjórnvöld skulu hvert um sig tilnefna einn fulltrúa á aðalfund: 1. sérhver læknadeild eða önnur samsvarandi stofnun, sem ábyrg er fyrir læknamenntun; 2. félög læknanema við hverja læknadeild eða samsvarandi stofnun, sem ábyrg er fyrir læknamenntun; 3. það eða þau stjórnvöld í hverju landi, sem hafa ákvörðunarvald varðandi menntun og nám lækna; 4. það eða þau stjórnvöld í hverju landi, sem hafa ákvörðunarvald í heilbrigðismálum; 5. heildarsamtök lækna í hverju landi; 6. heildarsamtök ungra lækna í hverju landi; Sem áheyrnarfulltrúar á aðalfundinum mega ennfremur vera allt að tveir fulltrúar frá hverjum fyrrgreindra aðila þ.e.a.s. yfirvöldum, stofnunum og samtökum, og að auki fullrúar frá norræna heilsugæsluháskólanum, svæða- deild WHO í Evrópu, ásamt alþjóðasamtök- um, sem NSLM er í tengslum við. Fulltrúarnir eru tengiliðir hinna ýmsu stofn- ana NSLM milli aðalfunda. 6. grein Stjórn NSLM skipa sjö menn ásamt vara- mönnum og er einn tiltekinn fyrir hvern aðalmann í stjórn. Tveir stjórnarmeðlima eru fulltrúar stúdentafélaga og eru þeir kjörnir eftir tillögu frá Félagi norrænna læknanema. Fimm stjórnarmeðlima eru fulltrúar hinna aðildarsamtakanna, hver frá sínu landi, og eru þeir kosnir eftir tillögu frá hinum fulltrúum landanna á aðalfundinum. Stjórnin velur formann úr sínum hópi. Starfstími stjórnarinnar er milli tveggja aðalfunda og skal hún halda að minnsta kosti tvo fundi á ári. Stjórnin skal: 1. bera ábyrgð á starfi NSLM og fjárhagsleg- um rekstri; 2. gera fjárhagsáætlun; 3. skila skýrslu um starfsemi sína til aðalfund- ar og jafnframt senda fyrrgreindum lækna- deildum, eða þeim samsvarandi stofnunum, sem ábyrgar eru fyrir menntun lækna, stjórnvöldum og samtökum ásamt fulltrú- um þeirra, skriflegar upplýsingar um starf- semina; 4. koma á fót að eigin frumkvæði eða sam- kvæmt ábendingum aðalfundar nauðsynleg- um fjölda nefnda fyrir hina ýmsu þætti í starfsemi NSLM; 5. ráða aðalritara NSLM til að gegna þeirri stöðu og annast þau verkefni, sem nánar er greint frá í sérstökum fyrirmælum. 7. grein Samþykktum NSLM verður aðeins breytt á aðalfundi. Tillögur um breytingar á samþykkt- um verða að berast aðalritaraembættinu í síðasta lagi þremur mánuðum fyrir aðalfund, svo að unnt sé að taka þær til meðferðar. Rétt til að bera fram tillögur til breytinga á samþykktum hafa allir fulltrúar og áheyrnar- fulltrúar, sem valdir eru til setu á aðalfundi. Stjórninni ber að senda framkomnar tillög- ur um breytingar á samþykktum til þeirra stofnana og samtaka, sem nefnd eru í 5. grein, í síðasta lagi einum mánuði fyrir aðalfund. Samþykkt á aðalfundi á Akureyri 1. júlí 1978.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.