Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2007, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2007, Side 4
„Ég var ekki neyddur til þess að hætta en ég hafði hugsað mér að vera ár í viðbót hefði ég fengið til þess stuðn- ing. En þetta varð niðurstaðan og ég hlýti henni,“ segir Jóhannes Geir Sigurgeirsson sem settur var af sem stjórnarformaður Landsvirkjunar í gær. Engar skýringar Jóhannes segist enga skýringu hafa fengið á því af hverju þess- ar breytingar voru gerðar gegn vilja hans. Honum finnst erfitt að hætta áður en Kárahnjúkavirkjun verður sett í gang sem mun gerast á næstu mánuðum. „Það verður ekki og við því er ekkert að gera.“ Jóhannes Geir og bætir við að þótt hann hefði kosið að vera lengur fari hann sáttur frá fyr- irtækinu. Jóhannes vildi ekki tjá sig um við hverja eða með hvaða hætti hann hefði látið óánægju sína í ljós, en svarar því játandi að Jón Sigurðs- son, formaður Framsóknarflokksins, hafi vitað afstöðu hans. Hann segir nokkra vikna aðdraganda hafa verið að stjórnarformannsskiptunum þótt málið hafi fyrst verið rætt um ára- mótin og menn hafi skipst á skoðun- um um skiptin í framhaldinu. Páll Magnússon, bæjarritari í Kópavogi og fyrrverandi aðstoðar- maður Valgerðar Sverrisdóttur, tek- ur við stjórnarformennskunni af Jó- hannesi. Þegar ráðherrar flokksins hittust á fundi fyrr í vikunni gagn- rýndi Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis- ráðherra Jón Sigurðsson, formann flokksins, en stjórnarformannsskipt- in eru gerð að undirlagi Jóns. „Ég hef í sjálfu sér ekkert annað en gott um Pál Magnússon að segja. Ég hef þekkt hann frá því hann var ungling- ur,“ segir Jóhannes Geir. Laus í vinnu „Ég hef notað tímann síðustu tvö ár til að taka mitt háskólanám sem ég frestaði í 35 ár. Ég þarf bara að skoða hvað ég geri í framhaldinu, ef það er einhver þarna sem hefur áhuga á mér þá lætur hann vita,“ segir Jó- hannes aðspurður hvort hann sé bú- inn að finna sér vinnu. Hann seg- ist fara frá fyrirtækinu með söknuði en segir það líka ákveðinn létti því stjórnarformennskunni hafi fylgt mikil ábyrgð. Spennandi viðfangsefni „Þetta er spennandi viðfangsefni þannig að ég er mjög þakklátur fyr- ir að fá að taka þátt í þessu verkefni,“ segir nýskipaður stjórnarformað- ur Páll Magnússon. Aðspurður hvort ekki sé óþægilegt að taka við stóln- um í þeim látum sem orðið hafa seg- ir Páll að hann hafi ekki orðið var við nein læti enda hafi enginn kvartað við hann. Páll segir of snemmt að segja til um hvort honum fylgi áherslubreyt- ingar en sjálfsagt fylgi nýir siðir nýj- um mönnum. Hann á þó ekki von á stefnubreytingum í stjórn Landsvirkj- unar. „Ég kom ekkert að þeirri ákvörð- un að skipt yrði um stjórnarformann. Ég hef heyrt af því að þetta hafi ver- ið niðurstaðan um áramótin en mitt nafn kom mér að vitandi ekki upp fyrr en fyrir nokkrum vikum,“ segir Páll. Hann mun áfram gegna starfi bæj- arritara Kópavogs enda ekki um fullt starf að ræða í Landsvirkjun heldur stjórnarsetu sem hann ætlar að sinna af alúð. Rekstarhagnaður Landsvirkj- unar á síðasta ári nam 9,8 milljörð- um króna en hagnaðurinn var 4,7 milljarðar króna árið á undan. „Það er alltaf hægt að gera betur í rekstri og það er hlutverk stjórnarinnar að sýna aðhald,“ segir Páll. Ákveðið var á stjórnarfundi í gær að greiða 500 milljónir króna í arð. föstudagur 27. apríl 20074 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Samstarf þrátt fyrir ágreining „Engir norskir hermenn verða með fasta búsetu hér á landi,“ sagði Geir Haarde for- sætisráðherra á blaðamanna- fundi um undirritun varnar- samnings Íslands og Noregs. Geir sagðist vera ánægður með að frændþjóðirnar geti starfað saman að öryggismál- um þrátt fyrir deilur í sjávar- útvegsmálum. „Þetta eru tvö aðskilin mál og það er eðli- legt að nágrannaþjóðir deili að einhverju leiti, alveg eins og í hjónabandi,“ segir Geir. Ennfremur tók Geir fram að viðræður standi yfir við Dan- mörku, Bretland og Kanada auk þess sem Þýskaland hafi óvænt lýst yfir áhuga og mun sendinefnd á þeirra vegum koma til landsins í maí næst- komandi. Uppihald fyrir erlendan her Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, furðar