Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2007, Page 38
Föstudagur 27. apríl 200738 Helgarblað DV
að mismuna samkynhneigðum áfram
Þjóðkirkjan samþykkir
P
restastefna sem haldin var
á Húsavík fjallaði um mál-
efni samkynhneigðra. Mik-
il spenna ríkti fyrir atkvæða-
greiðslu um umdeilda tillögu
42 presta og guðfræðinga
um að Þjóðkirkjan færi þess
á leit við Alþingi að það samræmdi hjúskap-
arlög og lög um staðfesta samvist þannig að
vígslumönnum Þjóðkirkjunnar og skráðra
trúfélaga yrði heimilt að annast hjónavígslu
samkynhneigðra. Tillagan var felld með mikl-
um mun, sextíu og fjórum atkvæðum gegn
tuttugu og tveimur.
Prestastefnan samþykkti hins vegar tillögu
með 43 atkvæðum gegn 39 að prestar, sem
það kjósa, megi vígja samkynhneigða í stað-
festa samvist.
Samtökin ‘78 segja það vera skýlausa kröfu
þeirra að Þjóðkirkjan viðurkenni fullt jafnrétti
samkynhneigðra og sagði Hrafnhildur Gunn-
arsdóttir, varaformaður samtakannam í sam-
tali við DV á fimmtudag að ljóst sé að Þjóð-
kirkjan ætli sér að halda áfram að mismuna
samkynhneigðum. Niðurstaða atkvæða-
greiðslunnar hafi þó verið eins og við var að
búast. Það sé ekki auðvelt að breyta reglum
sem hafa verið gildandi í mörg hundruð ár.
DV leitaði til nokkurra samkynhneigðra
Íslendinga sem láta sig málið varða og fékk
þeirra álit á niðurstöðu prestastefnunnar.
Spurning hvort kirkjan sé hæf til að
fara með heimild að lögum
Heimir Már Pétursson er framkvæmda-
stjóri Hinsegin daga í Reykjavík. Hann er í
staðfestri sambúð með Jean François Tessir,
gert hjá sýslumanninum í Reykjavík.
„Söfnuðir landsins og þar með Þjóðkirkj-
an þiggja heimild sína til að gefa út hjúskapar-
vottorð frá Alþingi. Það er hjúskaparvottorðið
sem veitir hjónum lagaleg réttindi og leggur á
þau lagalegar skyldur, ekki blessun prestsins
eða heitið sem hann biður pör að taka um ei-
lífða tryggð. Blessunin hefur aðeins gildi fyr-
ir trúaða, þá sem vilja bindast trúnaðarbandi
frammi fyrir guði sínum.
Alþingi hefur sett lög sem banna alla mis-
munun gegn samkynhneigðum. Ef Þjóðkirkj-
an getur ekki orðið við þeim lögum með því
að gefa út hjúskaparvottorð fyrir hönd stjórn-
valda til samkynhneigðra, er spurning hvort
hún sé hæf til að fara með heimildina? Það er
ekki sjálfgefið að söfnuðir hafi þessa heimild
og sumstaðar hafa þeir hana alls ekki og fólk
þarf að fá hjúskaparvottorð sitt frá skrifstofu
yfirvalda, jafnvel þótt það þiggi svo blessun
í kirkju. Það er hins vegar verra að þrákelkni
Þjóðkirkjunnar til að viðurkenna kristni sam-
kynhneigðra hefur komið í veg fyrir að löggjaf-
inn veiti öðrum söfnuðum sem óskað hafa eft-
ir því, heimild til að gefa út hjúskaparvottorð
fyrir hönd ríkisins. Lausnin er því ef til vill sú
að taka heimildina af öllum söfnuðum og láta
embættismenn ríkisins alfarið um útgáfu hjú-
skaparvottorða, þar sem gildandi lög um jafn-
an rétt gagnkynhneigðra og samkynhneigðra
er virtur.“
Löggjörningurinn á ekki
heima í kirkju
Bergþór Pálsson söngvari er í sambúð með
Alberti Eiríkssyni framkvæmdastjóra.
„Ég veit ekki alveg hvernig ég á að svara
spurningunni um hvort það skipti samkyn-
hneigða máli að fá að gifta sig í kirkju, vegna
þess að mér finnst löggjörningurinn ekki eiga
heima í kirkju. Mér finnst eðlilegt að farið sé
með þetta mál eins og víða er gert í öðrum
löndum, að löggjörningurinn fari fram hjá
borgarfógeta eða sýslumanni og síðan geti
hver sem er farið í kirkju og fengið blessun
yfir sambandið. En það verður að fara eftir því
hvort trúarstofnunin leyfir það, sjálfum finnst
mér ekki hægt að skylda trúarstofnun til þess
að hafa ákveðna trú.
Mér finnst alveg sjálfsagt að farið sé með
sérstakt ritúal yfir samkynhneigðum en á
sama hátt verður það að vera samkvæmt
sannfæringu prestsins sem framkvæmir það.
