Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2007, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2007, Síða 2
föstudagur 27. apríl 20072 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Reykjavíkurborg er ekki sama hvaða rekstur fer fram í fyrirhuguðum höf- uðstöðvum Ungmennafélags Ís- lands, UMFÍ, við Tryggvagötu 13 og mun setja skilyrði um hvernig mál- um verður háttað. Borgarráð samþykkti 9. nóvem- ber umsókn UMFÍ um lóð í tilefni af 100 ára afmæli samtakanna. Með umsókninni fylgdu teikningar að fyrirhuguðum höfuðstöðvum. Fyr- irheit borgarinnar um afhendingu lóðarinnar er háð þessum tillögum þar sem ekki er gert ráð fyrir öðrum rekstri en starfsemi UMFÍ. Engu að síður hefur félagið hafið viðræður við einkaaðila um gistihúsarekstur í góð- um hluta byggingarinnar og sá hluti húsnæðisins yrði því leigður út. Formaður UMFÍ, Sæmundur Runólfsson, hefur staðfest að við- ræður hafi farið fram um að leigja út hótelreksturinn. Fram til þessa hefur hann ekki viljað gefa upp um hvaða rekstraraðila ræðir og ítrek- ar að starfsemin verði aldrei leigð út til annarra en þeirra sem samtökin beri fyllsta traust til. Sæmundur seg- ir enga samninga hafa verið gerða enn sem komið er og af hálfu UMFÍ sé ekki verið að braska með eignina. Samkvæmt áætlun verður húsnæðið tekið í notkun um mitt ár 2009. Reiknað með ungmennafélagsstarfemi Björn Ingi Hrafnsson, borgarfull- trúi Framsóknarflokksins og forseti borgarráðs, telur ekkert óeðlilegt við úthlutunina og bendir á að enn sem komið er sé aðeins um fyrirheit að ræða. Hann segir að farið verði ítar- lega yfir það með forsvarsmönnum UMFÍ hvaða starfsemi verði þarna leyfð. „Auðvitað er þetta mjög dýr- mæt lóð en fordæmin er mörg fyrir því hjá borginni og öðrum sveitarfé- lögum að afhenda verðmætar lóðir til samfélagslegra samtaka, ég get tekið ÍSÍ sem dæmi. Jafnframt eru fordæmi fyrir því að félög hafi leigt út hluta bygginga sinna til fjármögnunar. UMFÍ hefur verið með gistiþjónustu fyrir sína félagsmenn í sínum höfuð- stöðvum og það verður auðvitað rætt hvernig samtökin ætla að standa að gistiaðstöðunni í nýja húsnæðinu,“ segir Björn Ingi. „Fyrirheitið er háð fyrirvara og gert ráð fyrir byggingum sem kveð- ið var á um samkvæmt teikningum. Í henni er fyrst og fremst gert ráð fyr- ir ungmennafélagsstarfsemi. Bygg- ingareitnum verður deilt út formlega þegar deiliskipulag hefur verið sam- þykkt og nánari skilmálar ákveðnir. Við eigum einfaldlega eftir að setjast niður með þessum aðilum og ræða um gistireksturinn.“ Ekkert ákveðið Sæmundur bendir á að engir samningar hafi verið gerðir varðandi gistireksturinn og endanlegar ákvarð- anir ekki verið teknar. Hann staðfestir að fyrirheitið hafi verið gefið á þeim forsendum að UMFÍ sjái alfarið um húsið. „Við höfum verið í viðræðum við aðila en ekkert ákveðið í þeim efnum. Aðalmálið er að við ætlum að eiga þetta fjölnota hús og þar eiga að vera okkar höfuðstöðvar. Við erum að vinna eftir nákvæmlega sömu tillög- um og voru sendar með umsókninni þar sem gert er ráð fyrir okkar starf- semi. Að fá inn þriðja aðila hefur bara verið á viðræðustigi,“ segir Sæmund- ur. „Það er alveg rétt að samkvæmt þeim hugmyndum sem við sendum inn er ekki gert ráð fyrir neinum sam- starfsaðila. Ef það er eitthvað mál af hálfu borgarinnar að vera með þriðja aðila þarna inni þá verður það bara ekkert, við bara bökkum með það og gerum þetta sjálfir.