Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2007, Qupperneq 58
Í myndinni Blades Of Glory koma
saman yfirgrínari undanfarinna ára
og nýstirnið í grínheiminum, þeir Will
Ferrell og Jon Heder úr Napoleon Dyn-
amite. Myndin fjallar um um listskaut-
arana Jimmy MacElroy sem er leikinn
af Heder og Chazz Michael Michaels
sem er leikinn af Ferrell. Jimmy er
hinn fíngerði, tekníski og fullkomni
skautari. Chazz er hins vegar „bad
boy“ skautaheimsins. Villtur, óheflað-
ur og algjörlega stjórnlaus.
Eftir að hafa verið lengi erkióvin-
ir á ísnum þurfa þeir að deila gull-
verðlaunum og brjótast út slagsmál
á verðlaunapallinum. Í kjölfarið eru
þeir dæmdir í ævilangt keppnisbann.
Eins og góðri súrrealískri grínmynd
sæmir finna þeir glufu í reglunum sem
gerir þeim kleift að keppa en aðeins í
parakeppni. Eini möguleiki þeirra til
þess að ná á heimsmeistaramótið og
vinna gullið sem báðir þrá svo heitt
er að keppa saman. Yfirstíga hatrið og
hommafóbíuna og grafa stríðsöxina.
Myndin er einfaldlega byggð á for-
múlu sem virkar. Þó svo að hvorki Will
Ferrell né Jon Heder séu í rauninni að
gera neitt nýtt í henni eru þeir að gera
það sem þeir gera best, að leika fíflið
og lúðann. Það er enginn betri en Fer-
rell í að leika misheppnaða töffarann
og það er enginn betri í að leika mega-
nördið en Jon Heder. Ferrell hefur ekki
verið betri síðan í Anchorman og fer
algjörlega á kostum sem villkötturinn
og kynlífsfíkillinn Chazz. Ferrell held-
ur klárlega uppi myndinni þó svo að
Heder veiti honum dyggan stuðning.
Will Arnett og Amy Poehler standa sig
líka vel sem helstu keppinautar þeirra.
Þetta er fyrsta stóra myndin sem
Will Speck og Josh Gordon leikstýra
og þeir standa sig vel. Um tíma fannst
mér yfirbragð myndarinnar minna
mig töluvert á Zoolander og sérstak-
lega þegar var verið að kynna aðal-
persónurnar til leiks.
Listskautasjónarhornið er að miklu
leyti það sem gerir myndina. Það er
bara of fyndið að sjá Ferrell sína lip-
urð sína og snilli á ísnum. Þegar upp
er staðið er þetta mjög góð grínmynd.
Bara spurning um að láta aulahúmor-
inn sigra sig og hlæja að vitleysunni.
Ásgeir Jónsson
Mynd með
Travolta
Grínarinn Robin Williams mun leika
í Disney-myndinni Old Dogs á móti
John nokkrum Travolta. Myndinni er
leikstýrt af Walt Becker sem gerði
meðal annars myndina Wild Hogs
sem Travolta lék einnig í. Old Dogs
fjallar um vini og viðskiptafélaga en
líf þeirra umturnast þegar þeir þurfa
að sjá um sjö ára gamla tíbura. Þá
mun Kelly Preston einnig leika í
myndinni sem og Ella Travolta dóttir
danskonungsins.
Fær aðalhlut-
verkið í Col-
umbus Day
Leikarinn Val Kilmer mun leika
aðalhlutverkið í glæpamyndinni
Columbus Day sem er framleidd af
fyrirtæki Kevins Spacey, Trigger
Street. Ásamt Kilmer munu Wilmer
Valderrama úr That 70´s Show og
Marg Helgenberger úr CSI leika með
honum í myndinni. Kilmer leikur
þjóf sem hefur einn morgun til þess
að laga það sem er að áætlun stærsta
ráns sem hann hefur framkvæmt.
Samferða því reynir hann að ná
sáttum við fyrrverandi konu sína.
The Reaping
hillary Swank leikur
fyrrverandi trúboða
sem rannsakar
undarlega atburði
sem líta út fyrir að
vera endurkoma
faraldranna tíu sem
spáð var í Biblíunni.
hún telur þó
skýringarnar vera
vísindalegar.
iMDb: 5,3/10
Rottentomatoes.com: 8%/100%
Metacritic: 36/100
paThfinDeR
Víkingar ráðast á
indjána í ameríku.
