Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2007, Page 40
föstudagur 27. apríl 200740 Ættfræði DV
ættfræði
U m s j ó n : K j a r t a n G u n n a r K j a r t a n s s o n
N e t f a n g k g k @ s i m n e t . i s
Reykjavík fyrr og nú:
Gamla Lækjargötu
Síðasta vetrardag brunnu tvö af
elstu húsunum í miðbæ Reykjavíkur.
Eldra húsið og það sögufrægara, sem
er meðal annars fyrrverandi ráðhús
Reykjavíkur, (Austurstræti 22) er mjög
illa farið og jafnvel ónýtt, en yngra hús-
ið (Lækjargata 2) er mikið brunnið að
innan. Borgarstjóri hefur lýst áhuga á
því að borgin kaupi húsin og lóðirnar
og byggi þau upp í fyrri mynd.
Þetta hefur yfirleitt mælst vel fyrir
þótt einnig hafi heyrst raddir um að
nú sé tímabært að byggja upp allan
reitinn sem afmarkast af Lækjargötu,
Austurstræti, Pósthússtræti og Skóla-
brú þannig að þar séu alls staðar fimm
til sex hæða hús. Stóra spurningin er
því enn og aftur sú hvaða stefnu eigi að
taka um framtíð miðbæjarins.
Spillingarbælið Reykjavík
Þegar Ísland reis úr öskustónni
fyrir hundrað árum og menn fóru að
mynda hér þéttbýli að hætti siðaðra
manna, var okkur sagt að slíkt hátta-
lag væri aðför að menningararfinum.
Sveitin varð að málsvara þjóðlegra
verðmæta en í Reykjavík rökkuðu sig
saman höfðingjasleikjur, hórur, brask-
arar og landráðamenn. Frá Pilti og
stúlku Jóns Thoroddsen að Atómstöð
Halldórs Laxness hafa íslenskar skáld-
og smásögur lýst Reykjavík sem spill-
ingarbæli. Er nema von að menn sæju
ekki ástæðu til að halda til haga sögum
úr slíkum stað, hvað þá sögusviðinu.
Skipulagsslys og bruninn 1915
Framfarir tuttugustu aldar komu
frá Reykjavík sem þar með varð borg
framtíðar – ekki fortíðar. Íbúunum
fjölgaði hraðar en nokkurn óraði fyr-
ir og borgaryfirvöld höfðu ekki und-
an að skipuleggja íbúðarhverfi, at-
hafnasvæði og umferðarmannvirki.
Við þessar aðstæður sýndu borgarfull-
trúar oft ótrúlegt sinnuleysi gagnvart
sögulegum verðmætum. Dæmi þar
um eru niðurrif Skólavörðunnar, Amt-
mannshússins og Siemsenshúss.
Því miður hafa svo margir arki-
tektar bætt gráu ofan á svart með því
að reisa sjálfum sér minnisvarða í
stað þess að taka tillit til samfélags-
ins, sögunnar og nánasta umhverfis.
Dæmi um slíka vafasama minnisvarða
í miðbænum eru viðbygging Lands-
bankans, Morgunblaðshöllin, Bóka-
búð Sigfúsar Eymundssonar í Austur-
stræti, húsið milli Reykjavíkurapóteks
og Hótel Borgar og Iðnaðarbankinn í
Lækjargötu.
Öll þessi atriði, að viðbættum
brunanum mikla 1915, hafa lagst á eitt
við að skapa hér miðbæ sem er á góðri
leið með að missa öll sín sérkenni.
Skáldunum úthýst
Ólíkt Akureyri sem á sitt Nonna-
hús, safn Davíðs Stefánssonar og Sig-
urhæðir, og ólíkt öllum bæjum og
borgum um víða veröld sem stæra sig
af sínum stórskáldum, hafa borgaryf-
irvöld aldrei séð minnstu ástæðu til að
minnast þeirra stórskálda sem Reykja-
vík hefur fóstrað.
Hvar í Reykjavík hélt Jónas Hall-
grímsson til, eða Sigurður Breiðfjörð?
