Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ 1986; 72: 81-4 81 LÆKNABLAÐIÐ THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL Læknafélag íslands og Læknafélag Reykjavíkur 72. ÁRG. - 15. APRÍL 1986 RISTILSPEGLUN Þessi grein fjallar um ristilspeglun (colono- scopy), tæknileg atriði og ábendingar, svo og gagnsemi aðferðarinnar við greiningu og meðferð ýmissa ristilsjúkdóma. Einnig verður minnst á frábendingar og fylgikvilla. Frá því sögur hófust, hafa læknar reynt að skoða inn í hin mörgu op mannslíkamans og hafa til þess fundið upp ýmis konar hjálp- artæki. Hið einfaldasta er líklega tungu- spaði, en ristilspegill (colonoscope) eitt þeirra flóknustu. Árið 1958 var farið að nota sveigjanlegar holsjár, til þess að skoða vélinda og maga, en síðan liðu rúm tíu ár, áður en ristilspeglun var almennt framkvæm- anleg (1). Nú er ristilspeglun viðurkennd sem mjög gagnleg rannsókn, fljótleg og með lága tíðni fylgikvilla (2). Það sem gerir mögulegt að sjá fyrir horn og inn í dýpstu afkima meltingarvegarins, er hið svokallaða ljósþráðaknippi (fiber optic bundle), en það er vöndull u.þ.b. 250 þúsund plastþráða (glass fibers), sem ljósið flæðir eftir. í rist- ilspegli er knippi til að flytja ljós frá ljósgjafa inn í ristilinn og annað knippi, sem flytur ljósið og þar með myndina að auga skoðandans. Einnig eru gangar fyrir loft og skolvökva og sameiginlegur gangur, sem nota má fyrir sog, sýnitökutöng o.fl. Vírar liggja eftir tækinu endilöngu til að sveigja endann til og frá. Þvermál ristilspegils er þó venjulega minna en 12 millimetrar, en lengd- in allt að 130 sentimetrar (3, 4). Ristilspeglun er vandasöm rannsókn og krefst talsverðrar reynslu, auk þolinmæði. Ristillinn er venjulega aðeins lengri en eig- andi hans, hlykkjóttur mjög og breytilegur. Mesti vandinn er yfirleitt tengdur því að koma ristilspeglinum alla leið í botnristil, (bugaristilsvæðið er oft erfiðasti hjallinn), en skoðunin sjálf fer aðallega fram á leiðinni út. Lýst hefur verið mörgum og mismunandi aðferðum til að komast á leiðarenda, en meginreglan er sú að »þræða« ristilinn upp á ristilspegilinn og ana aldrei blint áfram. Þótt ristillinn sé um tveir metrar að lengd, þá er venjulega aðeins um 90 sentimetrar af tækinu inni, þegar endinn er kominn í botnristil. Ristilspeglun tekur að meðaltali innan við eina klukkustund hjá æfðum skoðara, (oft innan við 30 mínútur) og tekst að komast í botnristil í 70-85% þeirra tilfella, þar sem það er reynt. Eins og í öllum rannsóknum byggist árangurinn á reynslu og hæfni þess sem framkvæmir rannsóknina. Ristilspeglinum fylgja ýmsir aukahlutir svo sem Ijósgjafi, sog, hliðarspegill fyrir aðstoð- armann og/eða nemanda, sýnitökutengur, sepanámssnörur, myndavélar o.fl. Sumir nota skyggnimagnara, til þess að sjá hvert þeir eru komnir og oft er fengið kviðar- holsyfirlit til að staðfesta legu ristilspegilsins. Undirbúningur. Margar og mismunandi aðferðir eru notaðar til að hreinsa ristilinn af innihaldi sínu og tekst það vel í fyrstu tilraun hjá 90 af hverjum 100. Oftast felst hreins- unin i eftirfarandi: 1. Fljótandi fœði í tvo til þrjá daga. 2. Dulcolax eða svipuð hœgðarlyf gefin tvisvar á dag í tvo daga. 3. Stólpípa daglega í tvo til þrjá daga. Ef venjulegar aðferðir duga illa, beita sumir því ráði að láta viðkomandi drekka vökva með aukinni flœðispennu (hyperosmolar) og aðrir »þarmaskolun« með tíu til tólf lítrum af saltvatni gegnum magaslöngu. Yfirleitt eru notuð deyfandi/róandi lyf, oftast diazepam og petidín og sumir nota jafnvel svæfingu. Betra er þó talið, að sjúklingur sé það vel vakandi, að hann skynji sársauka og geti þannig varað við, ef t.d. garnagötun er yfirvofandi. ÁBENDINGAR A. Ábendingar er varða sjúkdómsgreiningu (4). 1. Óútskyrð einkenni frá ristli. í stuttu máli má segja, að rétt sé að gera ristilspeglun, þegar sjúklingur hefur einhver einkenni frá ristli og venjulegar rannsóknir skýra þau ekki nægjanlega vel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.