Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.1984, Page 17

Læknablaðið - 15.03.1984, Page 17
LÆKNABLADID 93 þrisvar til fjórum sinnum á dag. Gildir þetta m.a. um flest sýklalyf og blóðþrýstingslyf, sem sjúklingar taka heima. Sé hins vegar nauðsyn- legt að gefa flókna meðferð eru lyfjabox, »dós- ettur«, oft mjög gagnleg og geta sjúklingur, aðstandendur eða hjúkrunarfólk þá fyllt í boxið einu sinni á dag eða jafnvel vikulega. í fjórða lagi fæst betri heldni ef það er hinn venjulegi, fasti læknir sjúklingsins (oftast heim- ilislæknir) sem stýrir meðferðinni (1,2-4, 9, 11). Sérstaklega á það við þegar læknirinn veitir sjúklingi stuðning með jákvæðri afstöðu til meðferðarinnar og áframhaldandi eftirliti, helst þannig að sjúklingur fái strax ákveðinn endurkomutíma. Það gerir hvort tveggja í senn að veita aðhald og gefa til kynna að lækninum sé annt um sjúklinginn (1). Við endurkomur er mikilvægt að draga fram hið jákvæða varðandi árangur, s.s. lækkandi blóð- þrýsting og betri rannsóknarniðurstöður (po- sitive feedback). Mjög slæmt er talið að ásaka eða skamma sjúkling fyrir lélegan árangur. Afleiðingin verður mótþrói gegn lækninum og heldnin verður enn verri eða sjúklingur hrein- lega hættir að koma (13). Af öllu framansögðu má ljóst vera að ábyrgð læknis á lyfjameðferð er hvergi nærri lokið þótt hann hafi greint sjúkdóminn rétt og skrifað lyfseðil á rétt lyf. Honum ber einnig að sjá um að sjúklingur- inn hafi skilið tilgang og framkvæmd meðferð- arinnar, að hann sé fær um að framfylgja henni og fái til þess nægilegan stuðning (9). HEIMILDIR 1) Editorial: Keep on taking the Tablets. Br Med J, 1977; 793. 2) Christensen DB. Drug-taking Compliance: A Review and Synthesis. Health Serv Res, 1978; 171-87. 3) Shope JT. Medication Compliance. Ped Clin o N-America, 1981; 5-21. 4) O’Hanrahan M, O’Malley K. Compliance with Drug Treatment. Br Med J, 1981; 298-300. 5) Editorial: Non-compliance: does it matter? Br Med J, 1979:1168. 6) Johnsen Skúli G et al. Könnun á lyfjaneyslu nokkurra Reykvíkinga. Læknablaðið 1977; 3-4: 65-79. 7) Johnsen Skúli G, Ólafsson Ólafur. Um sýkla- lyfjagjafir vaktlækna í Reykjavík. Erindi á WHO- conference, Drug-Utilization Committée, Reykjavík júni 1976. Landlæknisembættið. 8) Editorial: Compliance Trials and the Clinician. Arch Intern Med, 1978; 138: 23-5. 9) Charney E, Bynum R, Eldredge D et al. How well do Patients take oral Penicillin? a collabo- rative Study in private Practice. Pediatrics, 1967:40: 188-95. 10) Járhult B, Agenás I. Vilka faktorer páverkar befolkningens lákemedelsanvándning? Lákar- tidningen 1983; 22: 2344-6. 11) Ettinger PRA, Freeman GK. General Practice Compliance Study: is it worth being a personal Doctor? Br Med J, 1981; 282: 1192-4. 12) Sharpe TR, Mikael RL. Patient Compliance with antibiotic Regimes. Amer J Hosp Pharm, 1974;31:479-84. 13) Freyhan FA. Patient Compliance. Del Med Jrl, 1981:54 (5); 271-2. Úthlutun styrkja úr: NORDISK INSULINFOND Samkvæmt samþykkt sinni styrkir INSÚ- LlNSJÓÐUR NORÐURLANDA: a) Vísindalegt tilraunastarf á sviðum lífeð- lisfræði. b) Klínískt vísindastarf á sviðum innkirtla og metabolisma. Ekki eru veittir styrkir til ferða. Árleg úthlutun úr sjóðnum fer fram 18. ágúst 1984, en umsækjendum verður tilkynnt um styrkveitingu í lok ágústmánaðar 1984. Gert er ráð fyrir að úthlutunarupphæð sé um 2,5 miljónir danskra króna. Umsóknareyðublöð fyrir styrkveitingu þessa ársfást hjá ritara INSÚLINSJÓÐS NORÐUR- LANDA (NORDISK INSULINFOND), c/o: NORDISK ÍNSULINLABORATORIUM Niels Steensensvej 1 DK-2820 Gentofte, Danmörk en þangað á einnig að senda umsóknir. Umsóknir eiga að vera komnar til ritara fyrir 15. júní 1984.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.