Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2007, Qupperneq 16
miðvikudagur 28. Febrúar 200716 Sport DV
ÍÞRÓTTAMOLAR
Miðvikudags-
Menn og stoke
syrgja
Sheffield Wednes-
day og Stoke City
syrgja nú fyrrum
framherja sinn John
ritchie sem lést 65 ára úr alzheimer.
Wednesday keypti ritchie á 80 þúsund
pund árið 1966 og skoraði hann 45
mörk í 106 leikjum. ritchie var eitt sinn
markahæsti leikmaður í sögu Stoke City.
Fyrir leik Stoke og barnsley í gær var
mínútu þögn til heiðurs ritchie.
ekkert vesen
Sir alex Ferguson segir að
það séu enginn vandræði á
milli hans og david
beckham. beckham mun
snúa aftur á Oldt Trafford
þann 12 mars og leika með
evrópska stjörnuliðinu sem
marcello Lippi mun stýra. „david mun fá
góðar viðtökur, líkt og allir aðrir sem
hafa gert góða hluti með utd. Ég hef
séð nokkra leiki með real madrid eftir
að hann fór og það er ekkert vesen á
milli okkar,“ sagði Ferguson í viðtali við
gazzetta dello Sport.
alMunia aftur til
spánar?
varamarkvörður arsenal
manuel almunia gæti verið
á förum til villareal á Spáni í
júní. villareal finnst ekki
leiðinlegt að eiga viðskipti
við arsenal því robert Pires og Pascal
Cygan fóru báðir til liðsins. „almunia er
okkar helsta forgangsverkefni,“ sagði
Fernando roig forseti villareal. Talið er
líklegt að Jens Lehman aðalmarkvörður
arsenal yfirgefi liðið einnig í sumar og
því þarf arsene Wenger að leita sér að
nýjum manni milli stanganna.
Hollendingurinn Guus Hiddink,
landsliðsþjálfari Rússa í knattspyrnu,
var í gær dæmdur í sex mánaða skil-
orðsbundið fangelsi fyrir skattsvik.
Auk þess er honum gert að greiða
tæpar fjórar milljónir króna í sekt.
Hiddink var ákærður fyrir að hafa
komið sér undan skattgreiðslum í
Hollandi sem samsvara rúmlega 122
milljónum króna með því að segjast
vera búsettur í Belgíu á árunum 2002
og 2003.
Dómarinn sýknaði Hiddink af
ákærum fyrir árið 2002, þar sem
Hiddink hafði hug á því að flytja til
Belgíu, en dæmdi hann sekan fyrir
skattsvik á árinu 2003. Á því ári bjó
Hiddink hjá foreldrum sínum í Am-
sterdam. Hann fékk hámarks sekt.
„Dómurinn komst að þeirri nið-
urstöðu að Hiddink hefði vísvitandi
skilað inn óútfylltri og ófullnægjandi
skattskýrslu fyrir árið 2003,“ sagði í yf-
irlýsingu sem gefin var út eftir dóms-
uppkvaðningu. Saksóknari fór fram á
tíu mánaða fangelsi og sagði að fyrir-
ætlanir Hiddinks um að búa í Belgíu
hefðu verið „grín“. Hiddink var ekki
viðstaddur dómsuppkvaðninguna.
„Hiddink er ánægður með að refs-
ingin var minnkuð. En þrátt fyrir það
hefur mannorð hans hlotið skaða,“
sagði lögfræðingur þjálfarans.
Svo virðist sem neikvæð um-
ræða hafi valdið því að refsingin var
minnkuð. „Dómurinn tók til athug-
unar að nú þegar hefur mikil nei-
kvæð umræða átt sér stað í kringum
málið,“ sagði í dómsuppkvaðning-
unni. Talsmaður rússneska knatt-
spyrnusambandsins sagði að það
ætlaði að leita lögfræðiráðgjafar um
afleiðingar dómsins.
„Við höfum mestar áhyggjur af því
hvað skilorðsbundni dómurinn hef-
ur í för með sér. Við höfum áhyggj-
ur af því að Hiddink verði meinað
að ferðast eða vinna vinnuna sína,“
sagði talsmaðurinn.
Hiddink viðurkenndi í réttarhöld-
unum að hann hefði ekki eytt svo
mikið sem einni nótt í húsinu sínu.
Hann neitaði einnig að hafa búið hjá
kærustu sinni í Amsterdam.
Hann sagðist hafa eytt nóttum á
hinum ýmsu stöðum, meðal annars
á hótelum, heima hjá kærustunni, á
æfingasvæði PSV og stundum sofið í
bílnum sínum.
Endurskoðandi Hiddinks var
einnig dæmdur til að greiða sem
nemur fjórum milljónum króna í
sekt auk átta mánaða skilorðsbund-
ins fangelsis. dagur@dv.is
fékk skilorðsbundinn dóm guus Hiddink fékk skilorðsbundinn dóm og var gert að
greiða um fjórar milljónir króna í sekt. Hér er hann ásamt marco van basten,
landsliðsþjálfara Hollands.
guus Hiddink var í gær dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattsvik:
Mannorð Hiddinks hefur hlotið skaða
Leikmenn Reading og Manchest-
er United buðu áhorfendum uppá
frábæra skemmtun í gær þegar lið-
in mættust í ensku bikarkeppninni í
knattspyrnu. 5 mörk litu dagsins ljós
þar sem Manchester United fór með
sigur af hólmi, 3-2.
Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn
Gunnarsson voru báðir í byrjunarliði
Reading og spiluðu allan leikinn.
