Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 50
108 LÆKNABLAÐIÐ 2. gr. Nefndin skal láta í té álitsgerð eftir skriflegri beiðni dómstóla svo og málsaðila um ætlað persónulegt tjón sjúklings af völdum starfs- fólks heilbrigðisþjónustunnar. Sé beiðni um álitsgerð augljóslega byggð á röngum forsendum, að mati nefndarinnar, verður álit eigi gefið. 2. KAFLI Um nefndarskipan 3. gr. Nefndarmenn skulu skipaðir til fjögurra ára af ráðherra samkvæmt tilnefningu Hæsta- réttar, jafnt aðalmenn sem varamenn. Formaður og varaformaður skulu tilnefndir og skipaðir sérstaklega af sömu aðilum. Enginn nefndarmanna má vera starfs- maður heilbrigðisþjónustunnar. 3. KAFLI Um starfshætti og fundarsköp 4. gr. Nefndin tekur aðeins til meðferðar skriflegar kærur eða kvartanir, sem beint er til hennar milliliðalaust, eða mál, sem vísað er til henn- ar af yfirstjórn heilbrigðismála eða öðrum aðilum i stjórn landsins. Aðilar að kvörtunum eða kærumálum skulu fá færi á að fylgja þeim eftir munnlega og þá með fulltingi sérfróðra umboðsmanna, ef þeir kjósa. Ennfremur mega þeir leggja fram þau gögn, sem þeir telja að styðji mál sitt. Skal fara um þetta eftir nánari ákvörðun nefndarinnar í hverju máli. 5. gr. Hver sem máli er beint gegn skal fá komið að þeim gögnum, er hann hefur þörf á, og eiga kost á að flytja mál sitt munnlega fyrir nefndinni, samkvæmt nánari ákvörðun henn- ar. Má hann og leita sérfræðiaðstoðar í málarekstrinum. 6. gr. Formaður stjórnar málflutningi fyrir nefnd- inni. Að hverju máli skal þannig unnið að ekki verði óþarfa dráttur á, megináhersla lögð á að upplýsa mál sem best frá beggj a (allra) hálfu og að ekki verði réttur neins fyrir borð bor- inn. í meðferð máls getur nefndin leitað álits sérfróðra aðila og aflað gagna á hvern þann hátt, sem upplýst geti málið sem best. 7. gr. Ákvörðun eða niðurstaða nefndarinnar í máli skal vera skrifleg og nefnast »álits- gerð«. Skal afhenda hana málsaðilum og heilbrigðisráðherra. Leitast skal við að gera sér grein fyrir hver ber ábyrgð á hugsanlegu tjóni og skal slíkt mat felast í álitsgerðinni, en þvi aðeins skal metin skaðabótaskylda, að þess sé sérstak- lega beiðst af aðilum. Þyki framkominn rökstuddur grunur um refsivert athæfi, skal nefndin senda ríkis- saksóknara álitsgerð í því máli. 8. gr. Nefndin er því aðeins ályktunarhæf, að allir nefndarmenn eða persónulegir varamenn í þeirra stað, séu mættir og taki þátt í máls- meðferð. Verði nefndarmenn ekki sammála um niðurstöður í álitsgerð eða um forsendur hennar, skal ráða afl atkvæða. Nefndar- maður skal eiga rétt á að leggja fram sérálit. Nefndinni er skylt að fjalla um hvert það mál, sem til hennar er vísað, nema það, að mati nefndarinnar, falli bersýnilega utan sviðs hennar, eða sé byggt á röngum for- sendum. 9. gr. Yfirvöld skulu veita nefndinni alla þá aðstoð, sem hún kann að þurfa til að geta gegnt hlutverki sínu. Forstöðumönnum stofnana innan heilbrigðiskerfisins, eða deilda í slíkum stofnunum, er skylt að veita nefndinni allar þær upplýsingar, sem hún telur nauðsynlegar til rannsóknar máls, nema slíkt brjóti beint gegn Iagafyrirmælum. Sama skylda hvilir á einstaklingum starf- andi í ofangreindum stofnunum, sem leitað er til um upplýsingar í máli, sem er til meðferðar hjá nefndinni. Nefndin skal eiga rétt til upplýsinga um verknað eða atvik, sem á að halda leyndum, ef það telst nauðsynlegt fyrir málarekstur- inn, en þó því aðeins að sá, sem þagnar- skyldan er sett til verndar, samþykki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.