Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.1984, Side 25

Læknablaðið - 15.03.1984, Side 25
LÆKNABLAÐIÐ 70,97-103,1984 97 Jakob Kristinsson1), Þorkell Jóhannesson1), Ólafur Bjarnason2), Gunnlaugur Geirsson2) DAUÐSFÖLL AF VÖLDUM GEÐDEYFÐARLYFJA Á ÍSLANDI 1972-1981 Geðdeyfðarlyf nefnast lyf, sem einkum eru ætluð til nota gegn innlægri geðdeyfð (end- ogen depression). Elst peirra er ímípramín. Verkun pess var fyrst lýst árið 1958 (1). Geð- deyfðarlyfjum hefur síðan fjölgað mjög og notkun peirra stórum aukist. Þekktast geð- deyfðarlyfja, auk ímípramíns, er amítriptýlín. Á síðustu 10 árum hefur orðið vart fjöl- margra eitrana, par á meðal banvænna eitr- ana, af völdum geðdeyfðarlyfja hér á landi. Pannig hefur verið lýst 18 eitrunum hjá börnum (par af einni banvænni), er komu til meðferðar á árunum 1972-1976 í Barnaspítala Hringsins (2). Hér á eftir verður enn fremur greint frá 35 dauðsföllum, er urðu á 10 ára tímabili (1972-1981) og rekja mátti að meira eða minna leyti til töku geðdeyfðarlyfja. Var öllum pessum málum vísað til réttarlæknis- fræðilegra og réttarefnafræðilegra rannsókna í Rannsóknastofu í réttarlæknisfræði og Rann- sóknastofu í lyfjafræði við Háskóla íslands. Efniviður pessi var kynntur á 8. fundi Norræna réttarlæknafélagsins, sem haldinn var í Vedbæk, Danmörku, 2.-4. júní 1982. Hluti pessara rannsókna hefur áður birst í erlendu fagtímariti (3). EFNIVIÐUR í safninu voru 35 einstaklingar, 24 konur (69%) og 11 karlar (31 %). Dreifing tilfella eftir kyni og aldri er sýnd á 1. mynd. Yngst var 20 mánaða gamalt stúlkubarn og elst var 71 árs gömul kona. Meðalaldur allra einstaklinga í safninu var 46 ár±15 S.D. Meðalaldur karla var 44 ár±14 S.D. og kvenna 47 ár±15 S.D. Munur pessi var ekki marktækur (P>0,05). Alls voru um 60% (15 talsins) kvennanna á aldrinum 40-59 ára, en einungis um 35 % (5 talsins) karlanna. Mynd 2 sýnir dreifingu dauðsfalla eftir kyni og árum. Dauðsföll voru flest árin 1978 og 1) Rannsóknastofa Háskóla íslands í lyfjafræði. 2) Rann- sóknastofa Háskóla íslands í réttarlæknisfræði. Barst 12/08/1983. Sampykkt til birtingar 05/10/1983 ogsent í prent- smiðju. 1979. Síðustu tvö árin hafa einungis konur látist af völdum geðdeyfðarlyfja (með eða án annarra lyfja). Sex dóu í spítala. Hinir dóu áður en peir yrðu lagðir í spítala eða á leiðinni pangað. Á grundvelli rannsóknanna pótti rétt að skipta safninu í prjá flokka: I. Hreinar amítríp- týlíneitranir (níu tilfelii; tafla II). II. Eitranir af völdum amítriptýlíns og annarra lyfja (ged- deyfdarlyf undanskilin, tólf tilfelli; tafla III). III. Eitranir par, sem önnur geddeyfðarlyf komu við sögu eða fleiri en eitt geðdeyfð- arlyf (fjórtán tilfelli; svr, töflu IV og texta). Dæmi um banvænar eitranir, er eiga við hvern verða og rakin. AÐFERÐIR A. Réttarkrufning. Réttarkrufning var gerð í öllum tilvikum. í einu tilviki var hálsbrot talið vera bein dánarorsök og drukknun í öðru. í öðrum tilvikum fundust engin merki um sjúk- dóma eða áverka, er skýrt gætu andlátið. Oftast var blóðfylla (congestion) í innri líffær- um og bjúgur í lungum. Blóðsýni voru tekin úr vena femoralis til réttarefnafræðilegra rannsókna, svo og oftast sýni úr heila, lifur og pvagi (ef pað var í blöðru). í peim tveimur tilvikum par, sem annað dánarmein en eitrum varð greint við krufningu (hálsbrot, drukkn- un), voru geðdeyfðarlyf í líffærum hinna látnu í svipuðu magni og um »hreina« banvæna eitrun hefði verið að ræða. Voru mál pessi pví tekin með. Farið var yfir sjúkraskýrslur og skýrslur lögreglu í öllum tilvikum. B. Réttarefnafræðlilegar rannsóknir. í 26 til- vikum urðu eitrunarvaldar greindir við lyfjaleit í lifur með aðferð Kæmpes (4). í öðrum til- vikum var sýnt fram á geðdeyfðarlyf (og önn- ur lyf) í líffærum hinna látnu með blettagrein- ingu á pynnu (thin-layer chromatography), gas- greiningu á súlu (gas chromatography) og ljósfallsmælingu í útfjólubláu eða sýnilegu ljósi (ultraviolet/visible spectrophotometry). Magn geðdeyfðarlyfja og umbrotsefna peirra var

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.