Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.2007, Qupperneq 62
föstudagur 27. apríl 200762 Síðast en ekki síst DV
veðrið ritstjorn@dv.is
laugardagurföstudagur
rósenberg á Myspace
Búið er að stofan Myspace síðu
utan um Reisum Rósenberg
tónleikana
sem fara fram
laugardag og
sunnudag.
Fjöldi lista-
manna mun
þar koma sam-
an til þess að
safna pening
til þess að end-
urreisa Rósenberg sem brann til
kaldra kola ekki alls fyrir löngu.
Kynnir á tónleikunum verður
Þórhallur Þórhallsson sem var á
dögunum valinn fyndnasti mað-
ur Íslands en fram koma KK og
F rakkarnir, Andrea Gylfadótt-
ir og Sviðin jörð ásamt mörgum
fleiri.
stóra kítlan
Inn á síðunni poppoli.com má
finna kítlu eða „teaser“ úr ís-
lensku mynd-
inni Stóra
planið eða The
Higher Force
sem er vænt-
anleg í októb-
er. Yifrskrift
myndarinn-
ar er „Næst-
um því kung fu
mynd“. Þegar kítlan byrjar stend-
ur stórum stöfum á skjánum að
um hugljúfa sögu úr Reykjavík
sé að ræða. Þar næst kemur Egg-
ert Þorleifsson í mynd þar sem
hann situr einbeittur við borð og
les. Síðan sést einhver hreyfing
í bakgrunni og Pétur Jóhann
Sigfússon kemur gangandi út úr
myrkrinu. Hann gerir sér lítið fyr-
ir og snýr Eggert úr hálsliðnum.
Næst vaknar Pétur upp af værum
svefni og var hann þá að dreyma.
Myndin er troðfull af stórum
nöfnum en það er Ólafur de
Fleur sem leikstýrir henni. Í
myndinnui leika meðal annars
auk Péturs og Eggerts þau Ilmur
Kristjánsdóttir, Ingvar E. Sig-
urðsson, Benedikt Erlingsson,
Unnur Birna Vilhjálmsdóttir,
Jón Gnarr, Sigurjón Kjartansson,
Halldóra Geirharðsdóttir, Laddi,
Erpur Eyvindarson og margir,
margir fleiri. Þá leikur Michael
Imperioli einnig í myndinni en
hann er þekktastur fyrir hlutverk
sitt sem Christopher litli frændi
Tony Soprano.
fundar með Platini
Geir Þorsteinsson nýkjörinn
formaður Knattspyrnusambands
Íslands og Þórir
Hákonarson
framkvæmd-
arstjóra sam-
bandsins fund-
uðu í gær með
fyrrverandi fót-
boltahetjunni
og formanni
UEFA, Michel
Platini. Fundur þeirra félaga fór
fram í Sviss en þar eru höfuð-
stöðvar UEFA staðsettar. Fundur-
inn fjallaði um samskipti á milli
Knattspyrnusambands Íslands og
UEFA. Þá var staða sambandsins
einnig rædd sem og undankeppni
Evrópumeistaramótsins í U19
landsliðum kvenna sem fer fram
hér á landi í sumar.
siv með teiti
Siv Friðleifsdóttir heilbrigðis-
ráðherra heldur teiti á morgun
í Bæjarlind í
Kópavogi þar
sem vaskar
framsóknar-
konur munu
skemmta sér
saman. Meðal
annars munu
gestir sem og
Sif stíga á stokk
með heimatilbúin skemmtiatriði.
Um einkasamkvæmi er að ræða
og fá sennilega bara hörðustu
framsóknarkonur boðskort.
Sandkorn Tengsl
sigmar guðmundsson
á það sameiginlegt með ...
...Valtý Birni Valtýssyni að vera
lágvaxinn fjöl-
miðlamaður. Valtýr á
það sameiginlegt
með
...Hrafni gunnlaugssyni að segja
sína skoðun.
