Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.1981, Side 25

Læknablaðið - 15.10.1981, Side 25
LÆKNABLADID 201 Ályktun 1. Reglulegt eftirlit og góð blóðsykursstjórn- un virðist draga úr myndun sjónu- skemmda. 2. Sjónuskemmdir virðast koma fyrr fram hjá þeim, sem eru eldri við greiningu. Aðrar niðurstöður verða ræddar. HEIMILDIR 1. Palmberg, P. F. (1978) Diabetic Retinopathy (Review). Diabetes, vol. 26, No. 7. 2. Danielsen, R. et al. (1981). Fylgni sjónuskemmda (Retinopathy) við HLA-gerð og ættarsögu hjá insulinháðum sykursjúkum (Teg. 1) á íslandi. (Kynnt á pingi lyflækna, Húsavík, 22.-24. maí). Ragnar Danielsen'), Friðbert Jónasson2), Pórir Helgason1) Sjónuskemmdir (retinopathy) og eggjahvítumiga (proteinuria) hjá insúlínháðum sykursjúkum (IHSS) á íslandi Sjónuskemmdur og eggjahvítumiga eru fylgi- kvillar langtíma sykursýki og afleiðing víð- tækra smáæðaskemmda 1—3. Sjónuskemmd er nú ein algengasta orsök blindu í hinum vest- ræna heimi og eggjahvítumiga leiðir til »neph- rotisks syndroms« með nýrnabilun í kjölfarið og að lokum dauða. Algengi þessara fylgikvilla sykursýki hefur ekki áður verið sérstaklega kannað hér á landi. Við einskorðuðum okkur við IHSS (Teg. 1.). SJÓNUSKEMMDIR í árslok 1980 voru á landinu 280 IHSS. Á árunum 1976 til 1980 voru teknar litmyndir af augnbotnum 212 sjúklinga (122 karlar, 90 konur) eða um 76 % af heildarhópnum. Sér- fræðingur í augnsjúkdómum flokkaði augn- botnamyndirnar eftir alþjóðlegum staðli án þess að hafa nánari kliniskar upplýsingar um sjúklingana. 33.5 % hópsins voru með sjónuskemmdir, par af 27.4% með bakgrunnsbreytingar (1. stig) og 6.1 % með alvarlegri skemmdir (11-IV stig). Algengi sjónuskemmda eykst með lengd Rannsókn pessi var styrkt af vísindasjóði Landspítalans og Rannsóknarst. Hásk. ') Göngudeild sykursjúkra, Landspítalanum. 2) Augndeild Landakotsspítala. sjúkdómstíma. Pannig er tíðni sjónuskemmda 3.2 % eftir 0—4 ár, 18.8 % eftir 5 — 9 ár, 46.6 % eftir 10—15 ár og 76.6 % um og eftir 20 ára sjukdómstíma. Hafi sykursýki staðið í 7 ár eru um 18 — 20 % líkur á sjónuskemmdum, en eftir pað aukast pær um 4.3 % á ári. Bakgrunns- breytingar koma yfirleitt ekki fram fyrr en eftir 7 ára sjúkdómstíma, en alvarlegri skemm- dir fyrst eftir um 10 ár. Ef aldur við greiningu er 0—19 ár virðast minni líkur á sjónuskemmd fyrstu 20 sjúkdómsárin. Blindir voru um 2 % og var sjúkdómstími peirra allra yfir 10 ár (21.2 ±10.0 ár). Algengi sjónuskemmda af völdum IHSS virðist svipað hér á landi og í erlendum rannsóknum og pær aukast á sama hátt við lengd sjúkdómstímans. EGGJAHVÍTUMIGA Við eftirlit á Göngudeild sykursjúkra er pvag ætíð kannað fyrir eggjahvítu með Albustix. Niðurstöður frá 228 sjúklingum með IHSS (130 karlar, 98 konur) eru kynntar. Athugað var árstímabil hjá hverjum sjúklingi fyrir augn- botnamyndatöku, annars nýjustu pvagskoða- nir fyrir eitt ár. Eggjahvítumiga var flokkuð í »stöðuga« (continuous) og »tímabundna« (in- termittent). Þvagfærasýkingar voru útlilok- aðar. Alls voru 14 % sjúklinga með eggjahvítu- migu, 10.1% með »tímabundna« og 3.9% með »stöðuga« eggjahvítu í pvagi. Svæsni eggjahvítumigu er háð lengd sjúkdómstíma eins og sjónuskemmdir sykursjúkra. Enginn afgerandi kynmunur fannst. Augnbotnamyndir til mats á sjónuskemmd- um voru til hjá 176 sjúklingum, er einnig áttu nothæfar pvagskoðanir. Af 7 sjúklingum með stöðuga eggjahvítumigu voru 6 með sjónu- skemmdir (3 bakgrunnsbreytungar, 3 alvar- legri skemmdir) og höfðu haft sykursýki að jafnaði í tæp 20 ár. Tveir sjúklingar voru með »nephrotiskt syndrom«. Alvarlegar nýrnaskemmdir af völdum IHSS virðast sjaldgæfari hér á landi en í erlendum rannsóknum2. HEIMILDIR 1. Paz-Guevara, A. T. et al. (1975) Juvenil diabetes mellitus after forty years. Diabetes, vol. 24, No.6. 2. Lestradet, H. et al. (1981). Long-term study of mortality and vascular complications in juvenil- onset (Type I) diabetes. Diabetes, vol. 30, March. 3. Prolonged disease-free survival in diabetes (Edi- torial) BMJ. vol 282, p. 1339, Apr. 19. 1980.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.