Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2007, Qupperneq 25
DV Sviðsljós miðvikudagur 28. Febrúar 2007 25
F
yrrverandi kryddpían
Victoria Beckham hefur
skrifað undir 10 milljóna
punda samning við NBC
sjónvarpsrisann um gerð
raunveruleikasjónvarps-
þáttar um hjónin. Í þætt-
inum verður fylgst með búferlaflutn-
ingum David og Victoriu Beckham til
Bandaríkjanna þar sem David mun
spila fyrir fótboltaliðið Los Angeles
Galaxy næsta vetur.
Það var umboðsmaður Victoriu,
Simon Fuller, sem landaði samningn-
um en hann hjálpaði einnig David að
ná í 128 milljóna punda samninginn
við LA Galaxy. Þátturinn mun líkt og
fyrr segir fjalla um búferlaflutninga
Beckham fjölskyldunnar og aðlög-
un þeirra en ekki er víst hvort sýnt
verði frá leikjum Davids í þáttunum
þar sem keppinauturinn FOX sjón-
varpsstöðin er með sýningarréttinn
af bandarísku deildinni.
Miklar vonir eru gerðar við þátt-
inn og að hann muni skjóta Beck-
ham hjónum upp á stjörnuhimin-
inn vestan hafs. Þó svo að Beckham
sé frægasti knattspyrnumaður heims
eru hann og frúin lítt þekkt í Banda-
ríkjunum.
Eftir að furðurfuglarnir í Os-
bourne-fjölskyldunni slógu í gegn
hafa mörg hjón og fjölskyldur reynt
að leika sama leik. Þau Jessica
Simpsson og Nick Lacey, Carmen
Electra og Dave Navarro og Britney
Spears og Kevin Federline létu öll
gera raunveruleikaþátt um líf sitt og
hafa öll pörin nú sótt um skilnað.
Það er því spurning hvort hjóna-
band Beckham-hjónanna þoli álag-
ið sem mun fylgja þættinum. Sögu-
sagnir eru uppi um það að herra
David hafi fengið litlu ráðið um þátt-
inn þar sem Victoria hefur í mörg
ár reynt að auka frægðarsól sína en
með misjöfnum árangri þó.
asgeir@dv.is
Victoria Beckham hefur skrifað
undir 10 milljóna punda samn-
ing um gerð sjónvarpsþáttar
vegna búferlaflutninga hennar
og Davids til Los Angeles.
búferlaflutningar Beckham-hjóna
HHH
Velkomin til Bandaríkjanna vaxstyttur
af hjónunum á madame Tussauds-safninu.
David og Victoria
Beckham verða í
raunveruleikasjón-
varpsþætti um
búferlaflutninga sína
til bandaríkjanna.
Faðir rapparans Ludacris lést úr
alvarlegum veikindum aðfaranótt
sunnudagsins. Faðirinn hét Wa-
yne Bridges og var búinn að berj-
ast við heilsuleysi í langan tíma.
Fyrr í mánuðinum vann Ludacris
Grammy verðlaun fyrir plötuna Re-
lease Therapy og vildi hann þá til-
einka verðlaunin föður sínum. „Hr.
Wayne Bridges ég elska þig fram á
síðasta dag,“ sagði Ludacris þeg-
ar hann tók við verðlaununum, en
hann var verðlaunaður fyrir bestu
rappplötu og besta rapplagið. Í kjöl-
far dauða Wayne hefur Ludacris
gefið út fréttatilkynningu, þar sem
hann biður fjölmiðla um að angra
sig sem allra minnst, þar sem hann
vilji nota næstu daga og vikur til að
syrgja. „Við þökkum þær heillaósk-
ir sem við höfum fengið og erum
orðlaus yfir þeim stuðningi sem að-
dáendur hafa veitt okkur. Takk fyr-
ir allt,“ stóð meðal annars í frétta-
tilkynningunni. Ludacris er einn
farsælasti rappari Bandaríkjanna,
hann seldi fyrstu plötuna sína sjálf-
ur úr skottinu á bílnum sínum og
græddi á tá og fingri. Síðasta platan
hans, Release Therapy hefur selst í
milljónum eintaka út um allan heim
og þótti ein af bestu plötum ársins
í fyrra. Undanfarið hefur hann svo
sótt í sig veðrið í leiklistinni og hefur
leikið burðarhlutverk í Óskarsverð-
launamyndum á borð við Crash og
Hustle & Flow.
Rapparinn Ludacris missti föður sinn úr veikindum á sunnudaginn var:
Vill fá að syrgja föður sinn í friði
Ludacris Tileinkaði föður sínum sínum
grammy verðlaunin í upphafi mánaðarins.
Sacha Baron
kærður
Breski grínistinn Sacha Baron
Cohen hefur verið kærður af konu
sem segir hann hafa kallað hana tík
og „minger“ sem er breskt slangur
yfir ljóta konu. Cohen á að hafa gert
það í einum þátta sinna af Da Ali G
Show en þar bregður Cohen sér í
líki Ali G. Nafn konunnar var klippt
út úr þáttunum en óklippt útgafa af
atriðinu hefur verið til sýnis á vefnum
youtube.com. Þar segir Ali: „Me used
to go out with this bitch called Heddi
Cundle.“ Hann kallar hana þá líka
„minger“ og segist hafa barnað hana.
Cundle segist hafa kynnst Cohen í
æskulýðsferð til Ísraels árið 1987.
Ford í form
fyrir Jones 4
Leikarinn og Íslandsvinurinn Harri-
son Ford vinnur nú hörðum höndum
að því að koma sér í gott líkamlegt
form fyrir fjórðu kvikmyndina um
Indiana Jones. 18 ár eru síðan leik-
arinn brá sér undir leðurjakkann og
hattinn síðast og óttast hann því að
aldurinn geti spilað rullu í nýju mynd-
inni. „Hann er að úða í sig próteini
og borðar mikið af fisk og grænmeti.
Hann lyftir svo og
lyftir og reynir
að koma sér í
þetta Indiana
Jones -form
eftir bestu
getu,“ sagði
heimildarmað-
ur sem er náinn
leikaranum.
Hostel-
plakat
umtalað
Kynningarplakat fyrir hryll-
ingsmyndina Hostel 2 sem Íslands-
vinurinn Eli Roth leikstýrir hefur
vakið mikla athygli. Plakatið skart-
ar leikkonunni Bijou Phillips haus-
lausri og naktri. Eða öllu heldur
naktri og með höfuðið í hendi sér.
Sem fyrr er það Quentin Tarantino
sem framleiðir myndina en hún
kemur út vestan hafs 8. júní. Hluti
myndarinnar var tekinn upp hér-
lendis en bróðurparturinn í Prag í
Tékklandi.