sig á samkomulaginu sem stjórnvöld hafa gert við Norðmenn um varnarmál. Steingrímur segir ekkert hafa komið fram sem rétt- læti að Íslendingar haldi uppi erlendum herjum við óþarf- ar og jafnvel varhugaverð- ar heræfingar. Telur hann að þeim fjármunum sem verður varið í þetta yrði betur varið í að efla borgaralega gæslu- og björgunarstarfsemi Íslendinga. Raunar telur Steingrímur að samstarfið við Norðmenn geti leitt til þess að Landhelgisgæsl- an verði síður efld en ef ekki hefði komið til samstarfsins. Refsingarnar verða þyngri Þeir sem brjóta af sér í um- ferðinni mega frá og með degin- um í dag eiga von á að sæta mun harðari viðurlögum en áður. Ný umferðarlög og reglugerð- ir taka gildi í dag. Lögregla getur nú gert bíl upptækan ef eigandi hans er staðinn að stórfelldum eða ítrekuðum ölvunarakstri, hraðakstri eða akstri án ökurétt- inda. Þá er kveðið á um að öku- maður skal sviptur ökuréttind- um í þrjá mánuði hið minnsta ef hann keyrir á tvöfalt hærri hraða en leyfilegur hámarkshraði segir til um. Nýir ökumenn verða að vera varkárari en áður. Fái þeir fjóra punkta áður en bráðabirgða- ökuskírteini þeirra rennur út er hægt að svipta þá réttindum þar til þeir hafa farið á námskeið og tekið ökupróf að nýju. Jóhannes Geir Sigurgeirsson vildi sitja í stóli stjórnarformanns Landsvirkjunar í eitt ár til viðbótar. Hann segir Jóni Sigurðssyni, formanni Framsóknarflokksins, hafa verið kunnugt um vilja hans til að sitja áfram. Hann segist ekkert hafa út á arftaka sinn, Pál Magnússon, að setja. AUGLÝSIR EFTIR STARFI HJördíS rut SiGurJónSdóttir blaðamaður skrifar: hrs@dv.is Jóhannes Geir segist engar skýringar hafa fengið á því af hverju hann var settur af. Jóhannes Geir fylgist með viðtali við Pál Magnússon Jóhannes segist hafa þekkt pál frá því hann var unglingur og hafa ekkert út á hann að setja. Útlendingar bjóða vinnu sína ódýrt á Suðurnesjum: Vilja vinna fyrir 300 kall „Þarna er um einangruð tilvik að ræða þar sem tveir karlar hafa farið á milli fyrirtækja og undirboðið. Sem betur fer er þetta mjög sjaldgæft en það eru líka til dæmi um að Íslend- ingar bjóði sig fram fyrir lítið. Í þessu tilviki er þó botninum líklega náð því þetta eru lægstu upphæðirnar sem ég hef heyrt,“ segir Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambands Ís- lands. Borið hefur á undirboðum launa á vinnumarkaði á Suðurnesjum þar sem erlendir verkamenn í atvinnuleit, einkum Pólverjar, bjóðast til að ráða sig til starfa fyrir allt niður í 300 krónur á tímann svart. Verkamennirnir hafa leitað til fyrirtækja bæði í sjávarútvegi og byggingariðnaði á Suðurnesjum. Þessu greina Víkurfréttir frá og segja heimildarmenn sína staðfesta þessi undirboð sem vekji upp þá spurningu hversu algengt sé að fyrirtæki séu að nýta sér þessi gylliboð. Kristján vonast til þess að íslensk- ir atvinnurekendur nýti sér ekki sér slík tilboð. Hann segir fjölda manns koma hingað til starfa úr mikilli neyð í heimalandi sínu. „Við sjáum fólk koma hingað úr óskaplegri neyð. Það er mjög dapurlegt ef það er staðreynd að íslenskir atvinnurekendur séu að nýta sér þessa neyð. Ég spyr þá ein- faldlega um siðferði þeirra og trúi því bara ekki að þetta viðgangist. Það get- ur bara ekki verið,“ segir Kristján Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykja- nesbæjar, tekur í sama streng og undr- ast slík undirboð þar sem skortur sé á vinnuafli ef eitthvað er. Hann hef- ur enga trú á að atvinnurekendur taki þátt í þessu því slíkt væri óvirðing við alla málsaðila. „Ég hef heyrt af því að svipuð tilvik hafi komið upp á síðustu árum. Þetta kemur mér á óvart því hér eru nóg störf að finna fyrir ófaglærða, til dæmis í byggingariðnaði. Af þeim sökum hljómar þetta sérkennilega og er sannfærður um að þetta séu undan- tekningartilvik. Að sjálfsögðu hvet ég menn til að líta framhjá svona undir- boðum og tel mig varla þurfa að minna atvinnurekendur á það,“ segir Árni. trausti@dv.is Lágt kaup Neyð erlendra verkamanna hefur fengið þá til að bjóða fram vinnu sína í fiskvinnslu og byggingariðnaði fyrir lágt kaup. Borið hefur á undirboðum á suður- nesjum undanfarið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.