Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2007, Qupperneq 35

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2007, Qupperneq 35
fimmtudagur 19. apríl 2007DV Sport 35 gefa þessum strákum tækifæri með meistaraflokki þegar þeir eru ungir. Það hefur mjög mikið að segja. Allir þessir leikmenn hafa fengið sín tæki- færi og verið að æfa með meistara- flokki,“ segir Luka Kostic. Það er meira gert í landsliðsferð- um en spilað. „Sögustundirnar í her- bergi doktors Einars eru algjörlega ómissandi í svona ferðum og svo má ekki gleyma skemmtikvöldunum hjá Frey. Hann sýnir þar töfrabrögð og fleira. Svo eru strákarnir með leikja- tölvur svo þeir skemmta sér bara eins og þeir geta.“ Það eru margar freistingar í lífinu fyrir unga stráka en Luka Kostic seg- ist engar áhyggjur hafa af því að þess- ir strákar sem eru í U17 landsliðinu villist af braut. „Ég er ekki í vafa um að fótbolti er efst í forgangsröð þess- ara stráka ásamt kannski skólanum. Ég hef fylgst með þeim í gegnum dagbókarform sem ég hef látið þá fylla út. Þar hefur sýnt sig að það er ekki mikill tími fyrir mikið annað en fótboltann og skólann,“ segir Luka. „Ég hef svakalega trú á þessum strák- um og tel að þeir séu enn á uppleið. Við eigum ennþá eitthvað inni.“ elvargeir@dv.is Luka Kostic - landsliðsþjálfari Hefur stjórnað u17 landsliði karla frá 2003 en hann hafði áður þjálfað lið Þórs, grindavík- ur, Kr og Víkings í efstu deild. Hann þjálfar einnig u21 landslið karla í dag og vinnur að ýmsum málum, þar á meðal hæfileika- mótun, fyrir Knattspyrnusam- band íslands. Vignir Jóhannesson - Breiðablik Fæddur 6. september 1990 markvörður sem hefur sýnt mjög miklar framfarir á síðustu mánuðum og er enn að gera það. Er búinn að þroskast mikið líkamlega og í hugsun. grimmur, ákveðinn og með góð viðbrögð milli stangana. Hann er mjög jákvæður og góður fyrir hópinn. týpa eins og markverðir eiga að vera. Trausti Sigurbjörnsson - ÍA Fæddur 25. september 1990 mjög metnaðargjarn markvörð- ur. Var fyrst þriðji markvörður í þessum aldursflokki en setti sér það markmið að verða númer eitt. Er aðalmarkvörður u17 landsliðsins í dag og geislar af öryggi og sjálfstrausti sem smitar út frá sér til hópsins. gefst aldrei upp og stígur vart feilspor í markinu. Finnur Orri Margeirsson - Breiðablik Fæddur 8. mars 1991 Er einu ári yngri en flestir í hópnum. Hvar sem hann er látinn spila þá stendur hann allt- af 100% fyrir sínu. Hefur nef fyrir leiknum, góða tækni og gefur aldrei tommu eftir. Er rólegur utan vallar en innan hans er hann eins og eldgos. Hefur sýnt það í leikjum gegn stærri og reyndari mönnum hversu megnugur hann er. Kristinn Jónsson - Breiða- blik Fæddur 4. ágúst 1990 Hefur sprungið út en hann spilar oftast sem vinstri bakvörður. Er sóknarsinnaður og líklegur til að skapa hættu fram á við með fyrirgjöfum eða skotum. Er einnig mjög sterkur varnarlega. getur hlaupið endalaust og gefur liðinu nýjar víddir í spilamennskunni. Kristinn Steindórsson - Breiðablik Fæddur 29. apríl 1990 Hefur mjög mikla kunnáttu og líkir luka honum við demant. getur notað báðar fætur og hefur góða tækni. Er með mjög gott auga fyrir samspili og getur skorað mörk. Hefur verið að spila með meistaraflokki Breiðabliks og skorað á undirbúningstímabilinu. Eini galli hans er að honum skortir styrk líkamlega. Brynjar Benediktsson - FH Fæddur 7. febrúar 1990 Hefur svakalega knattspyrnu- getu og mikið jafnvægi. tæknilega er hann frábær og hefur margt til brunns að bera. Hefur verið að leysa þrjár stöður með landsliðinu, djúpan miðjumann, á vængnum og sókninni. Hjá fH spilar hann frammi og skorar mikið. Er ómissandi fyrir hópinn. Guðlaugur Victor Pálsson - Fylkir Fæddur 30. apríl 1991 Er einu ári yngri en flestir í hópnum. Hefur mikla hæfileika en þarf að læra meira varðandi skipulag. Þetta mót getur hjálpað honum í því. mjög góður í öllu spili. Býr yfir tækni og kemur með meiri möguleika inn í hópinn með þeim mikla hraða sem hann býr yfir. Björn Jónsson - Heerenveen Fæddur 7. janúar 1990 Spilar í Hollandi. mjög