Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 35
LÆKNABLAÐIÐ 1986; 72: 99-103 99 Jón Karlsson, Brynjólfur Mogensen, Grímur Sæmundsen & Kristján Sigurjónsson LÆRLEGGSBROT. ÁRANGUR MEÐFERÐAR Á LÆRLEGGSBROTUM á Slysadeild Borgarspítalans 1972-1982 INNGANGUR Mergnegling, opin eða lokuð, hefur verið meginaðferð við meðhöndlun á lœrleggs- brotum á slysadeild Borgarspítalans síðan í upphafi sjöunda áratugsins. Markmið þessarar samantektar er að gera grein fyrir árangri mergneglinga á lœrleggs- brotum með Kuntschernöglum á slysadeild Borgarspítalans 1972-1982. Árið 1940 lýsti Ktintscher notkun merg- nagla til neglingar á lærleggsbrotum (1). Hann ráðlagði lokaða réttingu, ef unnt var, fyrir mergneglingu, með aðstoð gegnumlýs- ingar. Aðferðin náði mikilli útbreiðslu og árangurinn var upphaflega talinn góður (2). Fljótlega upp úr seinni heimstyrjöldinni, eftir að fjölmörgum fylgikvillum og tækni- legum vandamálum hafði verið lýst, s.s. erfið- leikum við lokaða réttingu, óhóflegum geisl- unartima, æða- og taugasköddun, sýkingum og röskun á grósku (delayed union, nonuni- on, pseudarthrosis), hurfu margir að tog- meðferð að nýju (2, 3). Með tilkomu hreyfan- legs skyggnimagnara, bættrar aðgerðartækni og aðstöðu, ruddi mergneglingin sér þó til rúms á nýjan leik. Ýmsir höfundar hafa á síðari árum lýst betri árangri eftir mergneglingu en eftir togmeðferð (4, 5, 6), þótt ekki séu allir á eitt sáttir (7). Aðrir hafa ennfremur bent á kosti lokaðrar mergneglingar fram yfir opna, eink- um hvað varðar ígerðarhættu og röskun á grósku (6, 8, 9). MEÐFERÐ Aðgerðin var framkvæmd svo fljótt, sem auðið var. Framkvæmd var lokuð rétting á lærleggsbrotinu, ef hægt var, en annars opin. Aðgerðin var gerð með sjúklinginn liggj- 1) Slysadeild Borgarspítalans. 2) Röntgendeild Borgarspítalans. Barst ritstjórn 14/01/1986. Samþykkt og send i prentstniðju 01/02/1986. andi á baki, á strekkborði í svæfingu eða mænudeyfingu. Færanlegur skyggnimagnari er notaður í öllum tilvikum. Gerður var stuttur skurður yfir lærhnútu (trochanter major) og merghol efri hluta lærleggs opnað með handbor, til að koma fyrir leiðara í mergholinu. Merghol lærleggs var síðan víkkað með þar til gerðum loftþrýstidrifnum mergbor yfir leiðaranum, þar til heppilegri vídd var náð. Brotið var síðan fest með mergnagla, sem rekinn var yfir Ieiðarann. Eftir að naglanum verið komið fyrir, var leiðarinn fjarlægður. Venjulega var notaður 12-15 mm gildur nagli. Fótaferð og sjúkraþjálfun var hafin á fyrsta degi eftir aðgerð, ef aðrir áverkar leyfðu. Með því móti var reynt að draga úr hættu á segamyndun í bláæðum neðri útlima og blóðreki til lungna. Þungaálag að sársaukamörkum var lagt á fótinn frá fyrsta degi væri ekki um að ræða kurlbrot. Væri um kurlbrot að ræða og veruleg hætta talin á styttingu, var þungaálagi frestað um allt að 4-6 vikur. EFNIVIÐUR Kannað var hvernig sjúklingum, sem negldir voru vegna lærleggsbrots með Kúnts- chernöglum á slysadeild Borgaspítalans árin 1972-1982, reiddi af. Eftirrannsóknin var gerð að meðaltali 6,7 árum (2-12,3) eftir áverka. Eftirrannsóknin fólst í almennri skoðun, einkum m.t.t. óþæginda, helti, hreyfiferils mjaðmar og hnés. Jafnframt var gerð rönt- genrannsókn. Sjúklingarnir voru 63, en eftirrannsóknin nær til 51 sjúklings. Af þeim 12, sem ekki komust til eftirrannsóknar reyndust fjórir sjúklingar látnir, og ekki tókst að ná til fjögurra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.