Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2007, Side 45
Meistarinn
Sigríður Þorgeirsdóttir framkvæmdastjóri Matgæðingurinn
DV Helgarblað Föstudagur 27. apríl 2007 55
Sigurður Júlíus Leifsson smiður
var matgæðingur síðustu viku. Hann
skoraði a Sigríði Þorgeirsdóttur, fram-
kvæmdastjóra rekstrarsviðs hjá Lo-
gos lögmannsþjónustu, að vera mat-
gæðingur vikunnar. Sigríður skoraðist
að sjálfsögðu ekki undan því og deil-
ir tveimur af sínum uppáhaldsupp-
skriftum með lesendum DV.
Í síðasta helgarblaði hafði Siguð-
ur Júlíus orð á því að Sigríður væri
ótrúlega mikill matgæðingur og sæl-
kerakokur. Það sé því einstaklega
skemmtilegt að vera í boðið í mat til
hennar. Sigríður útbjó tvírétta máltíð,
í aðalrétt er pasta með ferskum villi-
sveppum, parmesan osti, furuhnet-
um og hvítvíni. Í eftirrétt er sænsk
súkkulaðikaka, sem er vel þekkt í
fjölskyldu hennar, en uppskriftina
fékk hún hjá móður sinni.
Aðalréttur
pasta að eigin vali
(ég nota tagliatelle)
Ferskir sveppir - 2 öskjur. Misjafnt hvað er til í búðunum en endilega velja eitthvað spennandi
Þurrkaðir villisveppir - 2-3 pokar
Ferskur chillipipar (eða minced chili í krukku)
parmesanostur
Furuhnetur
(eða Nomu Egyptian Dukkah Mix)
1/4 hluti úr rauðlauk
Kjötkraftur - 1 tsk.
Extra Virgin Ólífuolía
Hvítvín - 2-3 dl.
svartur pipar
Aðferð:
Gott er að byrja á að útbúa villi-
sveppina. Fylgja leiðbeiningunum á
pakkanum, þá þarf yfirleitt að leggja
í bleyti í 15 - 25 mínútur. Passa uppá
að þurrka sveppina vel á eftir. Dreifa
úr þeim og salta áður en þeir eru
steiktir.
Skera fersku sveppina í sneið-
ar, saxa laukinn og chili piparinn og
steikja alla sveppina, laukinn og pip-
arinn í smjöri í 5 mínútur eða svo,
bæta kjötkrafti við og hella svo vel
af hvítvíni út á og láta malla í smá
stund.
Furuhneturnar ristaðar á pönnu.
Olíu dreift yfir pastað og sveppag-
umsinu og safanum hellt af pönn-
unni og yfir pastað. Mala svartan
pipar yfir pastað. Setja vel af par-
mesanosti og furuhnetum yfir. Hef
stundum sett Egyptian Dukkah Mix
yfir í stað þess að nota furuhnetur
en það þarf að passa að setja ekki of
mikið, því sveppabragðið þarf að fá
njóta sín.
Sænsk súkkulaðikaka
100 gr. konsum suðusúkkulaði
100 gr. 76% síríus súkkulaði
200 gr. smjör
2 dl. sykur
4 egg
2,5 dl. hveiti
1 tsk. lyftiduft
Aðferð:
Bræða saman smjör og súkku-
laði. Þeyta sykur og egg, mjög vel.
Hræra hveitinu og lyftiduftinu var-
lega út í. Hella súkkulaðinu saman
við og hræra varlega.
Baka í 12 - 15 mín við 180°. Kakan
á að vera blaut í miðjunni þannig
að gott er að baka hana í formi sem
hægt er að bera hana fram í.
„Þessi klikkar ekki en er þó allt-
af best þegar mamma gerir hana.
Þessi er kölluð sænska í fjölskyld-
unni hjá okkur því mamma fékk
uppskriftina hjá vinkonu sinni sem
bjó þá í Svíþjóð. Margir myndu nú
kalla þetta franska súkkulaðiköku,“
segir Sigríður.
