Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2007, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2007, Blaðsíða 44
Carmen Reserve Carmenére Cabernet Sauvignon 2004 Þetta vín er gert í Maipo Valley við rætur Andesfjalla og er blanda úr áðurnefndu Carmenére (60%) og Cabernet Sauvignon (40%). Árið 2004 voru Cabernet-berin tínd fyrstu vikuna í apríl en Carmenére 25 dögum síðar. Fjórir fimmtu hlutar vínsins liggja í eikartunnum í átta mánuði og hálft ár á flösku áður en það er sett á markað. Vínið var frekar lokað í upphafi en varð mun hressilegra við öndun. Sólber, leður, kaffi, kirsuber, vindlar og smá kanill og vanilla. Ágætis vín sem batnar örugglega við geymslu.1.490 kr. FöStudAgur 27. Apríl 200754 Helgarblað DV Indversk kjötsúpa 800 g lambakjöt 2 laukar 1 hvítlauksgeiri 1 tsk salt 1 tsk chiliduft ½ tsk mulið engifer ½ tsk karrý ½ tsk anís krydd 75 g hrísgrjón safi úr einni sítrónu 1 ½ líter vatn 2 msk olía 1 dós hreint jógúrt 2 súputeningar Skerið lambakjötið í litla bita. Brúnið í olíunni ásamt grænmetinu. Setjið kryddið saman við ásamt súputening- unum, hrísgrjónum,vatni og sítrónusafa og sjóðið í 1 klst. takið pottinn af hellunni og hrærið jógúrtinni saman við rétt áður en súpan er borin fram. U m s j ó n : Þ ó r u n n S t e f á n s d ó t t i r . N e t f a n g t h o r u n n @ d v . i s &Matur vín Bananageymsla Bananar eru annaðhvort of þroskaðir, óþroskaðir eða ónýtir segja þeir sem komast varla gegnum daginn án þess að fá sér banana. til að flýta fyrir því að bananar þroskist er gott að setja þá í pappírspoka með einu epli. Þegar banani er orðinn þroskaður má geyma hann í ísskáp við 10 gráðu kulda í allt að tvær vikur. Stundum verða bananar verða dökkbrúnir á fyrsta degi og hreinlega óætir. Ástæðan mun vera sú að banana á aldrei að leggja flata á borð og benda þeir sem þekkinguna hafa á það að í verslunum eru bananar ýmist látnir hanga eða liggja í láréttri stöðu... Eyþór á Óðinsvéum Sósa yfir ávexti dýrindissósa sem gott er að hella yfir ferska ávexti að eigin vali: 2 msk. sýrður rjómi 2 msk. púðursykur 2 msk. súkkulaðispænir 2 msk. þeyttur rjómi Smá appelsínulíkjör eða appelsínusafa öllu blandað saman og borið fram kalt. Torreon de Paredes Merlot Reserva Privada 2005 Vínið er gert í rengo-hæðunum í Cachapoal-dalnum við rætur Andesfjalla í Chile. Þar er þurrt að vori og sumri en sumarnæturnar eru svalar. Vínið liggur í eikartunnum í tólf mánuði sem skilar sér í mildu vanillubragði. Skemmtilega fjólublátt vín sem líklega hefði gott af nokkrum misserum í kjallaranum. Sterk angan af dökkum villiberjum, áfengu kaffi og dökku súkkulaði. í munni dökkt súkkulaði, sólber, brómber og vanilla. Mjög gott vín. 2.000 krónur. Norton Cabernet Reserve 2003 Vínið er frá Mendoza í miðvesturhluta Argentínu, helsta vínræktarsvæðið upp undir Andesfjöllum. Vínið er eingöngu úr Cabernet Sauvignon og er látið liggja í eikartunn- um í tólf mánuði og á flöskum í tíu mánuði. Mikil eik í nefi, smjör, vanilla, dökkt súkkulaði, pipar og nellikur. Karamella í munni með mikilli vanillu af eikinni, banani og hunang. Mjúkt og skemmtilegt vín í góðu jafnvægi. Vín á frábæru verði. 