Hrafn á það
sameiginlegt
með
...diddu
skáldkonu að
hafa getið
barn á Kúbu.
didda á það
sameiginlegt með
...Ingvari E.
sigurðssyni að
leika í nýjustu
kvikmynd
sólveigar anspach. Ingvar á það
sameiginlegt með
...dóru takefusa að hafa komið
nakinn fram. dóra takefúsa á það
sameiginlegt með
...Valgerði Matthíasdóttur að hafa
stjórnað þætti á
skjáEinum.
Valgerður á það
sameiginlegt
með
...friðriki
Weiss-
happel að
vera
smekk-
smann-
eskja.
friðrik
á það
sameigin-
legt með
...Þorsteini Hreggviðssyni að búa í
danmörku. Þorsteinn á það
sameiginlegt með Með sigmari að
hafa verið í klóm drekans.
Nú andar suðrið sæla....
„Ekki er annað að sjá en eink-
ar hlýtt verði í veðri næstu daga,“
segir Einar Sveinbjörnsson veður-
fræðingur. „Apríl er ekki úti enn, en
engu að síður lítur út fyrir að hitinn
verði 15-20 stig fyrir norðan og aust-
an um helgina. Þar verður léttskýj-
að bæði á laugardag og sunnudag,
en einhver staðbundinn sunnan
blástur. Til að mynda er raunhæft
að gera ráð fyrir því að hitinn verði
20°C á Egilsstöðum bæði á laugar-
dag og sunnudag!“
Suðvestan- og vestanlands er þó
gert ráð fyrir einhverri vætu á laug-
ardag, að sögn Einars, en ef spár
ganga eftir verður sunnudagur hlýr
og bjartur um mikinn hluta lands-
ins.
„Það er því óhætt að spá eink-
ar örri gróðurkomu, tún og gras-
blettir grænka og trén laufgast.
Þetta vorið getur græni liturinn
birst okkur í náttúrunni hraðar
og fyrr en oft áður. Engin hret
eða veðurafturbata er að sjá
í langtímaspám, en sagan kennir
okkur að líklegra sé en ekki að eitt-
hvert bakslag geri áður en því verð-
ur lýst yfir að sumarið sé endanlega
gengið í garð.
Í fyrra var veðurlagið með
áþekkum hætti, þá gerði
nokkuð óvenjuleg hlýindi,
reyndar um viku síðar en
nú, eða í byrjun maí. Þá hins
vegar kólnaði aftur eft-
irminnilega um 20.
maí.“
geir gestsson stendur fyrir heimildamyndahátíð á Patreksfirði
ásamt Hálfdáni Pedersen, Huldari Breiðfjörð og greipi gísla-
syni. Hann vinnur nú hörðum höndum að uppbyggingu kvik-
myndahússins sem hann segir með fallegri byggingum landsins.
Hvítasunnuhelgina 25. til 28.
maí verður haldin hátíð íslenskra
heimildamynda á Patreksfirði í kvik-
myndahúsi Patreksfjarðar. Einn af
skipuleggjendum hátíðarinnar er
Lionsmaðurinn Geir Gestsson sem
stendur fyrir einu til þremur kvik-
myndasýningum í viku á Patreks-
firði. „Hugmyndin að hátíðinni kom
upp á sjómannadagshelginni í fyrra
en það er alltaf mikið um dýrðir hér
á Patró á sjómannahelginni“ segir
Geir. „Einn liður af hátíðarhöldun-
um var að sýna gamalt heimagert
efni í kvikmyndahúsinu okkar. Það
var einn drengur úr Reykjavík hann
Hálfdán Pedersen sem hreifst svona
að aðstöðunni hérna að í kjölfarið
kviknaði hugmynd að kvikmyndahá-
tíð,“ segir Geir sem sagði að í fyrstu
hafi þetta verið alveg ferlega klikk-
uð hugmynd sem síðar varð að veru-
leika „Það var samt eitthvað svo töff
við það að halda svona sveitó heim-
ildamyndahátíð í einu fallegasta
kvikmyndahúsi landsins.“
Nóg um að vera
kringum hátíðina
Á hátíðinni verða sýnda íslensk-
ar heimildamyndir eða myndir sem
unnar eru af íslenskum forsprökkum.