Þeir skilja eftir strák
sem er alinn upp af
ættbálknum. hann
verður þeirra helsti
stríðsmaður og
bjargvættur þegar
víkingarnir snúa
aftur.
iMDb: 4,9/10
Rottentomatoes.com: 12%/100%
Metacritic: 29/100
inlanD eMpiRe
Mynd eftir David
lynch. leikkona
undirbýr sig fyrir sitt
stærsta hlutverk
þegar hún fellur fyrir
meðleikara. hún
áttar sig á því að líf
hennar er farið að
líkjast myndinni sem
þau eru að taka upp
fullmikið.
iMDb: 7,8/10
Rottentomatoes.com: 69%/100%
Metacritic: 72/100
BlaDeS of
gloRy
Will ferrell og Jon
heder leika skauta-
stjörnur sem eru
erkióvinir. nokkrir
atburðir verða til
þess að þeir verða
að sigrast á fjand-
skapnum og vinna
saman til þess að ná
toppnum á ný.
iMDb: 6,9/10
Rottentomatoes.com: 70%/100%
Metacritic: 64/100
Frumsýningar helgarinnar
Bíódómur
Blades Of GlOry
Blades Of Glory er þræl góð
grínmynd þar sem bæði
Will Ferrell og Jon Heder
sýna sínar bestu hliðar.
Leikstjórn: Will Speck & Josh Gordon
Aðalhlutverk: Will Ferrell, Jon Heder,
Will Arnett, Amy Poehler, William Fichtner, Jenna Fischer.
Niðurstaða: HHHHH
Formúla sem virkar
Blanda sem virkar Ferrell og Heder
ná vel saman í Blades Of Glory.
Will arnett og
amy poehler
Standa sig vel
sem of nánu
Waldenberg-
systkynin.
...Á STÆRÐ
VIÐ HNETU !
diane keaton mandy moore Háskólabíó
GOLD CIRCLE FILMS DIANE KEATON MANDY MOORE “BECAUSE I SAID SO” GABRIEL MACHT TOM EVERETT SCOTT LAUREN GRAHAM PIPER PERABO
ANNAR ÞESSARA TVEGGJA
HEFUR
HEILA....
Saga öflugustu leyniþjónustu fyrr og síðar, CIA.
Úrvalslið leikara í magnaðri kvikmynd
undir tryggri leikstjórn Robert DeNiro
/ kringlunni / keflavík/ álfabakka / akureyri
DigiTal-3D
DigiTal-3D
MÖGNUÐ SPENNUMYND FRÁ LEIKSTJÓRA TRAINING DAY
Börn sjá meira en
fullorðnir gera sér grein fyrir!
hvER þARF UPPhæÐIN AÐ vERA
Svo þú SvíKIR þJÓÐ þíNA...
SANNSÖGULEG MYND UM STæRSTA
hNEYKSLISMÁL í SÖGU FbI
SHOOTER kl. 8 - 10:20 B.i. 16
HOT FUZZ kl. 8 - 10:20 B.i. 16
BECAUSE I SAID SO kl. 8 Leyfð
MEET THE ROBINSSON kl 6 Leyfð
MR. BEAN´S HOLIDAY kl. 6 Leyfð
THE MESSENGERS kl. 8 B.i.16
MR. BEAN´S HOLIDAY kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 Leyfð
ROBINSON FJ... M/- ÍSL TAL kl. 3:40 - 5:50 Leyfð
WILD HOGS kl. 5:50 - 8 - 10:20 b.i 7
SHOOTER kl. 5:30 - 8 - 10:40 B.i.16
SHOOTER VIP kl. 5:30 - 8 - 10:40
THE GOOD SHEPERD kl. 8 - 10:40 B.i.12
THE MESSENGERS kl. 6 - 8 - 10:20 B.i.16 www.SAMbio.is
SV MBL
MMJ KVIKMYNDIR.COM
“Fyrsti sumarsmellurinn í ár”“Líflegur og hugvitssa-
mlegur spennutryllir”
SV MBL
HJ MBL
BREACH kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i.12
THE MESSENGERS kl. 6 - 10:20 B.i.16
ROBINSON FJ... M/- ÍSL TAL kl. 6 Leyfð
MEET THE... M/- ENSKU Tali kl. 8:10 Leyfð
300. kl. 10 B.i.16
BECAUSE I SAID SO kl. 5:50 - 8:10 - 10:30 Leyfð
MRS POTTER kl. 5:40 Leyfð
300. kl. 8 - 10:30 B.i.16
BREACH kl. 5:50 - 8:10 - 10:30 B.i.12
TíMAMóT kl. 6 - 8 - 10 Leyfð
THE GOOD SHEPERD kl. 5:30 - 8 - 10:40 B.i.12
DigiTal