Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 15.04.1986, Blaðsíða 26
94 LÆKNABLAÐIÐ AÐFERÐIR Greiningin colon irritable, iðraólga (ICD 564.1), er í skráningarkerfi heilsugæslu- stöðvarinnar á Egilsstöðum alltaf svokölluð föst greining. Hún er því alltaf skráð í stofnskrá sjúklinga stöðvarinnar, sem geymd er í tölvu. Úr tölvunni var fenginn nafnalisti yfir alla íbúa, sem höfðu umrædda sjúkdómsgreiningu árið 1982. Úr tölvunni var einnig fengin skrá yfir aðra heilsuvanda þessara sjúklinga, þ.e. listi yfir fastar sjúkdómsgreiningar hvers og eins, þar með tald geðsjúkdóma (ICD 290-320). Upplýsinga varðandi rannsóknir, með- ferð, efri meltingarvegseinkenni og fjölda samskipta var leitað i sjúkraskrám viðkom- andi. Um meltingarsjúkdóma aðra en iðraólgu fengust upplýsingar bæði úr heilsu- vandaskrám og sjúkraskrám sjúklinganna. Viðmiðunarhópur var valinn með tölvu, þannig að tölvan fékk upplýsingar um kyn og fæðingardag og ár hvers og eins sjúklings. Síðan leitaði hún í íbúaskránni að kynbróður eða systur sem átti næsta fæðingardag og ár. Þannig fékkst hópur með sömu kynskiptingu og eins jafna aldursdreifingu og kostur var (mynd 1). Upplýsingar um algengi geðsjúkdóma- greininga í héraðinu í heild fengust með tölvuútskrift úr stofnskrá 1982. Við útreikn ing á tölfræðilegum mun tiðnitalna var otað McNemarpróf fyrir samanburð tveggja skyldra hópa (8). NIÐURSTÖÐUR Algengi: Árið 1982 höfðu 82 einstaklingar sjúkdómsgreininguna iðraólga (colon irrita- bile) í Iæknishéraði Egilsstaða. Fyrsta des- ember sama ár var íbúafjöldi héraðsins 2.831 (9). Algengið var því 28,9 eða tæplega 30 sjúklingar á hverja 1.000 íbúa. Aldur: Sjúklingarnir voru flestir á aldinum 20-60 ára (mynd 2). Er dreifingin tiltölulega jöfn yfir þetta 40 ára aldursbil. Kyn: Sjúkdómurinn er mun algengari hjá konum. Hlutfallið er 2,4 konur á móti einum karli. Samskiptafjöldi: Tekið var sex ára tímabil 1977-1982 og reyndust þessir 82 sjúklingar eiga 270 samskipti við heilsugæslustöðina vegna iðraólgu, þ.e. 4 samskipti við stöðina á ári eða tæplega einu sinni í viku. Það eru að meðaltali 0,6 samskipti/sjúkling/ár. Langflestir eða 83% hafa fimm eða færri samskipti á sex árum, þ.e. sjaldnar en einu sinni á ári. Þar af eru 39 sjúklingar eða tæp- lega helmingur hópsins, sem aðeins eru skráðir með ein samskipti á sex árum vegna iðraólgu (tafla I). Lyfjameðferö: 24 sjúklinganna eða tæplega þriðjungur fékk einhverja lyfja- meðferð á árinu 1982. Rannsóknir: 46 sjúklingar eða 56,1% höfðu farið í einhverja meltingarfæra- rannsókn. Ristilmynd var sú rannsókn sem flestir eða 41% sjúklinganna höfðu farið í. Samtals voru gerðar 111 rannsóknir á melt- ingarfærum eða 1,4 á hvern sjúkling, en 2,4 á hvern sjúkling ef eingöngu eru taldir þeir sem eitthvað voru rannsakaðir. Sjaldan var leitað að blóði í saur. Mynd 1. Skipulag rannsóknar. Fjöldi tilfella 0-9 10-19 20-29 30-39 40-49 50-59 60-69 70-79 80- __ Aldur i árum Ml KONUR U KARLAR Mynd 2. Aldursdreifing iöraólgusjúklinga i Egilsstaöa- lœknishéraði 1982.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.