Villisveppapasta
og sænsk súkkulaðikaka
Subaru Legacy
árg. ´97
Ekinn 166 þús km.
Skoðaður ´08
Ný heilsársdekk,
vel með farinn bíll
í góðu ástandi.
Sjálfskiptur.
390 þúsund.
Uppl. í síma 699 7710.
Klæðningar og viðgerðir á húsgögnum
Bólstrun
Ásgríms Þ. Ásgrímssonar
Iðnbúð 5, 220 Garðabær
Sími 551 1133
Óáfengir sumarkokkteilar
Fyrst sólin er farin að hækka á lofti og gróðurinn
farinn að láta á sér kræla er tilvalið að fara að huga að
sumarveislunum sem í vændum eru. Hér er uppskrift
að óáfengum kokkteilum fyrir ábyrga ökumenn.
Epla ísdrykkur
1 hluti vanilluís
2 hlutar eplasafi
nýmalað múskat
þeyttur rjómi til að setja ofan á
setjið ísinn í blandara og hrærið. Bætið í eplasafa og
múskati og hrærið þangað til freyðir. setið þeyttan
rjóma ofan á og skreytið með smá múskati.
Skrælið og skerið kartöfluranr
í litla bita og setjið í pott og sjóð-
ið. Hellið vatninu af kartöflunum
og setjið kartöflurnar á fínt sygti
og merjið þær í gegn. Sjóðið upp á
rjómanum og setjið kartöflurnar úti
hann, bætið smjörinu út í og pískið
vel í á meðan.
Setjið trufflurnar út í og smakkið
til með saltinu og truffluolíunni.
StEikt AndAlifur
l 4 x 30 gr andalifrasteikur
l Maldonsalt
l svartur pipar
Skerið þunnar rákir í steikurnar,
setjið þær á heita pönnu og steikið
þar til þær eru gullinbrúnar á hvorri
hlið. Kryddið vel með saltinu og pip-
arnum.
BrúnAð kryddSmjör mEð
SoðSóSu
l 100 gr ósaltað smjör
l ½ fínt skorinn rauður chili
l ½ fínt skorinn skalottlaukur
l 1 msk fínt skorinn graslaukur
l 1 msk fínt skorin flöt steinselja
l sherry edik eftir smekk
l 4 msk af soðsósugrunni
l fínt salt
Setjið smjörið í pott á hæsta hita og
hrærið vel í á meðan. Þegar smjörið
er farið að taka dökkan lit hellið því
yfir í annan pott í gegnum kaffisíu.
Hitið upp á sósugrunninum og
hellið svo volgu smjörinu út í. Bætið
því næst skalottlauknum og chiliinu
út í og smakkið til með saltinu
og edikinu. Að lokum bætið þið
graslauknum og steinseljunni út í.
önnur Atriði á diSknum
l sakura krydd lauf
l Frise salat
l truffluskífur
l Þurkuð vínber
Eyþór Rúnarsson er matreiðslu-
meistari og yfirkokkur á veitinga-
staðnum Óðinsvéum í Reykjavík.
Hann lærði á Fiðlaranum Akureyri
og útskrifaðist í maí 2002. Að lokinni
útskrift fór hann til Noregs og Dan-
mörkur þar sem hann vann við fag-
ið en réð sig til starfa hjá Sigga Hall í
nóvember 2002. Hann var ráðinn yf-
irkokkur á Óðinsvéum í mars 2003.
Ég skora á Berghildi Magn-
úsdóttur. Berghildur er snilld-
ar kokkur, alltaf að prófa eitt-
hvað nýtt. Alltaf notalegt að
fara í matarboð hjá þeim hjón-
um enda sérlega hentugt þar
sem þau búa í sama parhúsi
og við.
Hemingway um vín
í huga okkar Evrópubúa var vín talið eins hollt og
eðlilegt og matur, eitthvað sem veitti gleði og
vellíðan. Víndrykkja tengdist ekki snobbi né heldur
var hún merki fágunar eða sérvisku. í mínum augum
var hún einfaldlega nauðsynlegur hluti lífsins.“
-- Ernest Hemingway