Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.1984, Side 4

Læknablaðið - 15.03.1984, Side 4
86 LÆKNABLADID Nýr doktor í læknisfræði: Óttar Guðmundsson Þann 27/1 1984 varöi Óttar Guömundsson læknir doktorsritgerð sína um salt og háþrýst- ing við Gautaborgarháskóla. Andmælandi hans var doc. Hans Ibsen frá Kaupmannahöfn. Doktorsritgerö Óttars fjallaði um samband- ið milli ættarsögu fyrir háprýstingi og við- bragða gagnvart aukinni saltneyslu hjá prítug- um og fimmtugum karlmönnum. Báðum ald- urshópum var skipt í pá með og án ættarsögu um háþrysting og voru allir athugaðir ná- kvæmlega fyrir og eftir fjögurra vikna reynslutíma þar sem saltneysla hópanna var aukin um helming, eða úr 10-12 g NaCl daglega í 20-24 g daglega. Enginn munur á blóðþrýstingi var greinan- legur milli hópanna á eðlilegri saltneyslu. í eldri mönnunum hækkaði blóðþrýstingurinn og þeir þyngdust þegar saltneyslan var aukin, en slík viðbrögð voru ekki greinanleg í yngri hópnum. Þetta bendir til þess, að aldur ein- staklinganna skipti máli varðandi þol gagn- vart auknu saltmagni. Fjölskyldusagan virtist ekki skipta sama máli. Echocardiografískar rannsóknir á yngri hópnum sýndu engan mun á hópunum með og án ættarsögu meðan neytt var venjulegs saltmagns. Eftir 3ja daga aukna saltneyslu jókst slagmagn hjartans og æðamótstaðan minnkaði meðal þeirra með ættarsögu um háþrýsting, en engar slíkar breytingar voru greinanlegar meðal hins hópsins. Þessi munur hvarf þegar leið á salthleðsluna. Plethysmografískar rannsóknir í yngri hópn- um leiddu í ljós, að þeir, sem höfdu ættarsögu um háþrýsting, höfðu aukna mótstöðu og minnkað flæði í kálfavöðvum sínum miðað við hinn hópinn. Ekki var hægt að greina neinar vefrænar breytingar á æðunum svo þessi aukna mótstaða bendir til aukinnar spennu eða þans í æðaveggjunum. í báðum aldurshópum höfðu þeir með ættarsögu um háþrýsting aukið magn af nat- ríumjóninni inni í rauðum blóðfrumum sínum. í yngri hópnum var þetta vegna minnkaðs flutnings á natríumjóninni frá frumunum. Eftir 4ra vikna aukna saltneyslu hafði magn nat- ríumjónarinnar minnkað meðal þeirra með ættarsögu um háþrýsting og munurinn milli hópanna sem greinanlegur var í upphafi rann- sóknarinnar var þar með horfinn. Aukið plasma renin var greinanlegt meðal yngri mannanna með ættarsögu um háþrýst- ing meðan neytt var venjulegs saltmagns. Plasma renin, angiotensin og aldosterone minnkaði í báðum hópunum meðan á aukinni saltneyslu stóð. Natríumútskilnaður var mældur í yngri mönnunum með merktu natríum sem sprautað var í þá. I ljós kom, að enginn munur var á hópunum með og án ættarsögu um háþrýsting hvað snerti útskilnaðarhraða merkts natríums, báðir hóparnir juku útskilnaðinn til muna þegar þessa mikla saltmagns var neytt. Þær niðurstöður sem Óttar dregur af þess- um rannsóknum sínum eru þær, að mannslik- aminn sé mjög vel í stakk búinn til að losa sig við mikið saltmagn sem neytt er um skamman tíma. Þessi rannsókn leiddi ekki í ljós, að ættgengni fyrir háþrýstingi væri vegna mis- munandi þols gagnvart saltneyslu. Áhrif þessa saltmagns á blóðþrýstinginn voru mun minni en búist hafði verið við og stýrikerfi líkamans, sem bregðast við álagi af þessari gerð, hafa fulia stjórn á útskilnaði þessa saltmagns. Óttar Guðmundsson er sonur hjónanna Guðmundar Sigurðarssonar bankafulltrá, sem nú er látinn fyrir allmörgum árum og Fjólu Haraldsdóttur deildarstjóra í heilbrigðisráðu- neytinu. Hann lauk stúdentsprófi frá M.R. 1968 og embættisprófi frá læknadeild Háskóla ís- lands 1975. Óttar er skipaður heilsugæslu- læknir í Keflavíkurlæknishéraði. Hann er kvæntur Ásu Ólafsdóttur myndvefara.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.