Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.1984, Qupperneq 37

Læknablaðið - 15.03.1984, Qupperneq 37
LÆK.NABLADID 105 taka lengri tíma en þrjár — fjórar mínútur. Hún er fólgin í stuttri sögu um augu og sjón, sjónskerpuprófi, augnspeglun, augnprýstings- mælingu og vöðvajafnvægisprófi hjá börnum. Pví má ekki gleyma að einkenni frá ýmsum kerfissjúkdómum endurspeglast í augum s.s. sykursýki, háprýstingur, innkirtlasjúkdómar, kollagensjúkdómar og raunar margir fleiri. 3.0. Medferd augnsjúkdóma á heilsugæslu- stöd fer eftir eðli sjúkdómsins, p.e. hvort um minniháttar kvilla er að ræða eða alvarlegan sjúkdóm, sem ógnar sjón. 3.1. Almennur læknir á að geta tekið til meðferðar flesta minniháttar augnkvilla s.s. bólgusjúkdóma í augnalokum og augnslímhúð. Petta eru algengir sjúkdómar og yfirleitt ekki alvarlegs eðlis, en geta verið prálátir. 3.2. Neydarpjónusta. Heilsugæslulæknir parf að pekkja alvarlega augnsjúkdóma, sem ieitt geta til varanlegrar sjóndepru, sé rétt meðferð ekki viðhöfð pegar í byrjun. Hann parf að geta veitt fyrstu hjálp áður en sjúklingur er sendur til augnlæknis eða á augndeild. Sé um rautt auga að ræða parf að greina á milli meinlausrar bólgu s.s. augnslímhúðar- bólgu og alvarlegs sjúkdóms s.s. glærubólgu, lithimnubólgu eða bráðagláku. Ef sjúkling ber að garði, sem hefur misst sjón skyndilega, á hinn almenni læknir yfirleitt að geta greint orsökina enda pótt hann hafi takmarkaðan tækjabúnað. Sem dæmi um bráða sjóndepru á auga eru sjónulos, blæðing í glerhlaup t.d. af völdum sykursýki, bólga í miðgróf sjónu og sjóntaugarbólga. Þessa sjúklinga parf að senda sem fyrst þangað sem sérfræðipjónusta er fyrir hendi. 3.3. Stundum purfa heilsugæslulæknar að fylgjast með sjúklingi, eftir augnaðgerðir í samráði við viðkomandi sérfræðing. Einnig að hafa eftirlit með glákusjúklingum milli augn- lækningaferða, ef ferðir eru strjálar. 4.0. Meðferð augnslysa á heilsugæslustöð fer að sjálfsögðu eftir því hversu alvarlegt slysið er. 4.1. Unnt er að gera að ýmsum minniháttar augnslysum á heilsugæslustöð. Eru aðskota- hlutir í augnslímhúð og glæru pau algengustu. Bruna af völdum sterkra efna — sýru og basa — þarf að taka til meðferðar þegar í stað. 4.2. Áríðandi er að pekkja alvarleg, meiri- háttar augnslys, s.s. augnrifu (perforatio), blæð- ingu inn í auga og brot á augntóftarvegg. Nauðsynlegt er að koma meiriháttar slysum sem fyrst á augndeild. Þarf að hafa samráð við vakthafandi augnlækni varðandi fyrstu hjálp og flutning sjúklinga til aðgerðar. 4.3. Sé læknir í vafa hvað gera skuli í neyðar- tilfellum, hvort heldur um sjúkdóm eða slys er að ræða er auðvelt að hafa samband við vakt- hafandi lækni á augndeiid. 5.0. Ráðgjöf. Sjúklingur með augnkvilla leitar oft ráða hjá heimilislækni áður en hann leitar til sérfræðings. Sé sjúklingur t.d. með hægfara sjóndepru á heilsugæslulæknir með einfaldri augnskoðun að geta greint hvort um sjónlags- galla eða augnsjúkdóm er að ræða. Sé um sjúkdóma að ræða, sem ógna sjón, parf að segja hvað að er og útskýra batahorfur. 5.1. Ef sjúklingur er t.d. með byrjandi ellidrer, er æskilegt að útskýra gang sjúkdómsins og segja honum hvort eða hvenær aðgerðar sé pörf, í hverju hún er fólgin og líkum á lestrarsjón eftir aðgerð. Rýrnun í miðgróf sjónu er tíður kvilli meðal aldraðs fólks og algengasta orsök lesblindu hér á landi. Venjuleg gleraugu koma ekki að gagni við lestur. Pessir sjúklingar komast flestir leiðar sinnar og geta unnið ýmis störf, sem ekki krefjast nákvæmrar sjónar. Skýra parf fyrir þessu fólki gang sjúkdómsins og að hann leiði ekki til algjörrar blindu eins og margir óttast. Ennfremur að hvorki lyfjameðferð né skurð- aðgerð komi að gagni, en að ýmislegt sé hægt að gera til að bæta sjón með sérstökum sjónglerjum og hvar hægt er að afla þeirra. 5.2. Mikil hjátrú er ríkjandi í sambandi við gleraugu og gleraugnanotkun, jafnvel meðal peirra, sem eiga að teljast vel upplýstir eða menntaðir. Heimilislæknir parf oft að leiðrétta ýmsar ranghugmyndir hjá sjúklingum. Margir eru hræddir við að nota gleraugu og telja að pau geti skaddað sjónina og aukið sjóndepru. Draga pví margir að fá sér gler- augu, pegar aldursfjarsýnin segir til sín og eiga pví erfitt með nærvinnu og hætta jafnvel að lesa í peirri von að spara augun, til pess að sjónin endist lengur. Ýmsir eru hræddir við of sterk gleraugu og halda pví fram að gleraugu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.