1.390 kr. Starfsins vegna neyðist ég til að drekka vín nánast dag-lega. Samkvæmt nýjustu rannsóknum hentar það miðaldra karlmönnum ein- staklega vel, sem þýðir væntanlega að ég verð fjörgamall. Hollenskur rannsóknarhópur undir stjórn Marti- nette Streppel kynnti á dögunum niðurstöður sínar af fjögurra áratuga rannsókn, á árlegu þingi um hjarta- og æðasjúkdóma í Orlando í Flórída. Streppel segir hóflega áfengisneyslu draga verulega úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum og reyndar dán- artíðni yfirleitt. lífslíkur eftir fimmtugt aukast einnig veru- lega. Þetta á við um áfengis- neyslu almennt, en sérstaklega léttvínsdrykkju. Hófdrykkju- menn lifa lengur en þeir sem ekki drekka og mun lengur en þeir sem drekka ótæpilega. Niðurstaða hópsins var sú að þeir sem drekka um það bil hálft vínglas á dag eru fjörutíu prósent ólíklegri til að deyja ung- ir en þeir sem ekki drekka. líkur á hjarta- og æðasjúk- dómum reyndust fimmtíu prósent minni. Að jafnaði lifa hófdrykkju- menn og svokallaðir meðaljónar í drykkju, einu og hálfu ári lengur en þeir sem ekki drekka. Þeir sem aðeins drekka léttvín lifa fjórum árum leng- ur. rauðvín virðist hollara en hvítvín. Martinette Streppel segir mikilvægi rannsóknarinnar ekki síst felast í því að fylgst var með áhrifum alkóhóls á líkamann í fjóra áratugi. Hún segir að þeir sem á annað borð drekki eigi að drekka eitt til tvö glös af léttvíni á dag en óráðlegt sé að hefja drykkju á gamals aldri. Hjartavernd í Bandaríkjunum bendir reyndar á fleiri leiðir að sama marki. Huga að þyngd, hreyfa sig reglulega, heil- brigt mataræði og ekkert tóbak. En það er allt annað tóbak. Skál! Stefán guðjónsson ritstýr- ir vefnum smakkarinn.is. Þar velur hann “vín mán- aðarins”, sem í flestum til- vikum eru afar dýr en hann velur einnig “kaup mánað- arins” sem eru afbragðsvín á innan við 2000 krónur. Ég smakkaði þrjú vín af listanum og varð ekki fyrir vonbrigð- um. Pálmi jónasson vínsérfræðingur DV Einkunn í vínglösum: IIIII Stórkostlegt IIII Mjög gott III Gott II Sæmilegt I Slakt Hóflega drukkið vín! Þorskur l 600 gr þorskhnakki l 100 gr gróft salt l 2 msk ólífuolía l 3 msk ósaltað smjör l 4 greinar rósmarin l 8 hvítlauksgeirar l hvítur pipar úr kvörn Setjið þorshnakkann í bakka og stráið saltinu yfir hann og látið liggja á í 15 mínútur. Skolið saltið af, þerrið þorskinn og skerið í 4 steikur. Hitið pönnu og hellið olíunni á hana og leggið svo þorskinn á pönnuna ásamt rós- maríninu og hvítlauknum. Brúnið steikurnar þar til þær fara að losna frá pönnunni. Bætið smjörinu út á pönnuna og ausið því yfir meðan þið eruð að klára að elda fiskinn. Gljáð svartrót l 2 stk svartrót l 2 dl kjúklingasoð l 1 msk smjör l 1 msk fínt skorinn graslaukur l hvítur pipar úr kvörn l maldonsalt Skrælið og skerið svartrótina í fallegar lengjur. Setjið hana í sjóð- andi salt vatn og forsjóðið í um það bil eina mínútu og setjið svo strax í klakavatn. Þerrið rótina setjið hana í pönnu með kjúklingasoðinu, þegar soðið fer að sjóða bætið þið smjörinu út. Þegar rótin er orðin glansandi og falleg hellið þið graslauknum yfir og kryddið til með salti og pipar. truffluilmuð kartöflumús l 2 stk bökunarkartöflur l 2 msk smjör l 1 tsk fínt skornar svartar trufflur l 70 ml rjómi l fínt salt l truffluolía með gljáðri svartrót Steiktur þorskhnakki með gljáðri svartrót, truffluilmað- ari kartöflumús, þurrkuðum vínberjum, steiktri andalifur og kryddsmjöri í soðsósu. Fyrir fjóra. Steiktur þorskhnakki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.