“ Ekki sama hvernig verður Aðspurður segist Björn Ingi ekki hafa fengið neinar upplýsingar um að gistirekstur verði í höndum þriðja aðila en hann útilokar ekki að sú leið verði samþykkt. Hann ítrekar vilja sinn til að flest íþróttafélög borgar- innar fái aðgang að UMFÍ og því fari vel að því að hafa höfuðstöðvar þess í miðborginni. „Að mínu mati er of snemmt að segja til um hvort borgin muni setja ákveðin skilyrði gegn því að einka- aðili sjái um reksturinn,“ segir Björn Ingi. „Þegar samfélagsaðilar hafa fengið svona úthlutað þá gilda um það ákveðin skilyrði og þá kemur líka til greina að ef aðili komi þarna inn, sem er í samkeppnisrekstri, þurfi að greiða meira endurgjald fyrir þann hluta. Ég er sannfærður um að UMFÍ mun örugglega fylgja þeim fyrirtætl- unum sem við setjum. Við höfum tekið vel í þær hugmyndir sem lagðar hafa verið fram og það er ekki sama hvernig þetta verður gert.“ TRausTi hafsTEinsson blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Borgin setur skilyrði F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð þriðjudagur 17. apríl 2007 dagblaðið vísir 43. tbl. – 97. árg. – verð kr. 235 fulltrúar reykjavíkur sýndu ungmennafélagi íslands rausnarskap: Við erum ströngust borgin gaf hótel- lóð í miðborginni -þiggjendurnir ætla að nýta húsið að hluta fyrir sjálfan sig en leigja mestan hlut út til hótelrekstrar. Hugsanlega breyttar forsendur fyrir gjöfinni. Sjá baksíðu. fréttir fréttir >>Sparnaður stjórnvalda er helsta orsök mismunar til launa í fæðingarorlofi. Fangar: Helmingur á hvergi heima Ráðamenn bera ábyrgðina Bílstjórar gegn ölvunarakstri >> Leigubílstjórar berjast gegn akstri ölvaðra og merkja bíla sína með áróðri gegn ökuglæpamönnum. >> Innflytjendur til Íslands búa við strangari reglur en eru í öðrum löndum. fréttir KR-ingar Íslandsmeistarar sport Vilja vita meira Borgarráð mun óska eftir hugmyndum uMfí um fyrirhugaðan gistirekstur í nýjum höfuðstöðvum samtakanna. Þær verða reistar á verðmætri lóð sem borgin hefur gefið fyrirheit um. „Fyrirheitið er háð fyr- irvara og gert ráð fyrir byggingum sem kveð- ið var á um samkvæmt teikningum.“ Borgaryfirvöld setja skilyrði fyrir því hvernig starfsemi verður í húsi ungmennafé- lags Íslands á lóð í miðbænum sem samtökin fengu að gjöf. Forystumenn Ungmenna- félags Íslands hafa átt viðræður við einkaaðila um hótelrekstur í húsinu. Óvíst er þó hvort borgaryfirvöld fallist á slíkan rekstur. Ætlum að efla þjónustuna „Við erum að vinna samkvæmt níu liða áætlun til að styrkja starf- semi BUGL. Það er auðvitað ekki gott að hafa biðlista og alltaf má gera betur. Að mínu mati eiga erfiðustu tilvikin að fá meðferð inni á BUGL og vægari tilvik eiga að beinast til heilsugæslunnar. Grunnþjónustuna ætlum við að efla og þetta er allt saman að fara í gang,“ segir Siv Friðleifsdóttir. Biðtími eftir greiningu hjá Barna- og unglingageðdeild Landspítalans getur verið nærri tveimur árum. Á meðan hljóta börn og unglingar ekki nauðsyn- lega aðstoð. Aðspurð telur Siv íslenskt heilbrigðiskerfi standa framarlega. Hún telur mikilvægt að gera heilsugæsluna í stakk búna til að taka á vægari tilvikum. Endurlífgaður í Kópavogslaug Fimmtán ára piltur drukknaði í Sundlaug Kópa- vogs í gærmorgun en var end- urlífgaður. Pilturinn var í skólasundi þegar atvikið átti sér stað. Ekki er ljóst hver tildrög slyssins eru en piltinum var bjargað og var hann þá meðvitundar- laus og andaði ekki. Þá hófust björgunaraðgerðir sem stóðu yfir þar til sjúkralið kom á vett- vanginn. Þeir tóku við og tókst að koma piltinum aftur til meðvitundar. Hann