Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2007, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2007, Qupperneq 32
Margét Sverrisdóttir segir fund- að stíft í þeim tilgangi að stofna nýj- an flokk fyrir næstu alþingiskosn- ingar. Hún segir Ómar Ragnarsson vinna að undirbúningnum með sér og vonast hún til þess að niðurstaða liggi fyrir í vikunni. „Ég leyfi mér að fullyrða að eftir- spurn eftir endurnýjun sé um þrjátíu prósent og ég tel raunhæft að stefna á að ná fylgi helmings þess,“ seg- ir Margrét. Aðspurð segist hún hafa áhuga á að fá Jón Baldvin Hanni- balsson með í baráttuna, gott sé að fá fólk með sem er ekki of niðurnjörv- að því sveigjanleiki sé nauðsynlegur. Eins segist Margrét vilja þiggja ráð og reynslu Jakobs Frímanns Magnús- sonar en hann sagði sig úr Samfylk- ingunni um síðustu helgi. Hann hef- ur þó ekki viljað gefa út hvort hann hyggist ganga til liðs við nýjan flokk Margrétar. Margrét segir nafn á flokkinn ekki ákveðið þótt margar góðar hug- myndir hafi komið fram og vill hún ekki taka ástfóstri við neitt ákeðið nafn fyrr en það hefur verið endan- lega ákveðið. Ljóst sé þó að listabóka- stafur flokksins verði fyrsti stafurinn í nafninu, annað segir Margrét óþarfa áhættu og betra að hann sé ekki aft- arlega í stafrófinu. hrs@dv.is Miðvikudagur 28. febrúar 2007 n Dagblaðið vísir stofnað 1910 Fréttaskot 5 1 2 7 0 7 0 DV borgar 2.500 krónir fyrir fréttaskot sem leiðir til frétta. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast 5.000 krónur. Að auki eru greiddar 10.000 fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. Þannig er hægt að fá 15.000 krónur fyrir besta fréttaskot mánaðarins. Laugavegur 53b • 101 Reykjavík • 5 11 3350 • www.hereford.is HerefordBorðapantanir í síma 511 3350 2 fyri r 1 á drykk jum hússi ns 17 -19 Íslenska nautakjötið klikkar ekki. Notum eingöngu sérvalið íslenskt nautakjöt á Hereford steikhúsi Óregla er þetta á börnunum í Hafnarfirði! Hlutfall efnis, unnið af ritstjórnum, í dagblöðum miðviku- daginn 28. febrúar. Dregið hefur verið frá innsett efni, selt efni og auglýsingar. Efni blaðanna Margrét sverrisdóttir vinnur að stofnun nýs flokks: Vonast eftir 15 prósenta fylgi Margrét sverrisdóttir Segir sig og Ómar Ragnarsson vera aðalkokkana að nýju framboði. „Mælarnir eru notaðir til að skera úr um vafaatriði,“ segir Geir Bjarna- son forvarnafulltrúi í Hafnarfirði. Tekið var upp á því að notast við áfengismæli á grunnskólahátíð þar í bæ í síðustu viku. Gísli segir að örfáir unglingar hafi mælst með áfengi í blóðinu. Mælir- inn nemur alkóhól í andardrætti unglinganna en ekki magn í blóði. Hafi unglingurinn drukkið einn sopa af áfengi finnst það á mælinum, segir Geir, en hann áréttar líka að þeir ein- ir hafi verið mældir sem þóttu grun- samlegir. „Við átt- um áfengis- mæli í gamla daga en vor- um bara að endurnýja,“ svarar Geir spurður hvort verið sé að brjóta blað í forvarnasögu Íslands með mæling- unum. Það mælist ekki vel fyrir að greinast með áfengisanda, segir Geir, en sérstakt vinnuferli fer af stað sé grunur um áfengisneyslu staðfestur. Þá er hringt í foreldra auk þess sem stjórnendur þess skóla sem barnið gengur í eru látnir vita. Geir segir öflugt eftirlit vera á skólaböllunum enda sjá fjölmargir starfsmenn félagsmiðstöðvanna og kennarar um gæslu á svæðinu. Starfs- fólk félagsmiðstöðvanna sé þjálfað til þess að finna út hvort unglingarn- ir hafi neytt áfengis. Yfirleitt séu það einhverjir sem geti ekki beðið eftir því að neyta áfengis en unglingarn- ir mega að sjálfsögðu ekki innbyrða áfengi fyrr en þeir eru orðnir tvítug- ir. Að mati Geirs væri betra að þau slepptu því alfarið. Á heildina litið eru unglingarnir þó til fyrirmyndar og því ekki mikið upp á þá að klaga, að sögn Geirs. Hann segir að gríðarlega vel hafi verið mætt á grunnskólahátíðina en hún er haldin árlega. Þá taka allir grunnskólar í Hafnarfirði og á Álfta- nesi sig til og gera sér glaðan dag. Alls mættu um níu hundruð unglingar og höguðu þeir flestir sér vel. Hátíðin er vímuefnalaus með öllu eins og allt sem tengist grunnskólum og félags- miðstöðvum. GrunnskÓlaBörn sett í áfenGisprÓf Forvarnafulltrúi í Hafnarfirði notar áfengismæla fyrir unglinga: – ef grunur