Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2007, Síða 42
Föstudagur 27. apríl 200742 Helgarblað DV
B
etty Suarez hefur
alltaf haft eitt mark-
mið í lífinu, að ná
langt í fjölmiðla-
bransanum. Þar
sem Betty greyið
hefur ekki beint út-
litið með sér hafa
fáir gefið sér tíma til þess að kynn-
ast því hversu klár og dugleg hún
er svo hingað til hefur henni ekki
gengið alltof vel að fá vinnu. Þrátt
fyrir að vera vel menntuð í fjöl-
miðlafræðum hefur hún ekki feng-
ið tækifæri til að vinna við sitt heit-
asta áhugamál þar til, henni sjálfri
til mikillar furðu, hún fær vinnu
hjá flottasta tískutímariti Banda-
ríkjanna, Mode-tímaritinu, sem
aðstoðarmaður ritstjóra. Það var í
raun útlit hennar sem réði því að
hún fékk vinnuna því stofnandi
og eigandi Mode-tískuveldisins,
Bradford Meade, sá fram á það
að með Betty sem aðstoðarmann
myndi sonur hans, Daniel Meade,
ná að halda sig á mottunni og ein-
beita sér að nýja starfinu sínu sem
ritstjóri tímaritsins. Daniel Meade
er mikill kvennabósi og hefur hing-
að til haft meiri áhuga á að horfa á
eftir fallegum kvenmönnum held-
ur en að vinna fyrir föður sinn svo
mikil pressa er nú á honum að
standa sig vel í starfi sínu sem rit-
stjóri tímaritsins.
Harður heimur tískunnar
Hjá Mode-fyrirtækinu snýst að
sjálfsögðu allt um tískuna og útlitið
á öfgafullan en skemmtilegan hátt
og í hinum harða heimi tískubrans-
ans virðast allir tilbúnir til að fara
örlítið yfir siðferðismörkin til að fá
sínu framgengt. Sú sem er einna
grófust við að ná á toppinn er hin
hrokafulla Vilhelmina, sem er goð-
sögn hjá Mode og hefur starfað fyr-
ir fyrirtækið í tuttugu ár, en það er
leik- og söngkonan Vanessa Willi-
ams sem fer á kostum í hlutverki
Vilhelminu. Að sjálfsögðu verður
hún ekki sátt við ákvörðun forstjór-
ans Bradfords um að setja kvenna-
bósann son sinn í ritstjórastöðuna
og vinnur því hörðum höndum að
því að ýta feðgunum frá völdum og
yfirtaka sjálf fyrirtækið.
Í kjölfar nýju vinnunnar hefst
svo barátta Bettyar við að reyna að
falla inn í hópinn hjá útlitsdýrk-
andi samstarfsmönnum sínum
sem eru ekki beint á þeim bux-
unum að taka hinni lummulegu
Betty opnum örmum. Fyrsta dag-
inn sinn í vinnunni mætir hún í
rauðskræpóttu „poncho“-sjali og
byrjar á því að skreyta skrifborð-
ið sitt með bleikum kanínubangsa
og öðrum undarlegum hlutum
sem vekur ekki beint lukku hjá
samstarfsfólki hennar. Hin tík-
arlega Amanda sem starfar sem
símadama hjá Mode byrjar strax
á fyrsta degi að gera Betty lífið
leitt með kvikyndislegum skotum
á klæðaburð hennar og útlit. Það
eru þó ekki allir jafnandstyggi-
legir og Amanda því skoskættaða
saumakonan Christina er ekki
lengi að sjá góðmennskuna í Betty
og verða þær góðar vinkonur og
má eiginlega segja að Christina sé
eins konar klettur fyrir Betty inn-
an veggja fyrirtækisins.
Fjölskyldan mikilvægust
Ásamt því að fylgjast með Betty
sinna starfi sínu með sóma (sem
virðist þó aðallega felast í því að
senda hjásvæfum yfirmannsins
blóm og skartgripi og bjarga hon-
um úr vandræðum) fáum við að
sjá hvernig sambandið gengur við
fjölskylduna og vonlausa kærast-
ann hennar hann Warren. Betty
býr í Queens með ólöglega inn-
flytjandanum föður sínum sem er
í eldhúsinu að elda allan daginn,
systur sinni henni Hildu sem sel-
ur megrunarlyf og er frekar óviss
um að Betty sé í rétta starfinu og
síðast en ekki síst litla frænda sín-
um, syni Hildu, Justin Suarez sem
hefur brennandi áhuga á tísku og
dansleikjum. Fjölskyldan er mjög
samhent og er það mikilvægasta í
lífi Bettyar sem reynir eftir fremsta
megni að láta vinnuna ekki bitna á
fjölskyldunni. Það getur hins veg-
ar reynst erfitt þegar yfirmaðurinn
hringir í hana við minnsta tilefni
og grátbiður hana jafnvel um að
kenna sér salsa í gegnum símann.
Betty er að sjálfsögðu gríðarlega
samviksusöm og húsbóndaholl
svo hún vill alls ekki neita Daniel
um aðstoð en á sama tíma vill hún
ekki bregðast fjölskyldunni.