var fluttur á gjörgæslu. Ekki er vitað hvað kom fyrir. Sundlaug Kópavogs var lokuð í gærdag á meðan rannsókn fór fram. Vörubíll valt Vörubíll valt á hringtorginu við Hveragerði um hádegisbilið í gær. Bíllinn, sem er venjulegur vörubíll með tengivagn, ók inn á hringtorgið og virðist sem ökumaðurinn hafi misst stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann valt. Vörubíllinn fór ekki út af veginum heldur lá á hlið- inni og gat umferð smeygt sér framhjá án vandræða. Lögreglu- menn þurftu að kalla eftir aðstoð stórvirks krana á vettvang til að fjarlægja bifreiðina. Strandaði við Fagranes Björgunarsveitir og áhöfn björgunarbátsins Sigurvins voru kölluð út þegar sex tonna trilla strandaði við Fagranes laust eftir miðnætti í fyrrinótt. Einn maður var um borð. Sigurvin var fljótur á staðinn og hófust þá tilraunir til að þétta botn trillunnar og dæla úr henni sjó. Það gekk þó ekki nægilega vel. Sigurvin sigldi til hafnar með trilluna í eftir- dragi en þar sem hún maraði í hálfu kafi sóttist ferðin seint. Gott veður var á strandstað en þung undiralda. Talið er að sjálfsstýring bátsins hafi bilað. Fangavörðurinn fyrrverandi Heimir Óskarsson játaði í gær fyr- ir Héraðsdómi Suðurlands að hafa smyglað fíkniefnum inn á Litla- Hraun þegar hann starfaði þar sem fangavörður í ágúst síðastliðnum. Hann er einnig ákærður fyrir pen- ingaþvott fyrir fangann Mikael Má Pálsson þar sem hann kom hundrað þúsund krónum út úr fangelsinu fyrir hann. Mikael hefur ákærður fyrir að skipuleggja fíkniefnalagabrot með því að hafa fengið Heimi til þess að smygla efnunum inn í fangelsið. Það var á laugardegi í lok ágúst að upp komst um Heimi. Dagurinn var sá síðasti í vinnunni en Heim- ir hugðist hefja nám í lögfræði um haustið. Leitað var á honum en lög- reglan hafði rökstuddan grun um að hann smyglaði fíkniefnum inn í fang- elsið. Ríflega þrjátíu grömm af hassi og rúmlega 240 grömm af kanna- bis fundust í fórum hans. Hann var handtekinn og úrskurðaður í gæslu- varðhald. Einnig var Mikael settur í gæsluvarðhald ásamt öðrum fanga. Lögreglan yfirheyrði fimm menn utan fangelsismúranna í ágúst. Sjálf- ur játaði Heimir brot sín fyrir lögreglu og var haft á orði að hann hefði verið mjög samvinnuþýður við rannsókn málsins. Í ljós kom að nokkrum dögum áður en hann smyglaði fíkniefnum inn í fangelsið fór hann með hundrað þúsund krónur í reiðufé fyrir Mikael Má út úr fangelsinu. Hann hitti ótil- greindan mann og lét hann hafa féð. Talið er að Heimir hafi smyglað fíkniefnum inn í fangelsið allt sumar- ið. Valtýr Sigurðsson, fangelsismála- stjóri, hafði orð á því síðasta sumar, að fíkniefnaneysla innan fangelsis- ins, hefði verið óvanalega mikil. Svo virðist sem innflutningurinn hafi ver- ið vel skipulagður. Sjálfur var Mika- el dæmdur til fangelsisvistar fyrir að smygla kókaíni inn í landið snemma á síðasta ári. Heimir játaði brot sín skýlaust fyr- ir Héraðsdómi Suðurlands í gær. Rík- issaksóknari krefst tveggja til fjögurra mánaða fangelsisdóms. Brot Heimis eru talin sérlega alvarleg vegna starfs hans. Hann hefur þó aldrei áður orðið uppvís að ólöglegu athæfi. Báðir pilt- arnir bíða dóms en hann verður kveð- inn upp innan þriggja vikna. valur@dv.is Viðurkenndi peningaþvott og fíkniefnainnflutning: Fangavörður játar dópsmygl fangavörður játar fangavörðurinn Heimir Óskarsson játaði að hafa smyglað fíkniefnum inn á litla-Hraun þegar hann starfaði þar sem sumarstarfsmaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.