Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2007, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2007, Page 30
Köfunardagurinn var haldinn hátíðlegur í Sundhöll Reykjavíkur í ellefta sinn um síðustu helgi. Þeg- ar blaðamann bar að garði var mik- ið fjölmenni og höfðu kennarar og leiðbeinendur vart undan, slíkur var fjöldinn. Fjölmargir loftkútar höfðu klárast og var mikið líf í vatninu og sáust ungir sem gamlir skemmta sér konunglega. „Í fyrra komu 270 manns og síð- ustu þrjú ár hefur þetta alltaf verið meiri og meiri aukning. Þetta virðist stefna í að toppa árið í fyrra, sem var þó algjört metár,“ sagði Anton Smári Sigurjónsson formaður Sportkaf- arafélags Íslands sem kom að þess- um árlega degi ásamt fjölda annarra félaga í Sportköfunarfélaginu. „Hingað eru krakkar að koma sem og fullorðið fólk, nánast all- ir aldurshópar. Við höfum ótrúlega gaman af því að leyfa krökkunum að prófa og svo er það líka svo gefandi. Þeir virðast líka hafa alveg ofsalega gaman af þessu.“ Kostar sitt en lítið um afföll Smári segir að ef fólk vilji byrja að kafa og hafi ekki komist á köfun- ardaginn sé um að gera að kíkja á heimasíðu félagsins kofun.is. „Það eru fjórir aðilar að kenna hvern einasta dag og tveir skólar sem vinna við að kenna. Þessir aðil- ar eru með krækju inni á heimasíð- unni okkar. Ef þú ert að byrja og ferð á námskeið þá kostar námskeiðið 55 þúsund krónur, þar færð þú allan búnað sem þú þarft og í framhald- inu er hægt að leigja búnað. Með því námskeiði sem heitir Open Water færðu réttindi á 18 metra dýpi.“ Smári segir að byrjendapakki kosti á milli 70 og 350 þúsund, allt eftir því hversu mikið er lagt í bún- aðinn. Hvort sem það er neðan- sjávarmyndavél, búningur, önd- unarbúnaður eða betri búnaður. Byrjendakostnaðurinn virðist hár en hafa skal í huga að afföll á verði búnaðar eru ekki mikil. Almennur viðhaldskostnaður búnaðs er sam- bærilegur við reiðhjól. Fjöldi annara framhaldsnám- skeiða eru síðan í boði, Advanced Open Water Diver réttindi sem leyf- ir þér að kafa niður á fjörutíu metra dýpi og síðan Nitrox diver þar sem þú færð nitrox-blöndu á loftkútinn. „Það verður að sýna skírteini til að fá Nitrox á loftkútinn því kunn- áttuleysi með Nitrox getur leitt til eitrunar og dauða. Það dugar samt alveg fyrir hinn almenna áhugamann að hafa Open Water-skírteini.“ Þingvellir heimsfræg köfunarperla Köfunarmenn og -konur hafa verið dugleg að kafa hjá Álverinu í Straumsvík, í Kleifarvatni og á Þing- völlum sem er ein frægasta köfunar- perla heimsins. „Þingvellir eru mikið sóttur sem köfunarstaður, gjáin Silfra er dýpst 65 metrar en það er hægt að kafa þar sem Open Water-kafari og hafa ofboðslega gaman af. Það eru fullt af köfunarstöðum rétt hjá höfuðborg- arsvæðinu. Það eru margir sem halda að köf- un snúist um að komast á sem mest dýpi, en þannig er það alls ekki. Það sem þú vilt sjá í köfun er dýralíf og það getur verið mikið líf á tíu metra dýpi og jafnvel fimm metra dýpi. Ég hef farið í meiriháttar köfunarferð- ir á fimm til tíu metra dýpi. Suður í Garði er mjög gaman að hoppa bara fram af Garðsbryggju, þar er 19 metra dýpi mest og mikið dýralíf. Nokkrir félagar köfuðu þar með höfrungum í klukkutíma þangað til að loftið kláraðist. Þá fóru þeir bara nánast að gráta við að þurfa að yf- irgefa þá. Það er til myndband af þessu og er rosalega flott. Það eru þó nokkrir meðlimir í fé- laginu þar sem öll fjölskyldan er að kafa, krakkarnir og hjónin. Sá yngsti í félaginu sem hefur Open Water- réttindi var 12 ára þegar hann tók réttindin. Það er miðað við að krakk- arnir séu orðnir 15 ára en sumir krakkar eru svo öruggir með sig að það er ekkert mál.“ benni@dv.is föstudagur 27. apríl 200730 Sport DV Köfun Nokkrir félagar köfuðu með höfrungum í klukkutíma þangað til að loftið kláraðist. Þá fóru þeir bara nánast að gráta við að þurfa að yfirgefa þá. snýst eKKi um að fara sem dýpst Mikið fjölmenni kíkti við í Sundhöll Reykja- víkur á hinn árlega köfunardag Sportkaf- arafélags Íslands um síðustu helgi. Sá yngsti sem prófaði var tíu ára og sá elsti var um sjö- tugt. Tilbúinn í slaginn Þessi ágæti herra var tilbúinn til að læra að kafa. Handagangur í öskjunni Það var líf og fjör í sundhöllinni um síðustu helgi. Ungir sem aldnir Hér eru kennarar að gefa ungum nemanda góð ráð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.