Hvar við Austurvöllinn var hús Stein-
gríms Thorsteinssonar? Hvert er nú-
verandi ástand húss Benedikts Grön-
dal við Vesturgötuna – og er það ekki
á förum? Hvar væri Unuhús í dag ef
einkaaðili hefði ekki haldið því sóma-
samlega við? Hvar fæddist Halldór
Laxness við Laugaveginn og hvar sér
þess stað? Hvað varð um tillögu Al-
berts Guðmundssonar í borgarstjórn
um að láta útbúa Þórbergslund á bak
við Hringbraut 45? Og hvar bjó borg-
arskáldið Tómas Guðmundsson eða
Steinn Steinarr, tvö höfuðskáld þjóð-
arinnar á tuttugustu öld?
Saga, sérkenni og félagsmótun
Það kann að þykja sérviska að vilja
halda í sögu og sérkenni miðbæjarins,
en sú sérviska er engu að síður mik-
il pólitísk viska. Hún er fólgin í þeim
kjarna íhaldsstefnunnar, að sérhvert
samfélag sem afneitar sögu sinni og
sérkennum, verði sjálfu sér sundur-
þykkt. Það er manninum eðlilegt að
skoða sjálfan sig sem hluta af stærri
heild, skilgreina sig í víðtækara sam-
hengi tíma og rúms en æviskeið hans
nær yfir, tengjast tilfinningaböndum
því umhverfi sem hann elst upp við og
ljá sérkennum þess merkingu með því
að tengja þau við söguna.
Þess vegna er það mannskemm-
andi fyrir börn og unglinga að al-
ast upp við þau viðhorf að umhverfi
þeirra sé merkingarlaust – án sögu og
sérkenna. Slíkt umhverfi stuðlar að
sjúklegri sjálfhyggju og elur á tilgangs-
leysi og andfélagslegum viðhorfum
sem birtast okkur í veggjakroti, ann-
arri skemmdarstarfsemi og ofbeldi.
Við erum ekki einungis Íslendingar.
Við erum Reykvíkingar og eigum að fá
að vera stolt af því. En til þess þurfum
við staðfestingu frá umhverfinu. Við
þurfum sögur og sérkenni, ekki síst í
miðbæ Reykjavíkur þar sem við kom-
um saman þegar mikið liggur við. Við
þurfum sögu og sérkenni sem segja
okkur fyrir hvað Reykjavík stendur -
og fyrir hvað við stöndum sem Reyk-
víkingar.
Saga, sérkenni og
ferðaþjónusta
Önnur rök fyrir sögu og sérkenn-
um miðbæjarins eru fjárhagsleg. Eðli
málsins samkvæmt eru ferðamenn
sífellt á höttunum eftir skemmtileg-
um sögum og staðbundnum sérkenn-
um. Þeir vilja upplifa einkenni þeirrar
menningar sem þeir hafa lagt á sig að
heimsækja, ekki sálarlaus tollstjórahús
sem eru alls staðar eins í veröldinni.
Það sem því vekur athygli þokkalega
upplýsts ferðamanns í miðbæ Reykja-
víkur eru gömul dönsk grindarhús,
gömlu dönsku átjándu aldar steinhús-
in, Stjórnarráðshúsið og Dómkirkj-
an, bárujárnsklæddu timburhúsin frá
fyrsta áratug tuttugustu aldar og glæsi-
legustu stórhýsi Guðjóns Samúels-
sonar. Það er því augljóslega farið að
standa ferðaþjónustu í Reykjavík fyr-
ir þrifum að Miðbærinn er hvorki fugl
né fiskur og hefur of lengi verið í nið-
urníðslu án þess að teknar séu stefnu-
mótandi ákvarðanir um framtíð hans.
Einhver bjargráð?
Það að bjarga Miðbænum, snýst
um tvennt. Að viðhalda ákveðnu yf-
irbragði, andrúmslofti og einkenn-
um sem minna á sögu Miðbæjarins í
þau tvö hundruð ár sem hann hefur
verið við lýði og að viðhalda því fjöl-
breytta mannlífi sem við viljum sjá þar
blómstra. Málið snýst alls ekki um það
eitt sér, að vernda gömul hús. Við get-
um hæglega ofverndað húsin og eytt
með því mannlífinu.Við viljum ekki
breyta Miðbænum í byggðasafn því
þá kæmu þangað jafnmargir og koma
á Árbæjarsafnið, en það eru ekki mjög
margir.
