Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1984, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 15.03.1984, Blaðsíða 9
LÆKNABLADID 89 verið tekið í réttum skömmtum og á réttum tímum á hverjum degi, og heldur ekki hvort allir horfnir skammtar hafi verið teknir inn af sjúklingi sjálfum. Ætla má að könnunin gefi góða mynd af heildarsýklalyfjanotkun í læknishéraðinu á þessu 3ja mánaða tímabili. Er notkunin ívið minni en í fyrri könnunum í dreifbýli hér á landi og margfalt minni en í könnun í Reykja- vík (5). Eru hér þó taldir með lyfseðlar frá tannlækni, en það mun ekki hafa verið gert í hinum rannsóknunum (munnlegar upplýsingar frá landlækni). Ekkert í þessari rannsókn bendir til að um vannotkun á sýklalyfjum hafi verið að ræða. Sýkingamynstur var ekki ósvip- að og í könnun í Stykkishólmi 1978, nema heldur meira var um þvagfærasýkingar og minna af berkjubólgu. Einnig var notað minna af lyfjum til að fyrirbyggja sýkingar í þessari könnun. Hlutfallsleg notkun sýklalyfja eftir tegundum var hér svipuð og í fyrri dreif- býliskönnunum (5). Niðurstaða könnunarinnar var að 2/5 hlutar sjúklinganna sýndu ófullnægjandi heldni, og er það í samræmi við erlendar rannsóknir (6, 7, 8). Betri árangur hefur að vísu náðst annars staðar, enda hafði ég sem skammtíma afleys- ingamaður, á móti mér þann þátt sem einna sterkast samband hefur sýnt við góða með- ferðarheldni, að sjúklingur telji sig þekkja lækninn vel og geti treyst honum (4, 7). Þar eð sýkingamynstur, heildarlyfjanotkun og hlut- fallsleg notkun einstakra lyfja er hér sam- bærilegt við fyrri íslenskar kannanir verður þó vart hjá því komist að álykta að léleg með- ferðarheldni sé staðreynd hér á landi sem ann- ars staðar. Er því full ástæða fyrir alla ís- lenska lækna að hafa þetta í huga og hagnýta sér eftir megni þau atriði, sem vitað er að bæta meðferðarheldni, sbr. yfirlitsgrein í þessu blaði. Önnur atriði í niðurstöðunum sem ástæða er til að benda á eru eftirfarandi: — Svipað hlutfall meðferðarheldni var í öllum aldursflokkum upp að 70 ára og engu betra hjá börnum, þar sem foreldrar sjá um lyfjagjöfina. Þeir þrír sem voru eldri en 70 ára og uppfylltu skilyrði könnunarinnar sýndu hins vegar fullnægjandi heldni. — Furðu stór hluti þeirra sem fengu lyf voru á aldrinum 20-40 ára eða samtals tæp 40 %. Hef ég ekki neina augljósa skýringu á þessu. Tafla III. Sjúkdómar sem medhöndladir voru. Hlut- Fjöldi fall (%) Þvagfærasýkingar .................. 19 22 Miðeyrabólga........................ 9 11 Lungnabólga ........................ 1 1 Berkjubólga ....................... 16 19 Kjálka- og ennisholubólga........... 3 4 Kynsjúkdómar (lekandi) ............. 1 1 ígerðir I eða undir húð............ 12 14 Fyrirbyggjandi meðferð (óhrein sár)..................... 2 2 ígerðir í munni (tönnum, tannholdi)*..................... 14 16 Hálsbólga(tonsillitis).............. 9 10 Alls 86 100 *) Flestir lyfseölanna vegna ígeröa í munni eru útgefnir af tannlækni. Tafla IV. Hlutfallsleg notkun sýklalyfja eftir tegund- um. Hlut- Fjöldi fall Penicillin V (fenoxymetylpenicillin) .. 41 48 Ampicillin og önnur semisyntetisk penicillin ....................... 17 20 Sulfa/Trimetroprim-sulfa.............. 6 7 Tetracyklin og afbrigði pess ........ 11 12 Annað................................ 11 13 Alls 86 100 Tafla V. Ástædur brottfalls. Lágu á sjúkraskýlinu............................. 6 Fékk lyf vegna acne ............................. 1 Voru á langtímameðferð vegna þvagfæra- sýkinga....................................... 2 Náðist ekki í.................................... 6 Úr fjölskyldu spyrjanda.......................... 1 Lyfið helltist niður að hluta; fengin ábót ...... 2 Fékk nýjan kúr áður en þeim fyrri lauk v. áframhaldandi einkenna................ 1 Taka lyfin óreglulega, yfirleitt 1-3 daga í senn þegar einkenni eru verst (þ.e. »e. þörfum«) .. 6 Alls 25 Tafla VI. Meðferðarheldni m.t.t. kyns. Tóku lyfin skv. Tóku ekki lyfin forskrift skv. forskrift Konur.................... 22 11 Karlar .................. 15 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.