Sjálfum finnst mér eðlilegast að ritúalið sé
mjög svipað þótt það sé auðvitað ekki hægt að
nota sömu orð. Merkingin er alltaf sú sama.
Þeirri spurningu hvort mér finnist kirkjan
vera að mismuna börnum sínum verð ég að
svara þannig að það er háð þeirri sýn sem ég
hef á þessi mál. Mér finnst ekki hægt að pína
neinn til þess að blessa samband sem honum
finnst ekki eðlilegt og ef samkynhneigður aðili
vill ekki vera meðlimur í slíkri kirkju þá hefur
hann val um að fara eitthvert annað. Þróunin
er í þá átt að fólk bíður átekta og sér hvern-
ig málin þróast. Það er alltaf verið að taka eitt
og eitt spor í rétta átt. Það eru geysilega marg-
ir prestar innan kirkjunnar sem eru samkyn-
hneigðum hliðhollir. Við Albert erum í hópi
þeirra sem bíða átekta og eftir að ákvörðun er
tekin höfum við val um það hvað við viljum
gera. Ég er ekkert beiskur út í kirkjuna og skil
að sumu leyti bæði sjónarmiðin.“
Víkur jafnréttisboðskap Krists til hliðar
Sigursteinn Másson, formaður Öryrkja-
bandalags Íslands, giftist Caio Namur Milreu í
Fríkirkjunni í fyrrasumar.
„Það skiptir jafn miklu máli fyrir samkyn-
hneigða og aðra landsmenn að hafa mögu-
leikann að gifta sig í kirkju. Kirkjan er í hug-
um fólk meira en trúarleg stofnun. Hún er
mikilvægur hluti samfélagins í gleði og sorg.
Ekkert okkar kemst hjá því að sækja kirkju á
sérstökum hátíðar- og sorgarstundum. Sam-
kynhneigðir eru skírðir og fermdir í kirkju og
sömuleiðis jarðsungnir. Af hverju ættu sam-
kynhneigðir þá að sætta sig við útskúf-
un þegar kemur að ást þeirra og
hjónalífi?
Þegar ég gifti mig í Frí-
kirkjunni síðasta sumar var
sama hjónaritúal notað og
hjá öllum öðrum. Engum gest-
anna fannst það skrýtið. Það er
betra að kirkjan komi alveg hreint til
dyranna og útskúfi opinberlega sam-
kynhneigðum í eitt skipti fyrir öll frek-
ar en að bjóða okkur upp á einhverja
áframhaldandi sér meðferð. Þjóðkirkj-
an er íhaldssöm stofnun og í síbreyti-
legum heimi er það að sumu leyti gott.
Þegar hún hins vegar mismunar fólki
á grundvelli kynhneigðar eins og hún
hefur gert þá víkur hún jafnréttisboð-
skap Krists til hliðar og hefur á loft
aldagamlan rétttrúnað sem stóð fyrir
mismunun og yfirgang. Sú kirkja er
ekki kirkja krists og getur heldur ekki
staðið undir nafni sem þjóðkirkja.
Þess vegna er brýnt að þjónar kirkj-
unnar skynji sinn vitjunartíma nú og
sjái ljósið í kærleikanum og jafnrétt-
inu fyrir alla en ekki bara flesta.“
Þjóðkirkjan vinnur gegn
þjóðinni
Kristín Þ. Þórisdóttir, oft köll-
uð Kidda Rokk, er í staðfestri sam-
vist með Ingu Björk Hannesdóttur
rekstrarstjóra. Giftu sig hjá sýslu-
manni 1. febrúar 2003.
„Að sjálfsögðu eiga samkyn-
hneigðir að hafa jafnan rétt og
aðrir. Þetta er mannréttinda-
spursmál. Þeir sem vilja gifta sig
í kirkju eiga að fá að gera það,
sérstaklega af því að þetta á að
heita þjóðkirkja. Mér finnst að þeir sem vijla
láta gifta sig í kirkju fái að gera það. Að
minnsta kosti 22 prestar eru til í að
gifta samkynhneigða, ég er hlynnt
því að þeir sem vilja það geti fengið
leyfi til þess að gera það.
Já, mér finnst kirkjan algjörlega vera
að mismuna börnum
„Þrákelkni Þjóðkirkjunnar til
að viðurkenna kristni sam-
kynhneigðra hefur komið í
veg fyrir að löggjafinn veiti
öðrum söfnuðum sem ósk-
að hafa eftir því, heimild til
að gefa út hjúskaparvottorð
fyrir hönd ríkisins.“
„Það var ekki
eingöngu verið að fjalla
um það hvort kirkjan ætti
að hætta þessari mis-
munum heldur um fram-
tíð hennar innan íslensku
þjóðarinnar.“
Bergþór Pálsson
„sjálfsagt að farið sé
með sérstakt ritúal.“
Kristín Þórhalla
Þórisdóttir „Kirkjan
mismunar börnum sínum.“
Hanna Katrín Friðriksson
„Það skiptir máli fyrir trúað fólk
að fá að gifta sig í kirkju.“