Því miður fyrir Reading þá var
engu líkara en að leikmenn liðsins
hafi ekki
mætt til
leiks því
þeir Ga-
briel
Heinze,
Lou-
is Saha
og Ole
Gunnar
Solskjær
komu gestunum í 3-0 eftir aðeins sex
mínútna leik.
Reading menn lögðu þó ekki árar
í bát. Dave Kitson náði að minnka
muninn í 3-1 fyrir leikhlé eftir undir-
búning frá Ívari Ingimarssyni.
Liðin skiptust á að sækja í síðari
hálfleik. Sókn Reading bar loks árang-
ur á 84. mínútu þegar varamaðurinn
Leroy Lita skoraði fallegt skallamark.
Brynjar Björn var nálægt því að
jafna metin í uppbótartíma þegar
þrumuskot hans small í þverslánni á
marki Manchester United.
Þar við sat, 2-3 lokatölur og það
verða því Manchester United sem
mætir Middlesbrough í næstu um-
ferð.
„Liðið mitt áttu bestu byrjun sem
ég hef séð þegar við skoruðum þrjú
mörk á sex mínútum. Fyrra mark
Reading kom þeim aftur inní leikinn
og fyrirgjafir þeirra sköpuðu vand-
ræði hjá okkur. Eftir að þeir skoruðu
annað markið þá hélt ég að leikur-
inn færi í framlengingu. Það stefndi
allt í það. Ég sagði Scholes að gera sig
kláran undir lokinn,“ sagði Sir Alex
Ferguson, stjóri Manchester United.
„Í fyrri hálfleik vorum við að spila
boltanum vel frammá við og valda
þeim usla. En í þeim síðari spiluðum
við mikið þvert á völlinn og vorum
sjálfum okkur verstir. Fyrir mér var
þetta frábær bikarleikur og bæði lið
eiga hrós skilið. Fyrir áhorfendur var
þetta eflaust frábær leikur að horfa á,“
bætti Ferguson við.
„Þetta var versta byrjun sem hægt
er að hugsa sér. Við töluðum um að
byrja vel og pressa þá en það leið ekki
að löngu að við vorum 3-0 undir. Þá
fer maður að hugsa hvað sé hægt að
fá út úr leiknum. Síðari hálfleikur var
mjög góður og ég tek ofan fyrir mín-
um leikmönnum. Stoltið er mikið í
liðinu og þeir sættu sig ekki við neina
niðurlægingu,“ sagði Steve Coppell,
stjóri Reading.
„Þjálfari verður að treysta sínum
leikmönnum að taka sig á og gera bet-
ur. Það var það sem við gerðum. Mér
fannst við eiga möguleika á að vinna
leikinn. Mér fannst við líka opna
vörnina hjá okkur þegar við sóttum
hvað mest undir lokinn. Við fengum
tækifæri en Manchester United er
lið í hæsta gæðaflokki og það hjálp-
aði þeim undir lokinn,“ bætti Copp-
ell við.
Middlesbrough sigraði
í vítaspyrnukeppni
W.B.A. tók á móti Middlesbrough
á heimavelli sínum í gær í ensku bik-
arkeppninni. Eftir framlengdan leik
og vítaspyrnukeppni fór svo að leik-
menn Middlesbrough fögnuðu sigri.
Staðan eftir venjulegan leiktíma og
framlengingu var 1-1. Middlesbrough
vann vítaspyrnukeppnina 5-4.
Darren Carter kom heimamönn-
um yfir á 26. mínútu með góðu vinstri
fótar skoti af um 25 metra færi. Eftir
rúmlega klukkutíma leik náði Mark
Viduka að jafna metin með skoti úr
teignum. 1-1 var staðan eftir venju-
legan leiktíma og því þurfti að fram-
lengja.
Eina
mark-
verða
sem gerð-
ist í fram-
lenging-
unni var
að Nathan
Ellington,
framherji
W.B.A.,
fékk að líta rauða spjaldið fyrir grófa
tæklingu á Stuart Parnaby, leikmanni
Middlesbrough.
Eftir markalausa framlengingu
þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni.
Eftir fimm vítaspyrnur hjá hvoru liði
var staðan 4-4. Georg Boateng skor-
aði úr sjöttu spyrnu Middlesbrough
manna. Það kom í hlut Sherjill Mac-
Donald að taka sjöttu W.B.A. Hann
skaut yfir og sigur Middlesbrough í
höfn.
„Við sýndum frábæran karakter í
þessum leik. Við lékum illa í fyrri hálf-
leik. En strákarnir tóku sig á, spiluðu
vel og við vorum líklegri til að skora.
Ég lét nokkra unga stráka taka víti en
þeir stóðust það próf mjög vel,“ sagði
Gareth Southgate, stjóri Middles-
brough. dagur@dv.is
NAuMuR siguR
Manchester united vann reading 3-2 á útivelli
í ensku bikarkeppninni í gær þar sem United
gerði út um leikinn á fyrstu sex mínútunum.
W.B.A. - Middlesbr. 1-1 (4-5)
1-0 (26.) Darren Carter
1-1 (63.) Mark VidukaReading - Man. Utd. 2-3
0-1 (2.) Gabriel Heinze
0-2 (4.) Louis Saha
0-3 (6.) Solskjær
1-3 (23.) Dave Kitson
2-3 (84.) Leroy Lita
Marki fagnað
Samherjar Louis
Saha fagna hér
Frakkanum
knáa eftir að
hann hafði kom-
ið manchester
united í 2-0.
fyrsta markið
gabriel Heinze
kom manchest-
er united á
bragðið í gær.
skotskórnir
fundnir mark
viduka virðist
vera búinn að
finna skotskóna
á nýjan leik.