Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.03.1984, Page 30

Læknablaðið - 15.03.1984, Page 30
102 LÆK.NABLADID langoftast við sögu banvænna eitrana (í 23 málum af samtals 35). Er það í samræmi við niðurstöður annarra, sem rannsakað hafa dauðsföll af völdum geðdeyfðarlyfja (12, 13, 14). Amítriptýlín hefur og væntanlega verið notað mest allra geðdeyfðarlyfja. Nortriptýlín og maprótilín komu næst. Hvort pessara lyfja um sig var talið hafa valdið, með eða án annarra lyfja, fjórum dauðsföllum. Ímípramín kom aðeins við sögu í tveimur málum. Skýtur pað skökku við efnivið Ólafs Stephensen (2). Þar voru eitranir af völdum ímípramíns algeng- astar. Kann petta að stafa af pví, að í safni hans voru eingöngu börn og ímípramín hafi par verið gefið við rúmmigu (enuresis noctur- na, sbr. að framan). Þéttni geðdeyfðarlyfja í líffærum hinna látnu var svipuð og aðrir hafa fundið við banvænar eitranir (12, 13, 14, 15). Aðeins einn pessara höfunda hafði pó ákvarðað geð- deyfðarlyf í heila (15). Niðurstöðutölur okkar sýndu mun minni sveiflur í samanlagðri péttni amítriptýlíns og nortriptýlíns í heila en öðrum líffærum. Ef samanlögð péttni amítriptýlíns og nortriptýlíns í heila er umfram 30 pg/g benda niðurstöðutölur okkar eindregið til pess, að um banvæna eitrun sé að ræða (sbr. töflu II, 3. dálk). Þrátt fyrir miklar sveiflur í péttni amítriptý- líns og nortriptýlíns í blóði, lifur og pvagi, reyndist pó vera staðtölulega marktæk fylgni (P<0,05) milli samanlagðrar péttni pessara lyfja í heila annars vegar og blóði og lifur hins vegar. Þéttni geðdeyfðarlyfja í blóði gefur pannig vísbendingu um, hvort um eitrun sé að ræða ekki. Lægsta samanlögð blóðpéttni amí- triptýlíns og nortriptýlíns, sem ákvörðuð var í »hreinni« amítriptýlíneitrun, var 1,1 pg/ml. Er pað að minnsta kosti fjórföld péttni pessara lyfja í blóði eftir töku amítriptýlíns í venju- legum lækningaskömmtum. Hebb et al. (14) telja, að blóðpéttni geðdeyfðarlyfja, sem er umfram 1 pg/ml, bendi til banvænnar eitrunar. Lægsta samanlögð péttni amítriptýlíns og nortriptýlíns í blóði við eitrun af völdum amí- triptýlins og annarra lyfja var aðeins 0,2 pg/ml (tafla III). Er pað innan marka pess, sem er í blóði eftir töku lækningalegra skammta af amítriptýlíni. Hér að framan er lýst banvænni eitrun af öldum amítriptýlíns og alkóhóls par, sem samanlögð blóðpéttni amítriptýlíns og nortriptýlíns var 0,2 pg/ml (í safninu voru tvö önnur mjög ápekk dauðsföll). Hlutaðeigandi hafði tekið amítriptýlín, væntanlega í lækn- ingalegum skömmtum, en hafði auk pess drukkið umtalsvert magn áfengis nokkru fyrir andlátið. Magn alkóhóls í blóði (1,44 °/oo) og í pvagi (2,27 %o) var pó miklu minna en svo, að valdið gæti banvænni eitrun eitt sér. Engin lyf eða eiturefni önnur en alkóhól, amítrip- týlín og nortriptýlín fundust í líffærum hinnar látnu. Verður pví að álykta, að neysla áfengis samfara töku geðdeyfðarlyfja í lækningaleg- um skömmtum gæti leitt til banvænnar eitrun- ar. Aðrir höfundar (12, 13) hafa birt svipuð til- felli. Þá er rétt að benda á, að líklegt er talið, að benzódíazepínsambönd geti aukið á eitur- hrif geðdeyfðarlyfja (16). í safni okkar má og finna vísbendingu í pessa átt. í dæmi pví, sem að framan var tekið um hreina amítriptýlíneitrun, gæti sem best hafa verið um sjálfsmorð að ræða. Þá voru og í dæmi pví, sem tekið var um banvæna eitrun af völdum amítriptýlíns og maprótilíns, verulegar líkur á, að hlutaðeigandi hefði viljað svipta sig lífi. Enda pótt pað liggi utan ramma pessarar ritgerðar að kanna, hvernig eitranir af völdum geðdeyfðarlyfja verða, benda niðurstöður okk- ar til pess, að í að minnsta kosti nokkrum tilvikum hafi lyf pessi verið tekin viljandi í banvænum skömmtum. í pessu sambandi er og vert að minnast pess, að innlæg geðdeyfð og meðferð með geðdeyfðarlyfjum felur í sér nokkra sjálfsmorðshættu (17). SUMMARY During the ten year period 1972-1981 35 cases of fatal poisoning involving antidepressant drugs were referred to the Department of Forensic Medicine and the Department of Pharmacology, University of Iceland, for legal post mortem examination. Twenty four were females and eleven were males. Ages ranged from 20 months to 71 years, with an average of 46 years±15 S.D. (fig. 1). Most deaths occurred in the years 1978 and 1979, seven and six, respectively. During the last two years only females suffered death from antidepressant drugs (fig. 2). Seven different antidepressant drugs were involved. Amitriptyline poisoning was the most common cause of death (23 cases). Amitriptyline alone was the cause of death in nine cases, twelve cases were due to amitriptypine and other non-antidepressant drugs and two were due to amitriptyline and maprotiline, another antidepressant drug (table I). Organ levels of amitriptyline and its main metaboli- te, nortriptyline, were highest in liver and then in brain, urine and blood in that order. Significant correlation was found between the levels of amitriptyline plus nortriptyline in brain on one hand and blood and liver on the other. Levels of

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.