Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2007, Side 54

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2007, Side 54
@Ég var átta ára gamall þegar pabbi minn sagði mér frá sérsveitinni Navy Seals og mér fannst þeir æðislegir. Í dag finnst mér þeir ennþá töff, en ég er samt á móti þeim af tilgerðarleg- um ástæðum. Leikurinn Socom Fir- eteam Bravo 2 er reyndar afbragð, en þó vil ég vita hvort Bandaríkja- menn séu í alvöru að myrða fólk úti um allan heim á jafn svalan hátt og í leiknum. Leikmenn fara í hlutverk sérsveitarmannsins Sandman sem leiðir félaga sína í gegnum ótrúleg- ustu verkefni. Ef menn hafa spil- að mikið af Medal of Honor upp á síðkastið mun það taka smá tíma að venjast nýjum stýringum, sem eru að öðru leyti frekar þægileg- ar og láta vel að stjórn. Verkefnin eru flest mjög skemmtileg en það er eins með þennan leik og aðra; því betri sem maður verður í hon- um því skemmtilegri verður hann. Í fyrstu verkefnunum var ég eiginlega eins og trúður. Óvinirnir tóku alltaf eftir mér, ég skaut saklausa liðið í spað, vantaði alla “stealth” og ég stóð í grimmum skotbar- dögum þar til ég vissi ekkert hvar ég var. Líklega er raun- veruleikinn þannig. En núna læðist ég um og sker menn á háls, tíni þá niður með riffl- inum úr fjarlægð og þeir vita ekkert hvaðan er verið að ráð- ast á þá. Socom er geggjaður leikur og mér er sagt að hann sé enn betri í multiplayer, hins vegar, þegar ég reyndi að spila hann þannig, gekk ekk- ert þar sem enginn var á net- inu neinu sinni. Ömurlegt, en samt í lagi. Dóri DNA dóri dna segir: & U m s j ó n : D ó r i D N A N e t f a n g : d o r i @ d v . i s föstudagur 27. apríl 200754 Helgarblað DV leikirtölvu god of War 2 - PS2 pacMan rally - PSP untold legends: Dark kingDom - PS3 steel Horizon - PSP Metal gear solid: Portable oPS - PSP Kíktu á þessa leiKjatölvur Lara Croft í júní leikurinn lara Croft: tomb raider anniversary, kemur út þann fimmta júní á bæði PC og Playstation 2 í bandaríkjunum. leikurinn er endurgerð á fyrsta tomb raider- leiknum sem vakti mikla lukku. Það er því sama ævintýri til grundvallar, en öll smáatriði hafa verið tekin í gegn og er leikurinn keyrður áfram af sömu grafíkvél og þeir allra nýjustu. einnig er í pípunum að gefa út leikinn á PSP en engin smáatriði liggja enn fyrir. God of War á PSP ljóst er að leikurinn god of War er á leiðinni á hina smávöxnu psp: Ekki hafa nein smáatriði verið gefin upp um útgáfuna, en nú hefur sony, útgefandi leiksins, komið spilurum á óvart og opnað heimasíðu fyrir leikinn. leikurinn heitir god of War: Chains of Olympus og kemru út í haust. Enn er ekki hægt að sjá neinar ljósmyndir úr leiknum og smáatriðin eru enn á huldu, en hins vegar er hægt að nálgast demó af leiknum, en þeir sem eru virkir þátttak- endur í playstation underground- heiminum geta fengið eintak af leiknum sent heim. Lítur veL út á Wii nýlega var sett á netið myndskeið um Spider-man 3 tölvuleikinn á nintendo Wii og lofar það góðu. leikurinn er byggður á söguþræði myndarinnar og býður upp á mikið af hreyfispilun sem er aðalsmerki tölvunnar. Í myndbrotinu getur maður séð hvernig spilandinn hreyfir sig til þess að kljást við óvini og sveifla sér á milli húsa. Þá getur spilandinn einnig valið á milli þess að vera í rauða eða svarta búningnum, sem sagt Spider-man eða Venom. Breski leikjaframleiðandinn InXile sýndi nýlega frá leiknum Hei$t, sem er í framleiðslu um þessar mundir. Leikurinn minnir um margt á GTA þar sem leikmenn geta vafrað um alla borgina í eigin erindagjörðum, eða framið glæpi af eins mikilli hörku og þeir vilja. Leikmenn fara í hlutverk Johnny Sutton, en fjölskylda hans á sér langa glæpasögu. Leikurinn hefst þegar Johnny er nýkominn úr steinin- um og leggur á ráðin ásamt félögum sínum að fremja rán víða um borgina. Með honum eru grimmir félagar, eða þeir Cracker, sem sérhæfir sig í því að opna hvelfingar, The Kid, sem sér um að keyra flóttabílínn, vöðvatröllið Crumb, svo síðast en ekki síst Unc- le Sal, sem útvegar upplýsingar um ránstaðina. Sérfræðingar hafa hrós- að leiknum mikið fyrir einstaklega vel heppnað kerfi sem fer í gang um leið og gengið rænir banka. Þá fer í gang klukka og verður áhættan meiri því lengri tími sem líður. Leikmenn þurfa svo að gæta þess að allir séu að vinna sína vinnu, að fólk sé ekki að flýja eða lögreglan mæti á svæðið. Þá geta leikmenn einnig stjórnað að- gerðum hinna í genginu með hrósum eða skömmum. Sem dæmi má nefna að ef einhver í genginu rotar örygg- isvörð er hægt að hrósa honum fyrir það eða banna honum það í næsta verkefni. Aðeins 30% af leiknum eru tilbúin enn sem komið er og hafa forkólfar InXile lofað því að radd- stýrikerfi verið einnig við höndina, en þá nota menn hljóðnema til þess að gefa skipanir. Þá er grafíkin alveg einstök í leiknum og segja menn að San Francisco hafi sjaldan litið jafn vel út. Þó svo að tónlistin í leiknum sé ekki komin á hreint, þá er víst að lög eftir hljómsveitir á borð við The Doors og Jimi Hendrix verði með. Á milli verkefna geta menn svo vafrað um borgina að vild. Þannig geta þeir stækkað tengslanet sitt í undirheim- um en þannig fá menn betri búnað, betri samherja og geta aukið hæfi- leika sína. Ekkert hefur enn verið gefið upp um hvort hægt sé að spila leikinn á netinu. Leikurinn kemur út í lok ársins á Xbox360, Playstation 3 og PC. Listin að myrða er skuggaLeg Socom Fire- team Bravo 2 Skotleikur PSP tölvuleiKur H H H H H Socom Fire team bravo skuggalegur, í einu orði sagt. BanKarán einS oG Þau GeraSt BeSt aðalpersónurnar flottar týpur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.