lék á að þau hefðu neytt áfengis á grunnskólahátíð Myndlistarsýning á afmæli fyrrverandi blaðasala Auðunn Gestsson hélt upp á 69 ára afmælið með því að opna sýningu á verkum sínum í Sólheimaútibúi Borgarbókasafns Reykjavíkur. Auðunn var lengi einn þekktasti blaðasali borgarinnar. Hann hefur sótt námskeið í myndlist og er afraksturinn til sýnis á myndlistarsýningunni. Sjá síðu 20. DV-mynd Stefán Geir Bjarnason Forvarnafulltrúinn Geir segir áfengismælinn hafa virkað vel en sjaldan þurfi þó að nota hann. strandaði í innsiglingunni Eyjaskipið Dala-Rafn strand- aði í innsiglingunni í Grindavík á fimmta tímanum í gær. Svo virðist sem skipinu hafi verið stýrt aðeins of snemma í austur og þess vegna rat- að upp í grynningar þar sem Dala- Rafn festist. Dráttarbáturinn í Grindavík kom fljótlega til bjargar en taug sem sett var í Dala-Rafn slitnaði. Það var svo ekki fyrr en björgunarskip björgun- arsveitarinnar Þorbjörns var einnig komið á vettvang að tókst að losa skipið. Otti Sigmarsson, hjá Þorbirni, sagði björgunarstörf hafa gengið vel þó ekki hefðu þau mátt dragast lengi. „Það hefði hreinlega fjarað undan bátnum ef hann hefði staðið þarna í nokkrar klukkustundir.“ Rætt við Dani Danskir embættismenn komu hingað til lands til að ræða við Íslendinga í annað sinn um sam- starf þjóðanna um öryggismál. Fundurinn var í Reykjavík og var fjallað um mögulegar leiðir til að auka samstarf þjóðanna á sviði öryggismála og var ákveðið að hefja frekari vinnu við útfærslu þess. Öryggissvæðið á Keflavík- urflugvelli var heimsótt þar sem Danir kynntu sér aðstæður. Ís- lensku embættismennirnir hafa nýverið átt í viðræðum við Noreg um samstarf í öryggismálum. kviknaði í sendibíl Heimilisfólk í Lindasmára í Kópa- vogi slapp ómeitt þegar eldur kom upp við heimili þeirra í nótt. Eldurinn kviknaði í sendibíl í eigu húsráðenda sem var lagt upp við bílskúr. Þaðan teygði eldurinn sig yfir í bílskúrinn áður en slökkviliðsmenn náðu að ráða niðurlögum hans. Skemmdir á bílskúrnum urðu þó litlar, helst að út- veggir sviðnuðu. Húsráðendur urðu sjálfir varir við eldinn upp úr klukk- an þrjú í nótt og gerðu slökkviliði viðvart. Nóttin var annars róleg hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Annað sem bar hæst var að slökkva þurfti í sinu við Fálkabakka í Breið- holti í gærkvöld. Vöknuðu við reykskynjarann Kona vaknaði við reykskynjara þegar eldur blossaði upp í íbúð hennar í nótt. Hún og tvö börn hennar voru þá sofandi í íbúðinni. Eldurinn kviknaði út frá elda- vél. Konan brást fljótt við og náði að slökkva eldinn með hand- slökkvitæki. Þannig kom hún í veg fyrir bæði meiðsl á heimilisfólki og stórtjón á íbúðinni. Skemmd- irnar urðu ekki meiri en svo að konan og börn hennar gátu lagst aftur til svefns í íbúðinni. Talið er að kviknað hafi á hell- unni þegar verið var að þrífa elda- vélina í gærkvöld. Hitinn magnað- ist síðan og braust út eldur þegar komið var fram á nótt. framboðið að verða að veruleika „Mér heyrist vera talsverð- ur hugur í eldri borgurum og ég vona að menn nái saman um að samþykkja tillögu um slíkt fram- boð,“ segir Arnþór Helgason, einn þeirra sem undirbúa sameiginlegt framboð eldri borgara og öryrkja. Verkefnaskrá sem framboð- ið á að byggja á var samþykktur á fundi Átakshóps öryrkja í gær. Úrslitin ráðast svo á sunnudag þegar eldri borgarar fjalla um verkefnaskrána. Áherslan er lögð á að berjast fyrir réttindum og hagsmunum lífeyrisþega sem að- standendur fyrirhugaðs framboðs segja hafa verið fyrir borð borna hin síðari ár. d v v ið sk ip ta B la ð ið M o rG u n B la ð ið Fr ét ta B la ð ið 81% 70% 59% 35% fimm bíla árekstur Fimm bílar lentu í árekstri á Sæbrautinni í Reykjavík laust eftir klukkan átta í morgun. Einn bíll keyrði aftan á annan og síðan lenti hver bíllinn á fætur öðrum í þvögunni. Lögreglumenn voru enn að störfum á slysstað þegar DV fór í prentun. Þá var óljóst hvort einhver meiðsl hefðu orðið á fólki og óvíst hvort þörf hefði reynst fyrir sjúkra- bíl. Algengt er þegar um aftaná- keyrslur er að ræða að fólk leiti á slysadeild síðar sama dag eða næsta dag þegar óþægindi koma í ljós. Einn bílanna skemmdist sýnu mest en aðrir bílar minna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.