Spennandi gamanþættir
Þáttunum um Ugly Betty er
best líst sem gamanþáttum með
dramaívafi, því þrátt fyrir að oftast
sé hægt að hlæja að hnyttnum til-
svörum samstarfsaðila Bettyar og
skrautlegum uppátækjum hennar
fléttast einnig inn fjölskyldudrama
og undarlegt sakamál sem nær að
halda uppi spennu og eftirvænt-
ingu eftir næsta þætti. Ugly Betty
er á dagskrá Ríkissjónvarpsins á
miðvikudagskvöldum og höfðar til
allra aldurshópa. krista@dv.is
Það er hin tuttugu og tveggja
ára gamla America Ferrera sem
fer með hlutverk Bettyar Suarez
og gerir það með stakri prýðri.
Hún hefur meðal annars hlot-
ið Golden Globe-verðlaun sem
besta leikkona í aðalhlutverki
fyrir hlutverk sitt sem Betty.
Þrátt fyrir að í hlutverki sínu
í þáttunum sé hún einstaklega
lummuleg og langt frá því að vera
fegurðardrottning segir hún að þegar hún
sé í karakter líði henni alls ekki eins og hún sé
ljót. „Það er svo fyndið að þegar ég
er í hlutverki sem ljóta Betty, finnst
mér ég samt svo falleg,“ er haft eft-
ir leikkonunni í viðtali við Opruh
Winfrey og hún bætir svo við „Það
er eitthvað við þetta breiða bros
með bláa teina á tönnunum og ótrú-
lega góðmennsku Bettyar sem lætur
mér líða eins og betri manneskju.“ Am-
erica segir einnig að henni finnist Betty alveg
sérstaklega mikilvægur karakter þar sem hún
geti sýnt ungum stúlkum fram á það að í raun-
inni hafi þær upp á meira að bjóða en fallegt
andlit. „Þær gleyma því oft að það er svo miklu
meira sem er mikilvægt í heiminum en útlit-
ið,“ segir leikkonan. America Ferrera á glæstan
feril að baki þrátt fyrir ungan aldur en áður en
hún fékk hlutverkið sem Betty Suarez hafði hún
leikið í fjölda kvikmynda allt frá átta ára aldri.
Hún fór meðal annars með stórt hlutverk í kvik-
myndinni Real Women Have Curves og hlaut
hún í kjölfarið verðlaun fyrir frammistöðu sína
á Sundance-kvikmyndahátíðinni árið 2002, þá
einungis átján ára gömul.
UGLY BETTY ÆÐIÐ
Þættirnir Ugly Betty hafa notið gríðar-
legra vinsælda upp á síðkastið og hlutu
þeir meðal annars tvenn Golden Globe-
verðlaun, bæði sem besti gamanþáttur-
inn og fyrir bestu leikkonu í aðalhlut-
verki en það er leikkonan America
Ferrera sem fer á kostum sem hin sein-
heppna Betty Suarez.
Betty Suarez ugly Betty er orðin að
fyrirmynd fyrir ungar stúlkur.
Betty í bláu úlpunni Mætir hress og
kát í vinnuna með fullan kassa af
skrifborðsskrauti.
Vilhelmina og Marc aðstoðarmaður
Vilhelminu hjálpar henni að halda sér
unglegri.
Staðreyndir
um leikarana
Vanessa Williams sem fer með hlutverk Vilhelminu í þáttunum var
fyrsta litaða konan til að vinna titilinn
ungfrú Bandaríkin árið 1983. Hún þurfti
því miður að láta frá sér krúnuna eftir að
penthouse-tímaritið birti nektarmyndir
af henni.
leikarinn alan dale sem leikur Bradford Meade lék áður í hinum
geysivinsælu áströlsku þáttum Nágrönn-
um. Þar fór hann með hlutverk Jims
robinson. Hann fer einnig með hlutverk
Calebs Nichol í unglingaþáttunum O.C.
þar sem hann er ríkasti maður sýslunnar.
Mark Indelicato sem leikur litla frænda Bettyar, Justin suarez,
tók nýlega upp plötu fyrir unga krakka
sem ber heitið little Maestros eða
litlu meistararnir en hann hefur leikið í
mörgum söngleikjum frá unga aldri.
ashley Jensen sem leikur hina geðþekku Christinu hefur einnig
leikið í sjónvarpsþáttunum Extras sem
skrifaðir eru af gamanleikaranum ricky
gervais. Þar fór hún með hlutverk
Maggie Jacobs.
america Ferrera sem leikur sjálfa Betty segist vera forfallinn aðdáandi Heroes-
þáttana og að hún átti sig stundum ekki
á því að leikararnir í þáttunum séu alls
ekkert ofurhetjur í alvörunni.
salma Hayek, sem bæði framleiðir og leikur gestahlutverk í ugly Betty, fékk
brennandi áhuga á leiklist eftir að hafa
séð Charlie and the Chocolate Factory
árið 1971, þá aðeins fimm ára gömul og
ákvað þá að verða leikkona.
Kevin sussman sem leikur Warren kærasta Bettyar segir að hann hafi
ekki haft hugmynd um það að stóri
bróðir hans sem hann þó bjó með hafi
verið í sama menntaskóla og hann fyrr
en að hálft ár var liðið af skólagöngu
hans. Það eru reyndar fjögur ár á milli
þeirra og þeir voru víst ekki vanir að
eyða miklum tíma saman í æsku og urðu
því furðulostnir þegar þeir rákust hvor á
annan á ganginum í skólanum.
Leikkonan America Ferrera kom fram í þættinum hjá Opruh Winfrey fyrir skömmu
og sagði sér líða eins og betri manneskju þegar hún væri í hlutverkinu sem Betty.
Hlaut Golden Globe-verðlaun fyrir frammistöðuna
America Ferrera tekur hana klukkutíma að
fara í gervi Bettyar.