skemmtilegt að fylgjast með honum enda listamaður með knöttinn. Hefur glæsilega tækni og er þar að auki stór og vinnur mikið af skallaboltum. mjög duglegur og þá er hann með frábæran leikskilning. Spilamennska liðsins snýst að miklu leyti í kringum hann. Aaron Palomares - HK Fæddur 9. mars 1990 fljótur og grimmur kantmaður sem býr yfir fínni tækni og getur hlaupið endalaust. Hann er góður í samspili og stöðugt ógnandi. Skorar en skilar sínu einnig varnarlega. Hefur vaxið mikið sem leikmaður og hefur til dæmis bætt leikskilning til mikilla muna. Eggert Rafn Einarsson - KR Fæddur 28. janúar 1990 Spilaði einnig með u17 landslið- inu í fyrra og á því marga leiki að baki. mjög hraður og harður varnarmaður sem erfitt er að komast framhjá. hefur mjög góðar sendingar, bæði langar og stuttar. Hefur sýnt miklar framfarir síðustu mánuði. traustur og glæsilegur fyrirliði. Þórarinn Ingi Valdimarsson - ÍBV Fæddur 23. apríl 1990 Örvfættur leikmaður sem gefur liðinu meiri möguleika vinstra meginn á vellinum. Er hraður og góður í samspili. Er mjög góður í hóp, hefur mikinn leiksskilning og er alltaf tilbúinn til að læra meira. Ótrúlega jákvæður og mikil útgeislun í kringum hann. Ragnar Þór Gunnarsson - ÍA Fæddur 6. júní 1990 Ákveðinn mótor í liðinu. duglegur leikmaður sem er á fullu allan tímann. Er líka mjög góður í að lyfta liðinu upp, hvetur liðsfélagana áfram. Hann er mjög hugrakkur og les leikinn mjög vel. Hefur góða tækni og endalausa hlaupagetu. luka segir hann vera gullmola innan hópsins, bæði innan vallar og utan. Kolbeinn Sigþórsson - HK Fæddur 14. mars 1990 leikmaður sem andstæðingarn- ir vilja ekki mæta. Stöðugt ógnandi og hefur nánast fullkomna boltatækni. Er einnig mjög sterkur í loftinu og góður að spila. Hans tími í unglinga- knattspyrnu er að baki og hann er tilbúinn í alvöru slaginn. dregur liðið á hærra plan og er þegar á óskalista margra stórliða í Evrópu. Hólmar Örn Eyjólfsson - HK Fæddur 6. ágúst 1990 Sonur Eyjólfs Sverrissonar, a- landsliðsþjálfara og fyrrum atvinnumanns. framtíðarvarn- armaður og hefur heilmikla getu. Er mjög hraður og sterkur líkamlega. mjög erfitt að komast framhjá honum maður á mann. Hefur góðar langar sendingar og mikinn stökkkraft líkt og faðir hans. mjög traustur og smitar út frá sér jákvæðni. Frans Elvarsson - Njarðvík Fæddur 14. ágúst 1990 leikmaður sem býr yfir mikilli spyrnutækni og á mjög góðar sendingar. mjög harður varnarlega og er sterkur í loftinu. Hann hleypur endalaust og spilar boltanum oft einfalt. Hann heldur boltanum vel niðri á jörðinni sem er markmið liðsins. Spilar vel fram á við og bindur liðið saman sóknarlega og varnarlega. Viktor Unnar Illugason - Reading Fæddur 25. janúar 1990 Spilar með unglingaliði og varaliði reading á Englandi. Hefur mikla getu og kann að skora. Hann er með góða tilfinningu fyrir boltanum, heldur miklum stöðugleika, hefur auga fyrir samspili og er sífellt ógnandi í sóknarleiknum. Hann er líkamlega sterkur og duglegur. Ber ekki virðingu fyrir neinum andstæðingi og býr yfir hugrekki. Jóhann Laxdal - Stjarnan Fæddur 27. janúar 1990 Öll góð lið verða að hafa svona leikmann í sínum röðum. Er ómissandi fyrir liðið og skilar alltaf sínu. Á móti mörgum stórefnilegum erlendum leikmönnum hefur hann sýnt hvað í honum býr. Er varnarjaxl sem er duglegur og jákvæður. með mikið sjálfstraust. Arnar Sveinn Geirsson - Valur Fæddur 30. ágúst 1991 Er einu ári yngri en flestir í hópnum en hefur blómstrað undanfarna mánuði. Var fyrst valinn í æfingahópinn til að undirbúa hann fyrir næsta ár. Hann sló hinsvegar í gegn á æfingum og komst alla leið í hópinn. Hraður og sterkur líkamlega, er mjög ógnandi og fer rakleiðis að marki andstæð- ingsins. Er með íþróttagen og gefur liðinu aðrar víddir. STOLTUR HVERNIG SEM FER Leikir Íslands í riðlinum í Belgíu: 2. maí: England 4. maí: Holland 7. maí: Belgía Ræðan Luka Kostic ræðir við strákana. Efnilegur hópur Luka Kostic segist aldrei hafa séð jafngóðan hóp hjá unglingalandsliði á Íslandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.