Í öðru lagi þurfum við að hafna al-
farið þeirri kenningu að hin ósam-
stæða byggð Miðbæjarsins sé sjarmer-
andi. Hún er það ekki. Við þurfum að
auka samræmið, huga að götumynd-
um þar og byggðarkjörnum sem gætu
orðið dæmigerðir fyrir tiltekna byggð
í byggingarsögu Miðbæjarins, herða
skipulagsskilyrði og vera ófeimin við
að færa til hús í þessu skyni (eins og
Ísafoldarhúsið) endurbyggja horfin
hús (eins og Uppsali) og breyta fram-
hlið húsa (eins og til dæmis húss-
ins milli Reykjavíkurapóteks og Hótel
Borgar). Byggðarkjörnum af þessu tagi
yrði ekki komið upp á einum degi en
með því að skilgreina hús sem víkjandi
eða ríkjandi á tilteknum svæðum væri
hægt að stuðla að jákvæðari þróun í
þessum efnum.
Gamla Lækjargötu
Gott dæmi um slíka götumynd
sem stuðla bæri að, væri Lækjargat-
an í mun upprunalegri mynd en hún
er nú. Þá yrði stefnt að því á næstu
árum eða áratugum, að skipulags-
slys eins og Iðnaðarbankinn, Lækj-
argata 4 og húsið sem kom í staðinn
fyrir Nýja bíó yrðu víkjandi í götu-
myndinni, en Ahrenzhús flutt aft-
ur úr Árbæjarsafni á sinn uppruna-
lega stað og fyllt upp í götumyndina
með eldri húsum sem annar staðar
þurfa að víkja. Þar með yrði Lækjar-
gatan að gömlu, fallegu ,,striki’’ milli
tveggja nýrra póla, Tónlistar- og ráð-
stefnuhúss í norðri, og uppbyggingar
í Vatnsmýrinni í suðri. Götumyndin
myndi einnig kallast á við Stjórnar-
ráðið, Bernhöftstorfu og Mennta-
skólann sem mynda sögufrægustu
götumynd landins.
Vonandi viðhorfsbreyting
Nýr borgarstjórnarmeirihluti kom
í veg fyrir að tröllaukið stórhýsi sem
R-listinn var þó búinn að samþykkja,
yrði reist á horni Lækjargötu og Von-
arstrætis. Sú bygging hefði endan-
lega eyðilagt hina gömlu götumynd
Lækjargötunnar. Nú er verið að skoða
möguleika á því að opna aftur lækinn
og láta hann renna eftir Lækjargöt-
unni eins og áður fyrr en ekki und-
ir henni. Viðbrögð Vilhjálms borgar-
stjóra við brunanum síðasta vetrardag
lýsa röggsemi og myndugleika stjórn-
málamanns sem lætur sér ekki standa
á sama um sérkenni Miðbæjarins.
Þá stendur til að finna Ziemsenhús-
inu stað á bílastæðinu við Grófina og
menningar- og ferðamálaráð vinnur
nú að metnaðarfullum hugmyndum
um að gera grásleppuskúrana við Æg-
isíðu að lifandi safni.
Öll þessi dæmi og ýmis fleiri benda
til þess að núverandi borgarstjórnar-
meirihluti geri sér betur grein fyrir því
en aðrar borgarstjórnir hingað til, að
saga og sérkenni Kvosarinnar snúast
ekki einungis um svo kölluð menn-
ingarverðmæti, heldur einnig og ekki
síður um félagsleg og fjárhagsleg verð-
mæti.
Ættfræði DV
Kjartan gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra íslendinga
sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði
liðinna ára og minnist horfinna merkra íslendinga. lesendur
geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk�
dv.is
skemmtilegri miðbæ
Lækjargatan á sjötta áratug síðustu aldar lækjargatan er ein af fáum götum Kvosarinnar sem hefur haldið nokkuð heillegri húsaröð gamalla húsa frá því á nítjándu öld og frá
upphafi tuttugustu aldar.
Lækjargatan frá því í lok nítjándu aldar Myndin er tekin í norður og sýnir þrjú hús sem enn standa við götuna en fjórða
húsið, ahrenzhús, er nú á Árbæjarsafni. Þá sést á myndinni að lækurinn hefur enn ekki verið settur í stokk en það var gert 1911.