„Það er reyndar möguleiki fyrir alla
að vera með, bara að bera það und-
ir okkur og við tökum svo ákvörðun
um það hvort myndin henti hátíð-
inni eða ekki.Þetta er aðallega vett-
vangur fyrir kvikmyndagerðamenn
að hittast og ræða málin,“ segir Geir.
Hátíðin stendur yfir í þrjá daga og
verður nóg um að vera á Patreksfirði
og sveitunum í kring. „Við ætlum
að bjóða upp á eins mikið af ferða-
lögum og mögulegt er og hafa þetta
sem skemmtilegast. Svo slúttum við
hátíðinni með alvöru sveitaballi og
það verða þeir Viðar og Matti sem
skemmta fólki enda löngu orðnir
heimsfrægir í heimabyggð,“ segir at-
hafnamaðurinn Geir.
Vinna að uppbyggingu
kvikmyndahússins
Geir er ásamt fleiri hraustum karl-
mönnum á Patreksfirði í Lionsklúbbn-
um og standa þeir félagar fyrir kvik-
myndakvöldum og uppbyggingu
kvikmyndahússins. „Í fyrstu var hug-
myndin að skiptast á með að skipa
bíónefndina ár eftir ár en nú hefur
bara myndast ákveðinn kjarni sem
sér um þetta kvikmyndastúss“ segir
Geir og bætir því við að hann geti alls
ekki kvartað yfir aðsókninni á kvik-
myndasýningarnar miðað við fólks-
fjöldan í bænum.“Það sem er líka svo
skemmtilegt við þetta allt saman er
að við erum að gera allt húsið upp að
utan og hyggjumst við koma bygging-
unni í upprunalegt form. Þetta er mjög
fallegt hús að utan, byggt árið 1934, nú
erum við búin að smíða aftur gömlu
upprunalegu gluggana og hefjumst nú
handa við smíð á götuhliðinni“ Geir
segir einnig að í dag sé kvikmynda-
húsið einskonar menningarhús sunn-
anverðra vestfjarða. „Það er náttúru-
lega ófært átta mánuði ársins á milli
okkar og Ísafjarðar svo við verðum að
skemmta okkur sjálf hér á Patró.“
fyrstir í heimi til að sýna
stjörnustríð
Geir er líka að vonum stoltur að
segja frá því að þeir hafi verið þeir
fyrstu í veröldinni til að sýna nýjustu
stjörnustríðsmyndina. „Það kom til
vegna þess að við vorum fyrsta lands-
byggðarbíóið til að setja upp nýtt
textakerfi fyrir kvikmyndir. Í leiðinni
uppfærðum við allt hljóðkerfið okk-
ar með aðstoð Jóns Eiríks hjá Senu
og til að prófa allan nýja búnaðinn
fengum við þann heiður að sýna Star
Wars fyrstir í heimi,“ segir Geir. Hann
bendir svo á nýja heimasíðu hátíðar-
innar skjaldborg.com og hvetur alla
til að skella sér á heimildamyndahá-
tíð í Patreksfirði. „Þessi hátíð er að
verða svo flott að hún verður bráðum
jafn falleg og landslagið hér á Patró,“
segir Geir að lokum.
7
4
7
11
11
12
13 4
15
413
4
11 7
9
7
129
7
12
7
7
7
19 7
1
7
4
1
4
11
10
12
9
12
12
17
16
14
14
geir gestsson gerir upp skjaldborgar-
bíóhúsið.
Eitthvað töff að
halda sveitó hátíð